Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 13
301 Náð Guðs. Bftir hr. Artarn porgrimsson. Eg hefi áður minst á vini mína, A. og B. — B. hafði ef- ast um réttlæti Guðs, en við nánari athugun hafði honum skilist það, að það var ósamkvæmt rökréttri hugsun, að Guð réttlætisins og kærleikans væri óréttlátur. Hann var orðinn ánægðari með lífið en áður, farinn að líta á það með betri skilningi, meiri rósemi og meira trausti á sigur hins góða. peir voru að ræða um réttlætinguna af trúnni og um lausn mannsins frá ófullkomleika-og synd fyrir náð Guðs. Samtal þeirra var í aðalatriðunum á þessa leið: B: Hvemig skýrir þú það, að náð Guðs frelsi mann- inn og hef.ji hann til fullkomnunar, manninn, sem er ófull- kominn og syndugur og getur ekki fullnægt réttlætinu ? A: í þessu felst einmitt kjarni kristindómsins: að Guð frelsar mennina af náð sinni, fyrir trúna á Jesúm Krist, fyrir trúna á fyrirgefninguna, fyrir trúna á kærleiksfóm- • ina, fyrir trúna á endurlausn hans, sem vér köllum Guðs son, og sem vér trúum að sé gefið alt vald á himni og jörð. Og í þessu liggja aðallega yfirburðir kristninnar yfir önnur trúarbrögð, sem bezta siðfræði kenna. Hvað gagnar það mauninum, þó hann hafi lögmál, þegar hann finnur, að hann hefir ekki í sjálfum sér kraftinn til þess að fullnægja því? Lögmálið dæmir hann sífelt, því þótt hann hlýddi öllu lög- málinu nema einu atriði, þá væri hann í skuld; þó hann félli aðeins einu sinni, þá væri það nóg til þess, að hann væri kominn í skuld, því að öll góðverk, sem hann kynni að gera, geta aldrei verið annað en skylduverk, aldrei meira en upp- fylling boðorðsins. Hvemig á hann þá að borga skuldina við réttlætið?------Af því að vér, kristnir menn, finnum til þess, að vér getum ekki uppfylt réttlætið, þá vaknar þrá- in til hjálpar, þörfin til endurlausnar. — Og vér finnum fullnægjuna aðeins í Jesú Kristi, sem er Drottinn vor og frelsari, er hefir bætt fyrir brot vor og áunnið oss fyrir- gefningu, borgað skuldina við réttlætið, sem vér vorum ekki megnugir að borga. petta er náð Guðs, að hann sleppir ekki hendi sinni af oss, þó að vér höfum brotið lög réttlætisins, heldur afmáir hann syndina sjálfur, lætur hinn allæknandi kærleika sinn bæta fyrir brotin, sem vér verðum sekir um. B: Er það þá ekki brot á réttlætinu eða þeim reglum, sem alheimurinn hlýðir um orsök og afleiðing, að brot vor

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.