Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1909, Page 7

Sameiningin - 01.08.1909, Page 7
i6y sjálfum lízt, ef það kemr í bága við það, er þeir bafa skuJdbundið sig til að kenna sem prestar kirkjufé- lagsins. 1 þetta sinn ætJa eg ekld að fara fleiri orðum um þessa „Breiðablika4 ‘ -grein. En tekið skal það fram að síðustu, að ólíklegt þykir mér það, að fylgi leikmanna fá- ist bezt með því að flytja þeim ósannar sögur um ágrein- ingsmálin, árétta sögurnar svo með öfgum og stóryrð- um, til þess að œsa tilfinningarnar, en skerða skynsem- ina, svo að menn láti leiðast til stórræða áðr en þeir eru bónir að átta sig og kynna sér náltvæmlega það, sem á milli ber. Að beita þeirri aðferð við leikmenn til að ná fylgi þeirra er að sýna þeim óvirðing. Hvað lízt mönnum ? Staðfesting lærisveinanna. Prédikan, sem séra Guttormr Guttormsson flutti í Fyrstu lút. ldrkju í W.peg sd. (5. e. trín.) 11. Júlí 1909. Texti: Lúlí. 5, 1—11 (fiskidráttr þeirra Pétrs). Mikilvæg og ógleymanleg stund í lífi bvers sann- kristins kirkjumanns er ferming hans eða staðfesting; sú stund, er liann í bjartans alvöru segir skilið við liverflyndi sitt, og ásetr sér að verða staðfastr læri- sveinn Jesú þaðan í frá til æfiloka. Lúterska kirkjan ætlast til, að slík stund renni upp í lífi livers kristins ungmennis; og hefir liún því gjört ferminguna að á- kveðinni kirkju-aihöfn, er fylgja skuli kristilegri upp- frœðslu. Því miðr er fermingar-athöfnin allt of oft ekkert annað en dauðr bókstafr; en hugmyndin, sem til grundvallar liggr, er eins sönn og fögr fyrir því. Án sannarlegrar staðfestingar hjartans í Kristi getr eng- inn orðið sannr lærisveinn hans, hvað sem ytri athöfn- inni líðr. Það er þessi sannleikr, sem oss er leiddr fyrir sjón- ir í guðspjalli því, sem nú sértsaklega er um að hugsa.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.