Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1909, Page 9

Sameiningin - 01.08.1909, Page 9
ióg ara, sem þeir áðr voru, við þær lieilögu trúarlietjur, sem þeir urðu seinna, þá sjáum vér það mikla djúp, sem stað- 1‘est er á milli borgaralegra dyggða annars vegar og kristindómsins liins vegar. Þennan sannleika þurfum vér að hafa hugfastan, einmitt á vorri tíð, þegar sú anda- stefna vill ráða lögum og lofum í kristninni, sem vill þurrka út allan þann mismun, sem er, og á að vera, á kristnu trúarlífi og almennri ráðvendni. Líf lærisvein- anna á undan og eftir þessum atburði sýnir þann mis- mun ljóslega. Áðr höfðu þeir þrælkað fyrir líkamlegu lífi sínu; hér eftir börðust þeir fyrir liinu andlega lífi sínu. Áðr höfðu þeir tekið örbirgðinni með nœgjusemi og' stritinu með þolgœði; síðar tóku þeir þrautum og of- sóknum og liörmungum með fögnuði. Aðr liöfðu þeir dýrkað guð eftir gyðinglegum siðareglum; síðar lærðu þeir að dýrka hann í anda og sannleika. Áðr höfðu þeir elskað ástvini sína; síðar báru þeir í brjósti brennandi kærleik til allra manna. Áðr var réttlæti þeirra hlýðni við lög; síðar varð það þakkarfórn kærleikans. Áðr var Jesús þeim mikilsvirtr spámaðr; síðar varð hann þeim ástvinr, sem þeir elskuðu innilegar en nokkra aðra sál. Þannig á kristin trú að breyta lífi voru, ef vér stað- festum hjörtu vor í Kristi. Allar almennar dyggðir vorar eiga að lyftast upp í œðra veldi. Kærleikseldr- inn guðlegi á að bræða þær allar upp, svo að þær renni sainan í eitt; og undralyf kristins trúarlífs á að breyta öllum þeim málmblendingi og sora í glóandi gull. Við þesskonar breyting verða allir varir, sem á annað borð eru vaknaðir andlega. Þeir finna glöggt, að allar þær dyggðir, sem þeir hugðust áðr geta hrósað sér af, voru á undan þeirri andlegu vakning eins og blóm eða gras- toppr, sem vex inní bjargskúta, þar sem sólskinið nær ekki til þeirra til að gefa þeim lit og þroska. En fiskimennirnir þrír höfðu verið annað meira en ráðvandir almúgamenn á undan þessum atburði. Þeir liöfðu verið lærisveinar Jesú, eins og skýrt er frá í fyrstu fjórum kapítulum Jóhannesar guðspjalls. Þeir liöfðu verið kvaddir til fylgdar við Jesúm. Þeir höfðu séð hann breyta vatni í vín í Kana og lækna son kon-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.