Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1909, Side 14

Sameiningin - 01.08.1909, Side 14
174 augljóst. Og einmitt fyrir þá sök liafði þetta undr þau áhrif á liann, sem ekkert kraftaverk Jesú liafði áðr liaft. Hér liggr lærdómrinn fyrir oss, sem oss ríðr lífið á að skilja. Lúter sagði, að sáluhjálp- ieg trú þyrfti að eiga þrjú lítil orð, sem liún gæti ekki án verið. Það eru orðin eg, mér, mig. Hver einasti af oss þarf að geta sagt um sjálfan sig: Eg hefi syndgað móti guði, eg liefi iðrazt, eg er frelsaðr,eí7 liefi lært að þekkja frelsara minn; fyrir mig er hann dáinn; mig langar til að lielga lionum allt líf mitt.“ Geti lijörtu vor ekki sagt já og amen við þessum orðum, þá erum vér enn ekki orðnir staðfastir lærisveinar Krists. Þótt Pétr kœmi þannig allt í einu auga á syndasekt sjálfs sín og heilagleik frelsarans, þá getum vér með engu móti sagt, hvort hann hafi þegar í stað sannfœrzt um guðdóm Jesú. En líklegt er, að hann hafi þurft lengri tíma til að skilja til fullnustu þann sannleika, sem er dýpri, háleitari og leyndardómsfyllri en öll önnur sannindi, sem trúin fær komið auga á. En hér kom fram fyrsta skilyrðið fyrir því, að hann fengi komið auga á þann dýrmæta sannleika. Kristinn maðr þarf fyrst að þekkja spilling, sekt og eymd sjálfs sín, áðr en hann geti lært að þekkja frelsara sinn réttilega. Því án þess að finna sig sekan fyrir guði finnr enginn þörf á slíkum frelsara. Og af svari Jesú sjáum vér, að hann hrindir engum manni frá sér, sem fellr fram fyrir hon- um auðmjúkr og iðrandi. Nei, jafnvel ekki þótt slíkr maðr í iðrunar-örvinglan sinni biðji hann að vfirgefa sig. Slík iðran er einmitt annað aðal-skilyrðið fyrir því, að vér getum orðið stöðugir fylgjendr Jesú. Iðr- anin og trúin eru tvö skaut í segulnál þess áttavita, sem vér þurfum að nota í leitinni eftir guðs ríki. Iðranin bendir í norðr, á ])okuþrungið og lirjóstugt ísbelti kær- leiksleysis, syndar og efasemda, sem vér eigum að fjar- lægjast; trúin bendir suðr, að liinu sólríka og frjósama belti kærleikans, sem vér eigum að nálægjast. Þennan áttavita hafði Pétr eignazt, og gat nú orðið óþreytandi og stöðugr í leitinni. Og hver var svo árangrinn af þessarri staðfesting

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.