Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1909, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.08.1909, Blaðsíða 16
lyó minntir á hér fyrir skemmstu*); ekki heldr bölbœnirnar, eða sagan um Jónas og hvalinn. Ekki megum vér heldr kenna það þessu eða hinu öfugstreymi beimsmenningar- innar; hvorki hærri ‘kritíkinni’, né nýju guðfrœðinni, né andatrúnni. Nei, ástœðan liggr inni fyrir í hjörtum vorum. Og ef ekki lijá liverjum einasta, þá að minnsta kosti hjá níu hundruð níutíu og níu af hverjum þúsund, er ástœðan sú, að vér viljum ekki yfirgefa þetta, eða yfirgefa hitt, til að fylgja frelsara vorum eftir. Vér viljum fylgja honum, oss þykir vænt um hann; en oss langar fit af lífinu til að taka með oss ögn af eigingirn- inni, ögn af hrokanum, ögn af syndum þeim og löstum, sem vér höfum hlúð að og alið upp í barmi vorum. Og svo tökum vér þetta með og drögumst aftr úr. Síðan reynir svndsamleg sjálfselska vor til að gjöra sem minnst úr lastabyrðinni, en sem mest úr hverjum örð- ugleika, sem fvrir oss verðr. Af þessu kemr það, að svo' margir af oss eru heiðnir að öllu nema nafninu. Fyrir þessa sök sitja svo margir í svartnætti syndarinn- ar útá ólgusjó lífsins, og verða ekki varir. Milíónaeigandi nokkur í New York kom til prédik- arans dr. Torrey, og sagði við liann: „Ef eg gjörist kristinn, þarf eg þá að skilja við auðinn?“ „Auðvitað, ef auðrinn aftrar þér frá að vera sannr lærisveinn Jesú Krists“—svaraði Torrey. Eftir nokkra daga kom auð- maðr þessi aftr og sagði: „Ef um tvennt er að velja, milíónirnar mínar eða Krist, þá kýs eg milíónirnar og hafna Kristi.“ Þetta voru voðaleg orð. En vér getum lært þá lexíu af honum, að draga höfuðin upp fir sand- inum og sjá, hvar vér stöndum. Erum vér til þess biinir, að láta til skarar skríða í voru eigin lífi? að segja við sjálfa oss: Eg verð annaðlivort að afneita Kristi eða afneita djöflinum, annaðhvort að berjast með Kristi á móti svndinni, eða með syndinni á móti Kristi. Þessi hálfvelgja dugir ekki lengr; eg get ekki kosið bæði Krist og syndina. *) af séra Friörik J. Bergmann á trúarsamtalsfundinum á kirkjuþinginu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.