Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1909, Page 17

Sameiningin - 01.08.1909, Page 17
177 Góðr guð veiti oss styrk til að liefja slíka leit hjá sjálfum oss, og til að velja þá rétt, kasta burt þýfi synd- arinnar, yfirgefa alls og gjörast einlægir og staðfastir lærisveinar frelsara vors. Bréf. Minneota, Minn., 4. Ágúst 1909. Herra Sigurðr Sigurðsson, forseti Garðar-safnaðar, Garðar, N.-Dakota. Háttvirti og kæri herra! Áðr liefi eg bréflega viðrkennt móttöku bréfs þess frá Garðar-söfnuði, er dags. var 12. f. m., og þér liöfðuð undirritað ásarnt skrifara safnaðarins. Nú hefi eg einnig veitt móttöku bréfi yðar frá 26. f. m., þar sem þér látið mér í té afskrift af fundarsamþykkt, er gjörð var í söfnuði yðar 32. f. m., ásamt skýrslu yðar um atkvæða- greiðsluna. Þrátt fvrir það, að mér er um það kunnugt, að sam- kvæmt gildandi lögum safnaðar yðar er atkvæðagreiðsl- an ólögmæt, læt eg yðr hér með vita, að eg tók tilkynn- ing yðar um úrgöngu Garðar-safnaðar gilda; og hefi eg þegar gjört skrifara kirkjufélagsáns aðvart um að „strika nafn Garðar-safnaðar út úr bókum kirkjufélags- ins“, samkvæmt ósk safnaðarins. En um leið og eg læt yðr vita þetta hlýt eg að bera fram í nafni kirkjufélagsins sterkustu mótmæli gegn ummælum þeim í fundarsamþykkt Garðar-safnaðar, er svo hl jóða: „Þingið synjaði þeirri málaleitan, er borin var fram af minna hlutanum, að félagsmenn mætti flytja og fylgja þeim skoðunum og þeirri niðrstöðu, sem kristi- leg rannsókn ritningarinnar nú á tímum áskilr sér rétt ti! að mega halda fram.“ Naumast get eg trúað því, að þeir, sem framan- skráða málsgrein settu saman, eða nokkur þeirra, sem atkvæði greiddu með ,,samþykktinni“, hafi í raun og veru haft í huga að bera þessa fjarstœðu á þingið.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.