Sameiningin - 01.08.1909, Side 30
190
við málið þar sem á því var byrjaö. Höldum áfram. ®
Ýms merki eru til, sem hafa má fyrir mælikvaröa til að
leggja á hring þann, sem hver þjóð út af fyrir sig fer svo
lengi sem hún þreytir skeið sitt. Förum eftir þeim merkj-
um, er vér berum saman Hebrea og Rómverja.
„Þaö merki, sem öllum öðrum er hœgra aö átta sig á,
er hið daglega líf þjóðarinnar. Um það vil eg að eins
segja það, að Israel hefir stundum gleymt guöi, þar sem
hins vegar Rómverjar hafa aldrei þekkt guð; þess er því
enginn kostr að bera þær þjóðir saman.
„Hafi mér skilizt rétt, hélt vinr þinn, eða hann, er svo
var áðr, því fram gegn þér, að hjá oss væri engin skáld,
engir listamenn og engir hermenn, og hugsa eg, að meö
því hafi hann viljað neita því, að vér höfum átt nokkur
mikilmenni; en það að eiga slíka menn er næst því, sem
þegar er um getið, áreiðanlegasta merkið til að dœma þjóð-
gildi eftir. Til þess að meta þessa sakargift rétt þarf
undir eins í upphafi að skilgreina það, sem um er að rœða.
Mikilmenni er, son minn kær! sá, sem meö lxfi sínu sýnir,
að guð hefir við hann kannazt, eða jafnvel, að guö hefir
kvatt hann fram. Babýlonarmenn voru sem verkfœri til
þess að koma hegning fram á feðrum vorum fyrir fráfall
þeirra frá guði, og þeir herleiddu þá í útlegðarvistina;
Persar voru aftr á móti til þess útvaldir að koma börnum
þeirra aftr til landsins helga; en meiri en sú þjóð hvor um
sig voru Makedónar, sem það hlutverk fengu að láta hefnd
koma fyrir þaö að Júdea og Musterið var lagt í rústir.
Verðmæti hverrar þjóðarinnar um sig var í því fólgið, að
hún haföi sérstaka köllun frá drottni, til að koma því til
leiðar, sem hann vildi hafa fram; ög ekki rýrir það neitt
vegsemd þeirra, að þetta voru heiðnar þjóðir. Þú mátt
ekki gleyma þessarri skilgreining, meðan eg held áfram
máli mínu.
„Sú ímyndan er til, að hernaðr sé göfugasta starf, sem
menn geti átt við, og því víðar sem einhver þjóð fœrir
hernaðarsvið sitt út, því meiri verði frægð hennar. En
þótt ímyndan þessi hafi hlotið viðrkennin<y heimsins, þá lát
það þó ekki villa þig. Að vér hljótum að tilbiðja eitthvað
er lögmál, sem haldast mun allt svo lengi sem nokkuð er til,
sem vér fáum ekki skilið. Bœn villimanns er kvein, sem
hann í hræðslu lætr til sín heyra og beinir að mættinum, en
máttrinn er eini guðdómlegi eiginleikinn, sem hann getr
greinilega áttað sig á; af þessu stafar trú hans á hetjur.
Hvaö myndi Júpíter annað vera en rómversk hetja?
Grikkir hafa sina miklu frægð sökum þess þeir voru á und-
an öllum öðrum í því að meta andann meir en máttinn.
Fyrir mælskumanni og heimspekingi var meiri lotning b'orin «