Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 18
18 2. apríl 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Eiga ríkisstjórnir alltaf að höggva á hnútinn við gerð kjarasamninga? Að sönnu er löng hefð fyrir því. En spyrja má hvort það er skynsamleg- ur siður og nauðsynlegur. Almenna reglan ætti að vera sú að samtök launamanna og atvinnufyrirtækja gerðu samninga á eigin ábyrgð og á þeim efnahagslegu forsendum sem fyrir liggja hverju sinni. Í gamla verðbólguhagkerfinu gátu atvinnurekendur ekki samið fyrr en loforð var komið frá rík- isstjórn um rekstrargrundvöll. Í raun fólst í því tali ákvörðun um að lækka gengið til þess að fyrir- tækin gætu stað- ið undir kaup- hækkunum sem engin innistæða var fyrir. Hærri laun voru greidd í verðm i n n i krónum. Verka- lýðshreyfingin fékk svo gjarn- an félagsmálapakka sem eins konar sárabót. Ákvarðanir ríkisstjórna sem nauðsynlegar voru taldar til að höggva á hnútinn höfðu yfirleitt neikvæð áhrif til lengri tíma. Þær sköpuðu skammtíma frið en leiddu til slaka í ríkisfjármálum og virk- uðu eins og súrefni fyrir eilífðarvél verðbólgunnar. Dæmi eru þó um jákvæð efna- hagsleg og pólitísk áhrif. Síðast gerðist það 1990. Þá neyddu aðilar vinnumarkaðarins ríkisstjórnina til að ógilda með lögum launahækkan- ir til opinberra starfsmanna sem hún hafði sjálf samþykkt árið áður. Það hjálpaði til við að koma í veg fyrir óðaverðbólgu sem við blasti að óbreyttri stjórnarstefnu. Hvernig á að höggva á hnútinn? ÞORSTEINN PÁLSSON Í fullri hreinskilni hefur aðkoma ríkisstjórna við að höggva á hnút kjarasamninga oftar virkað eins og sálfræði- æfing fremur en efnislegt fram- lag með raunhæft gildi. Það sem ríkisstjórnin sagði á fimmtudag um framlag hennar að þessu sinni snerti hvergi við kjarna þess vanda sem forystumenn launafólks og atvinnurekenda standa andspænis. Helsta útspilið var loforð um verulega auknar opinberar fram- kvæmdir. Engar sannfærandi skýringar um raunhæfa fjármögn- un fylgdu með. Þeim er enn haldið leyndum. Tilboð um slaka í ríkis- fjármálum er sannarlega ekki til bóta. Engin stefnubreyting sem gefur vonir um hagvöxt var kynnt. Fjárfesting í verðmætasköpun er til að mynda skynsamlegri en vegagerð ef fjármunir eru til. Það eina sem virðist skipta for- sætisráðherra máli er að LÍÚ hafi ekki áhrif á sjávarútvegsstefnuna. Þau mál má því ekki ræða. Rétt er að hvorki ríkisstjórn né Alþingi ber skylda til að hafa þau samtök með í ráðum. Verkurinn er hins vegar sá að enginn veit á hvaða for- sendum á að semja við sjómenn og fiskvinnslufólk vegna yfirlýsinga um að gjörbreyta eigi leikreglum strax eftir samninga. Órólega deildin í Samfylking- unni vill til að mynda fjölga útgerð- um til mikilla muna. Það eykur óhagræði í rekstri. Jafnframt er boðuð veruleg hækkun auðlinda- gjaldsins. Þetta skiptir ekki öðru máli en því að samningar af viti eru ógerlegir þar sem menn vita ekki hvort forsendurnar leyfa tak- markaða launahækkun eða kalla á launalækkun. Svo má hitt vera að ríkisstjórnin hyggist láta almenn- ing standa undir launahækkun- um með verðminni gengisfelldum krónum eins og í þá gömlu góðu daga. En þá er rétt að segja það skýrt. Það hefur hún ekki gert. Ef gjörbreyta á sjávarútvegs- stefnunni í vor eins og boðað er hljóta nú þegar að liggja fyrir útreikningar óháðra sérfræðinga á efnahagslegum áhrifum breyting- anna. Hvers vegna er þeim haldið leyndum? Ef þeir eru ekki til eru menn ekki með réttu ráði. Sálfræðiæfing Forsætisráðherra hefur leynt og ljóst stefnt að því að ýta Jóni Bjarnasyni úr stjórninni. Kjósi sjávarút- vegsráðherra að taka þá glímu í þessu máli gæti svo farið að hann kæmi standandi niður. Hvort það leysir vandann er önnur saga. Engum dylst þó að ágreiningur- inn í ríkisstjórninni fléttast inn í þessar viðræður. Að sjávarútvegsmálunum frá- töldum eru tvö kjarnaatriði for- senda þess að unnt sé að semja af viti til þriggja ára. Annað er ákvörðun um virkjanir á Reykja- nesi og í neðri hluta Þjórsár. Hitt er skýr stefna í peningamálum. Án markvissrar stefnu á þess- um sviðum verður ekki sá hag- vöxtur á næstu árum sem er for- senda endurreisnarinnar. Áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám hafta hefur verið gagnrýnd fyrir metn- aðarleysi. Það er um margt rétt. Á hinn bóginn má segja að hún sé raunhæf í því ljósi að engin sam- staða er um stefnumótun sem gæti gefið von um afnám haftanna án kollsteypu. Getuleysi ríkisstjórnarinnar vegna ágreinings í þessum efnum er þekkt. Vitað er að hvorugur stjórnarandstöðuflokkurinn hefur lausnir í peningamálunum. Við þessar aðstæður hljóta menn að setja allt traust á forystumenn ASÍ og SA. Megni þeir að knýja fram breytta stjórnarstefnu um þessi kjarnaatriði gæti sagan frá 1990 endurtekið sig. Ella verður þetta enn ein sálfræðiæfingin. Eða samkomulag um kjarna málsins? U ngt fólk með litla menntun er langstærsti hópur atvinnulausra á Íslandi í dag. Fram hefur komið að meðal þess vanda sem ungt atvinnulaust fólk glímir við er að það hefur ekki fengið skólavist í framhalds- skólum. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var 800 umsækjendum synjað um skólavist í framhaldsskólum í haust sem leið og voru 200 þeirra á atvinnuleysisskrá. Þessar tölur tala sínu máli um það hversu brýnt það er að auka tækifæri ungs fólks til að afla sér menntunar. Fyrirhugaðar aðgerðir í svokölluðum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar þess efnis að tryggja öllum umsækjendum undir 25 ára framhaldsskóla- vist í haust eru því sérstakt fagnaðar efni. Ljóst er í það minnsta að þörfin er brýn, enda eru um sjötíu prósent atvinnu- lausra ungmenna aðeins með grunnskólapróf. Reynsla nágrannaþjóða okkar sem hafa gengið í gegnum skyndi- lega aukningu atvinnuleysis, meðal annars Finna, sýnir að ungt fólk sem verður atvinnulaust áður en raunveruleg atvinnuþátt- taka þess er hafin getur fest í viðjum aðgerðaleysis og í sumum tilvikum nær það ekki að fóta sig á vinnumarkaði eftir að atvinnu- ástand hefur batnað. Þannig eru dæmi um að atvinnuleysi sé mun meira hjá þeirri kynslóð sem var á leið út á vinnumarkaðinn þegar atvinnuleysi dundi en meðal annarra kynslóða samfélagsins. Menntun hlýtur að vera lykillinn að því að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist hér. Þá ber að hafa í huga að fé sem varið er til menntunar ungs atvinnulauss fólks nýtist ekki aðeins fólkinu sjálfu til hagsbóta heldur samfélaginu öllu vegna þess að hljóti fólk menntun er það líklegra en ella til að skapa verðmæti með störfum sínum í framtíðinni. Fram hefur komið að í tækni- og hugbúnaðargeirann muni til- finnanlega vanta fólk með sérþekkingu á komandi árum, verði ekki brugðist við. Í þessum geira atvinnulífsins er mikill vaxtarbroddur og verðmætasköpun hans hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Það er því mikilvægt að svelta hann ekki þegar kemur að menntun þeirra kynslóða sem halda út á vinnumarkaðinn á komandi árum. Einnig þess vegna er átak ríkisstjórnarinnar í menntamálum mikilvægt. Ljóst er þó að til þess að átak ríkisstjórnarinnar skili þeim árangri sem vonast verður eftir er nauðsynlegt að láta kné fylgja kviði og framhaldsskólunum verði tryggt fjármagn til þess að sinna þeirri gríðarlegu fjölgun nemenda sem fyrirhuguð er, þannig að sómi sé að. Sömuleiðis er nauðsynlegt að með fjölgun menntatilboða fyrir ungt fólk verði leitast við að mæta þeirri menntunarþörf sem blasir við þegar litið er til uppbyggingar atvinnulífsins á komandi árum og þá ekki síst í tækni- og hugverkageiranum því þar liggja greinilega stærstu tækifæri framtíðarinnar í verðmætasköpun og þar með atvinnumálum þjóðarinnar. Ungu atvinnulausu fólki tryggð skólavist: Bætir hag einstak- linga og þjóðar SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.