Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 88
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR56
Frumflutt verða fjögur verk fyrir
dórófón á tónleikum í Listasafni
Íslands í dag.
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir leik-
ur á dórófóninn í öllum verkunum
en þau eru öll samin fyrir dórófón
og eitt hefðbundið hljóðfæri.
Dórófónar eru rafhljómræn
strengjahljóðfæri sem Halldór
Úlfarsson hefur þróað undanfarinn
áratug. Hljóðfærið byggir á endur-
ómun hljóðs og hefur verið útfært í
nokkrum mismunandi gerðum.
Dórófónar hafa verið sýndir á
hönnunar- og listsýningum víðs
vegar um Evrópu og nokkrir tón-
smiðir hafa notað þá í tónsmíðum
sínum. Meðal annars var leikið á
dórófón í uppfærslu Þjóðleikhúss-
ins á Lé konungi í vetur þar sem
Sólrún Sumarliðadóttir lék verk
Hildar Guðnadóttur.
Tónverkin sem flutt verða í Lista-
safninu í dag eru 295° fyrir dóró-
fón og básúnu eftir Áka Ásgeirs-
son. Ingi Garðar Erlendsson leikur
á básúnuna; Tónverk fyrir dórófón
og harmóníku eftir Hafdísi Bjarna-
dóttur. Paula Engel leikur á harm-
óníku; Miniature nr. 6 fyrir dórófón
og flygil eftir Hallvarð Ásgeirsson
Herzog. Tinna Þorsteinsdóttir leik-
ur á flygil; Amsterdam fyrir dóró-
fón og hörpu eftir Jesper Pedersen.
Katie Buckley leikur á hörpu.
Tónleikarnir í Listasafni Íslands
í dag hefjast klukkan 14.
Leikið á dórófón
í Listasafni Íslands
SANDRA SNÆBJÖRNSDÓTTIR Leikur
á dórófón í fjórum tónverkum sem
frumflutt verða á tónleikum í Listasafni
Íslands í dag.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 2. apríl 2011
➜ Tónleikar
16.00 Lúðrasveit verkalýðsins heldur
árlega vortónleika sína í hátíðarsal
Menntaskólans við Hamrahlíð í dag
kl. 16. Þema tónleikanna er popp- og
rokktónlist. Allir velkominir. Aðgangur
ókeypis.
21.30 Hljómsveitin Humania Nota
heldur tónleika á Café Haiti í kvöld kl.
21.30. Hljómsveitarmeðlimir koma frá
Tékklandi, Frakklandi, Íslandi og Guineu.
Flutt verða lög á átta tungumálum.
Miðaverð 1000 kr.
➜ Hátíðir
15.00 Vinjettuhátíð á Ísafirði verður
haldin í Arnardal frá kl. 15-17 í dag.
Um tónlist annast Húsband Mennta-
skólans á Ísafirði. Ármann Reynisson
les ásamt fleirum.
18.00 Vinjettuhátíð á Flateyri verður
haldin í Vagninum frá kl. 18-20 í kvöld.
Fjölbreytt tónlistaratriði. Ármann Reynis-
son les ásamt fleirum.
➜ Opið Hús
14.00 Félag eldri borgara í Kópavogi
verður með opið hús í Félagsheimilinu
Gjábakka kl. 14 í dag. Boðið verður upp
á tískusýningu. Harmonikuleikur á milli
atriða.
➜ Tónlist
14.00 Frumflutningur fjögurra verka
fyrir dórófón fer fram í Listasafni Íslands í
dag kl. 14. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir
leikur á dórófóninn í öllum verkunum.
➜ Markaðir
13.00 Fataleiga Garðabæjar stendur
fyrir fatamarkaði á Garðatorgi í dag frá
kl. 13-18. Notaðar og nýjar vörur. Allir
velkomnir.
➜ Útivist
10.00 Landssamtök hjólreiðamanna
bjóða í hjólreiðaferð í dag kl. 10. Lagt
verður af stað frá Hlemmi kl. 10.15. Allir
velkomnir. Þátttaka ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
Auglýsingasími
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
43
30
0
3/
11
15%
afsláttur
í apríl af 204 stykkja
Nicotinell Fruit
Verð með afslætti:
2 mg 4.329 kr.
4 mg 6.119 kr.
Lægra
verð
í Lyfju
www.myndlistaskolinn.is
KORPÚLFSSTÖÐUM - Laugardaginn 2.apríl - kl.13-17
• Sýning á verkum nemenda í ú búi skólans og
opnar vinnustofur listamanna.
HRINGBRAUT 121 - Sunnudaginn 3. apríl - kl.12-18.
• Sýning á verkum nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík.
• Kynning kl.14-16 á fullu námi: Mótun, Teikningu og Tex l
og Myndlista- og hönnunarsviði.
• Köku- og keramik-tombóla - söfnun í ferðasjóð nemenda.
• Útgáfa 4.tölublaðs myndasögublaðsins AAA!!!
• BÍÓ - hreyfimyndir og stu myndir e ir börn og fullorðna.
VORSÝNING
Í uppeldi skiptir me
stu
að spyrja hvernig v
ið
gerum gott úr öllu
í
stað þess að þrásta
gast
á „hver byrjaði“. Vi
ð
þurfum núna á allri
okkar jákvæðni að
halda
og rétta sáttarhönd
til
alþjóðasamfélagsin
s,
til okkar sjálfra og t
il
framtíðarinnar.
Ég segi já.
Margrét Pála
Ólafsdóttir,
skólastjóri
„
“
Já er leiðin áfram!
Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks
sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir-
liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir
á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks.
www.afram.is
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt. Nánari
upplýsingar á visir.is/dreifing
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt
á Vísi eða fengið sendan daglegan
tölvupóst með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki