Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 96
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR64 sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Keflvíkingar höfðu engan áhuga á að fara í sumarfrí og unnu frábæran sigur í þriðja leiknum gegn KR í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Ice- land Express-deild karla, 135-139, í framlengdum leik í Vesturbæn- um í gærkvöldi. Fjórði leikurinn er á mánudagskvöld. Leikurinn var hraður, jafn og spennandi og fengu fjölmargir áhorfendur svo sannarlega mikið fyrir peninginn í gærkvöldi. Allt annað var að sjá til Keflvíkinga en í undanförnum leikjum og börðust þeir af krafti í alla bolta. Marcus Walker fann sig ekki í fyrri hálf- leik hjá KR en hann komst ekki á blað. Staðan í hálfleik var 49-53 fyrir gestina. Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi. Þegar skammt var eftir af leiknum virtust Keflvík- ingar vera að sigla sigrinum í hús en eins og körfuboltaáhuga- menn ættu að vera búnir að læra þá gefst KR aldrei upp. Þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum hafði Keflavík þriggja stiga for- ystu. Brynjar Þór Björnsson setti þá niður svakalegan þrist fyrir heimamenn þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði KR-ingum framlengingu, 106-106. Sigurð- ur Gunnar Þorsteinsson var ekki langt frá því að tryggja Keflvík- ingum sigurinn úr síðustu sókn leiksins en niður vildi boltinn ekki. KR-ingar voru komnir í villu- vandræði fyrir framlenginguna og höfðu meðal annars misst Fannar Ólafsson af velli með fimm villur. Keflvíkingar gengu á lagið í framlengingunni og inn- byrtu sigur í frábærum körfu- boltaleik sem verður áhorfendum leiksins vafalaust lengi í minnum hafður. Andrija Ciric átti magnaðan leik fyrir Keflavík í gær því hann skoraði alls 42 stig og hefur lík- lega aldrei leikið betur hér á landi. Hjá KR var Marcus Walker atkvæðamestur með 29 stig þrátt fyrir að hafa ekki sett niður stig í fyrri hálfleik. Pavel Ermolinskij náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 12 stig, tók 15 fráköst og gaf 17 stoðsendingar. Guðjón Skúlason var afar kátur í leikslok. „Eftir að hafa misst leikinn í framlengingu þá er þetta afar sætt og ég er stoltur af liðinu. Við stigum upp sem lið og sýndum að við erum í þessu af alvöru. Við vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí. Við eigum meira inni og við förum með mikið sjálfstraust inn í fjórða leikinn.“ Hreggviður Magnússon átti frábæran leik fyrr KR og skoraði alls 28 stig. Hann var vonsvikinn í leikslok. „Ég hefði frekar kosið að skora núll stig og vinna. Sókn- arleikurinn hjá okkur var góður en varnarlega vorum við daprir. Við fengum alltof margar villur og dómararnir voru kannski að flauta meira á okkur. Við mætum tvíefldir til Keflavíkur.“ - jjk KR-Keflavík 135-139 (49-53, 106-106) Staðan: 2-1 Stig KR: Marcus Walker 29, Hreggviður Magnússon 28 (21 mín.), Brynjar Þór Björns- son 25 (7 frák./5 stoðs.), Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 12 (15 frák./17 stoðs.), Fannar Ólafsson 12, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst Angantýsson 2. Stig Keflavíkur: Andrija Ciric 42, Thomas Sanders 22 (7 frák./9 stoðs.), Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20 (11 frák.), Hörður Axel Vilhjálmsson 14 (9 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteins- son 4. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR og næsti leikur er í Keflavík á mánudagskvöldið. BIRNA VALGARÐSDÓTTIR , fyrirliði Keflavíkurliðsins í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta, verður í dag fyrst til að taka þátt í tíu úrslitaeinvígum um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Birna var fyrst með í lokaúrslitum vorið 1999 og hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari. Fyrsti leikur Keflavíkur og Njarðvíkur fer fram klukkan 16.00 í Keflavík en það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki verður Íslandsmeistari í Iceland Express-deild kvenna. Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona Hvers virði er að klífa Everest með lokuð augun? Flestir íþróttamenn vita hversu mikilvægt og hvetjandi það er að setja sér markmið. Ef þú veist ekki hvert þú stefnir þá endar þú örugglega einhvers staðar annars staðar. Ég legg mjög mikið upp úr markmiðssetningu og hef gert í nokkur ár. Það var þó ekki fyrr en síðasta haust sem ég gerði mér grein fyrir því að það er í raun ekki áfangastaðurinn sjálfur sem skiptir mestu máli heldur vegferðin að áfangastaðnum. Ég áleit að til þess að uppskera þyrfti ég fyrst að taka út góðan skammt af vanlíðan og þjáningu. Lífið myndi svo loksins hefjast þegar ég væri búin að ná markmiðinu. Það nær enginn árangri í vanlíðan. Lykillinn að árangri er að líða vel, vera sáttur og njóta líðandi stundar. Auðvitað þarf maður að færa ýmsar fórnir en það á heldur ekki að vera auðvelt að ná markmiði sínu. Maður ætti að njóta þess að leggja sig allan fram í æfingar dagsins en ekki álíta þær einhverja kvöð sem maður „verði“ að klára ætli maður sér að ná mark- miðum sínum. Þá er markmiðið ekki lengur vegvísirinn heldur íþyngjandi byrði. Í mínum huga skiptir upplifunin mestu máli. Að gefa sér tíma til að staldra við, líta í kringum sig og upplifa öll litlu kraftaverkin sem munu skila manni alla leið á toppinn. Ekki flýta sér of mikið, taka eitt skref í einu og leyfa hlutunum að hafa sinn gang. Ég hef a.m.k. engan áhuga á því að líta til baka þegar ferlinum lýkur og uppgötva þá að ég gleymdi alveg að njóta þess sem felst í því að vera afreksíþróttamaður, einfaldlega vegna þess að ég var of upptekin af því að hugsa um endamarkið. Ég ætla miklu frekar að njóta vegferðarinnar og safna dýrmætum minn- ingum – ég ætla að hafa augun opin á meðan ég klíf Everest, og hafa myndavélina á lofti! FÓTBOLTI Framherjinn sterki Hannes Þorsteinn Sigurðsson skrifaði í gær undir samning við uppeldisfélag sitt, FH. Samningurinn er út þessa leiktíð. Hannes hefur undanfarin ár verið í atvinnumennsku en framtíð hans hefur verið í óvissu síðustu mánuði. „Það er gríðarlegur léttir að vera búinn að klára mín mál og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes, sem hefur verið talsvert meiddur síðustu vikur en er kominn á fullt. „Ég á nokkuð í land og þarf einn- ig að losa mig við einhver kíló. Það kemur allt saman,“ sagði Hannes sem fór með FH-liðinu í æfingaferð erlendis í dag. - hbg Hannes Þorsteinn Sigurðsson samdi við FH í gær: Þarf að missa nokkur kíló HRESSIR Hannes handsalar hér samning- inn við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVERFUR TIL STÁLS STJARNAN - FRAMFYLKIR - VALUR Mýrin | Kl. 14.00Fylkishöll | Kl. 16.00 KEFLVÍKINGAR ENN Á LÍFI Keflavík slapp undan sópnum og tryggði sér fjórða leikinn í einvíginu á móti KR eftir dramatískan 139-135 sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni í gær. Andrija Ciric skoraði 31 af 42 stigum sínum í seinni hálfleik og framlengingu. BAR KEFLAVÍKURLIÐIÐ Á HERÐUM SÉR Andrija Ciric átti frábæran leik í DHL-höll- inni í gærkvöldi, sérstaklega í seinni hálfleik og framlengingunni. Hér skorar hann tvö af 42 stigum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 10 stig á 43 sekúndum Brynjar Þór Björnsson náði að koma KR-liðinu í framlengingu með því að skora fjórar körfur og 10 stig á síðustu 43 sekúndunum í fjórða leikhluta og á meðan fór staðan úr 96-103 fyrir í Keflavík í 106-106.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.