Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 46
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR2
sími: 511 1144
STYRKT FÓSTUR
Barnaverndarstofa leitar að fólki til að taka barn í styrkt
fóstur. Gjarnan er um að ræða börn með vanda af
fjölbreytilegum toga þar sem reynt getur á hegðunar-
mótandi aðferðir, samstarf við skóla, heilbrigðisstarfs-
menn, fötlunarþjónustu o.fl. Styrkt fóstur er metið sem
fullt starf og jafnan er gert ráð fyrir utanaðkomandi
sérfræðistuðningi við barn og fósturforeldra.
Leitað er til þeirra sem starfað hafa sem fósturforeldrar
en einnig þeirra sem ekki hafa þá reynslu, en uppfylla
skilyrði sem sett eru.
Menntun á uppeldissviði, reynsla af umönnun barna,
áhugi á krefjandi verkefni, úthald, útsjónarsemi og
sjálfstæði í starfi eru atriði sem skipta máli. Við mat
á umsóknum gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni,
reynslu og eiginleikum umsækjenda.
Nánari upplýsingar veita starfsmenn Barnaverndarstofu
í síma 530 2600 eða ragna@bvs.is
Barnaverndarstofa
Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf sendist til skrifstofu forstjóra Nýherja hf.
Borgartúni 37, 105 Reykjavík, eða til thordur@nyherji.is fyrir 6. apríl nk.
Hjá Nýherja og dótturfélögum starfa samtals um 540 starfsmenn á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
5
7
9
6
FRAMKVÆMDASTJÓRI VÖRUSVIÐS
Helstu verkefni:
• Fylgjast með þróun á upplýsingatæknimarkaði og þróa vöruframboð félagsins.
• Samskipti og samningar við erlenda birgja.
• Greining á þörfum markaðar og markaðssetning.
• Ábyrgð á stjórnun, framþróun á daglegum rekstri sviðsins.
• Ábyrgð á innflutningi, rekstri dreifingarmiðstöðvar og innlendri dreifingu.
Menntun og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í verkfræði, upplýsingatækni eða viðskiptafræðum.
• Framhaldsmenntun æskileg.
• Stjórnunarreynsla nauðsynleg.
• Frumkvæði, forystuhæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum.
Vörusvið er annað meginafkomusvið Nýherja og ber ábyrgð á
vörustjórnun, samskiptum við erlenda birgja, markaðsgreiningu
og mótun vöruframboðs. Vörusvið annast auk þess innflutning,
rekstur dreifingarmiðstöðvar og dreifingu til viðskiptavina
Nýherja. Starfsmenn eru nær 50. Þeir starfa bæði á fyrirtækja-
og einstaklingsmarkaði og annast innflutning fyrir um 6
milljarða króna á ári.
Markmið vörusviðs er að bjóða vandaðar vörur, sem uppfylla
væntingar viðskiptavina innanlands og að ábyrgjast hagkvæma
samninga við birgja til að tryggja eðlilega afkomu rekstrar.
Nýherji hf. leitar að framkvæmdastjóra til að stýra vörusviði félagsins.