Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 24
24 2. apríl 2011 LAUGARDAGUR
Í kjölfar bankahrunsins í október 2008 urðu þau orð seðlabankastjóra fleyg að
almenningur ætti ekki að greiða skuldir
óreiðumanna. Nú, tveimur og hálfu ári
síðar, má spyrja að hversu miklu leyti
almenningur hafi tekið ábyrgð á þessum
skuldum.
Staðreyndin er að erlendir lánardrottnar
hafa ekki aðeins tekið á sig að greiða fyrir
misheppnaða útrás fjármálageirans, heldur
einnig mestan hluta af neyslu og fjárfest-
ingu heimila og fyrirtækja umfram þjóðar-
tekjur árin 2003-2008. Þetta er óháð því
hvort kjósendur segja já eða nei í kosn-
ingum eftir viku. Sú ákvörðun sem mestu
máli mun skipta í þessu sambandi er ekki
þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl heldur
væntanlegur dómur Hæstaréttar um lög-
mæti neyðarlaganna sem setti skulda-
bréfaeigendur (einkum erlendar fjármála-
stofnanir) og erlenda innstæðueigendur
skör lægra en innstæðueigendur í útibúum
bankanna innanlands.
Fall fjármálamiðstöðvar
Stjórnvöld á Íslandi höfðu í upphafi fyrsta
áratugs aldarinnar forgöngu um að hér
risi alþjóðleg fjármálamiðstöð. Vöxtur og
afkoma íslensku bankanna árin 2003-2007
vakti heimsathygli. Þegar bankarnir urðu
uppiskroppa með lausafé í október 2008
kom hins vegar í ljós að eignasafn þeirra
nægði engan veginn til þess að standa
undir skuldum og lánardrottnar biðu mikið
tjón. Þetta voru gjaldþrot á heimsmæli-
kvarða. Heildareignir íslensku bankanna
voru 182 milljarðar Bandaríkjadala þrem-
ur mánuðum fyrir hrunið sem er þrisvar
sinnum meira en verðmæti eigna Enron
fyrir fall þess fyrirtækis árið 2001. Til
samans væru gjaldþrot bankanna þriggja
þriðja stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkj-
anna. Íslenska ríkið átti aldrei möguleika á
að koma í veg fyrir þessi gjaldþrot.
Tjón erlendra lánardrottna og tjón Íslend-
inga
Áætlað heildartjón lánardrottna bankanna
nam um 64 milljörðum Bandaríkjadala eða
yfir sjö þúsund milljörðum íslenskra króna,
þ.e.a.s. meira en sem nemur fjórfaldri
landsframleiðslu Íslands. Á meðal lánar-
drottna var einum hópi þó forðað frá tjóni
með setningu neyðarlaga 6. október 2008
en það voru innstæðueigendur sem áttu fé
í útibúum bankanna á Íslandi. Þeir töpuðu
engu jafnframt því sem eigendur skulda-
bréfa bankanna í peningamarkaðssjóðum
fengu greitt meira fyrir bréfin en sem nam
markaðsvirði.
Ein leið til þess að meta kostnað Íslands
af bankahruninu er að reikna út hvernig
erlend staða þjóðarbúsins hefur breyst frá
því fyrir hrunið. Erlendar skuldir umfram
eignir þjóðarbúsins (hrein erlend staða) í
árslok 2002 voru 69% af vergri landsfram-
leiðslu (VLF). Þegar búið er að taka tillit til
eigna gömlu bankanna í nýju bönkunum og
erlendra skulda og eigna Actavis þá áætlar
Seðlabankinn að erlendar skuldir umfram
eignir séu nú 23% af VLF. Icesave-skuld-
bindingin er reiknuð með í þessari tölu en
hún er áætluð innan við 4% af VLF. Erlend-
ar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir
hafa því ekki hækkað í kjölfar hrunsins
eins og búast hefði mátt við heldur hafa
þær lækkað um 46% af vergri landsfram-
leiðslu þótt vissulega sé óvissa um endan-
lega skuldastöðu fyrir hendi.
Að teknu tilliti til óvissu í mati Seðla-
bankans vegna Icesave og uppgjörs gömlu
bankanna getur bati á erlendri stöðu við
útlönd frá 2002 þannig hlaupið allt frá
þriðjungi til helmings landsframleiðsl-
unnar. Þetta kemur á óvart, sérstaklega í
ljósi þess að vöru- og þjónustujöfnuður árin
2003-2008 var neikvæður um 600 milljarða
króna. Á sama tímabili nam samanlagður
viðskiptahalli Íslands 1140 milljörðum
króna en þá er tekið tillit til vaxtagreiðslna
af erlendum lánum og tekjum af erlendum
fjárfestingum. Til samanburðar er verg
landsframleiðsla landsins um 1500 millj-
arðar króna. Þessi útgjöld fyrirtækja og
heimila umfram þjóðartekjur falla að
verulegu leyti á erlenda lánardrottna skv.
þessum tölum. Skuldabyrði heimila um
þessar mundir stafar því af skuldum gagn-
vart öðrum innlendum aðilum; en fjármála-
kreppan breytti eigna- og tekjuskiptingu
innanlands, oft á ekki sanngjarnan hátt.
Kostnaður ríkissjóðs af hruninu
Á bóluárunum urðu lántökur banka, fyrir-
tækja og almennings til þess að stórauka
tekjur ríkissjóðs. Hagnaður banka, fjár-
festing fyrirtækja, innflutningur og einka-
neysla almennings stækkaði skattstofna
og hjálpaði ríkinu að greiða niður skuldir
sínar. Eftir bankahrunið hafa skuldir ríkis-
sjóðs farið vaxandi eins og við mátti búast,
fjármálakreppur hafa ávallt í för með sér
að skuldir ríkisins aukast. Hér hefur vegið
þyngst endurfjármögnun banka og annarra
fjármálafyrirtækja (18% af VLF) og end-
urfjármögnun Seðlabankans (11% af VLF).
Þessu til viðbótar kemur halli á rekstri rík-
issjóðs árin 2008 til 2010 sem var 13% af
VLF árið 2008, 8,2% árið 2009 og 6,2% árið
2010. Skuldir hins opinbera (þ.e. ríkis og
sveitarfélaga) hafa því vaxið mikið og eru
nú um 120% af landsframleiðslu að með-
töldum lífeyrisskuldbindingum. Hreinar
skuldir umfram eignir eru þó mun lægri
eða 43% af landsframleiðslu sem gerir
stöðuna vel viðráðanlega þótt vissulega
væri æskilegt að lækka brúttóskuldir.
Beinn kostnaður af Icesave-samningnum
fyrir ríkið, þegar tekið hefur verið tillit
til endurheimta úr eignasafni Landsbank-
ans og 20 milljarða inneignar í Trygg-
ingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta, er
áætlaður 32 milljarðar króna eða um 2% af
landsframleiðslu. Beinn kostnaður vegna
bankahrunsins er þannig um 31% af lands-
framleiðslu, (18% vegna endurfjármögn-
unar fjármálastofnana, 11% vegna endur-
fjármögnunar Seðlabankans og 2% vegna
Icesave-samningsins) en kostnaður vegna
Icesave er lítill hluti af þessari heildartölu
þótt nokkur óvissa sé um endanlega niður-
stöðu.
Lokaorð
Icesave-málið snýst í grunninn ekki
um það hvort þjóðin hafi ábyrgst skuld-
ir óreiðumanna heldur um það hvernig
íslenska ríkið ráðstafaði eigum hinna
föllnu banka. Það var gert þannig að þeir
sem áttu sitt fé á reikningum í útibúum
bankanna hérlendis fengu allt sitt óskert
og án tafar en þeir sem áttu fé í útibúum
erlendis áttu að mæta afgangi, þ.e. fá sitt
með tíð og tíma þegar og ef þrotabúið gæti
greitt þeim.
Þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu
um ríkistryggingu á skuldbindingum inn-
lánatryggingasjóðs mun „já“ atkvæði
fela í sér að ríkið taki ábyrgð á kostnaði
Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjár-
festa vegna innstæðna í erlendum útibúum
Landsbankans. Sá kostnaður er aðeins lítill
hluti kostnaðar ríkisins vegna bankakrepp-
unnar og brot af því tjóni sem lánardrottn-
ar hafa orðið fyrir vegna falls bankanna og
lántöku fyrirtækja og almennings.
Icesave-málið snýst í grunninn ekki um það hvort þjóðin
hafi ábyrgst skuldir óreiðumanna heldur um það hvernig
íslenska ríkið ráðstafaði eignum hinna föllnu banka.
Um óreiðumenn og annað fólk
Efnahagsmál
Friðrik Már
Baldursson og Gylfi
Zoëga
prófessorar í hagfræði
Vaðlaheiðargöng munu létta umferð af einum hættulegasta
kafla hringvegarins. Í því ljósi eru
undarlegar fréttaskýringar og leið-
araskrif dagblaða ásamt andróðri
Félags íslenskra bifreiðaeigenda
gegn Vaðlaheiðargöngum.
Margir hafa látið lífið í umferðar-
slysum á veginum út með Eyjafirði
að austanverðu. Hinn 15. febrúar
síðastliðinn bar Fréttablaðið saman
fjölda slysa á kafla Suðurlands-
vegar frá Selfossi að gatnamótum
Þrengslavegar, sem er álíka lang-
ur og sá hluti hringvegarins sem
Vaðlaheiðargöng leysa af hólmi, en
hann er rúmir 26 km. Með saman-
burði á tilteknu tímabili þar sem
ekki er reiknað með umferðar-
þunga var niðurstaða blaðsins að
fjöldi slysa og óhappa á fyrrnefnda
veginum væri „727% meiri“ en á
veginum norður fyrir Vaðlaheiði.
Samanburður af þessu tagi er alltaf
erfiður. Öll mannslíf eru dýrmæt og
helst vildi ég ræða umferðarmál án
þess að þurfa að draga tíðni þeirra
inn í umræðuna, en það hafa FÍB og
Fréttablaðið kosið að gera. Sé litið
á tímabilið frá 1995 til 2008 létust
fimm í umferðarslysum á vegin-
um sem Vaðlaheiðargöng létta af
umferð en hún var áætluð að með-
altali um 900 bílar á dag fyrir þessi
ár. Þegar umferðarmagn er tekið
inn í myndina var tíðni banaslysa á
þessum vegi meira en tvöfalt hærri
en á áðurnefndum kafla Suður-
landsvegar á sama tímabili þar sem
umferð var nærri 5.300 bílar á dag.
Það ætti ekki að koma FÍB á óvart
hversu hættulegur vegurinn er sem
Vaðlaheiðargöng munu leysa af
sem hluta hringvegarins. Árið 2008
sendi félagið frá sér skýrslu um mat
á þjóðvegum landsins út frá umferð-
aröryggi sem gert var með fulltingi
evrópsku vegamatsáætlunarinn-
ar EuroRAP og stuðningi margra
aðila. Sérbúin bifreið ók um vegi
landsins og gaf þeim öryggisein-
kunn. „Þeir kaflar sem lakast koma
út á hringveginum eru frá Akureyri
og út austanverðan Eyjafjörð“ segir
í niðurstöðum skýrslunnar.
Athyglisverð hugmynd er sett
fram í skýrslu FÍB um að með til-
teknum úrbótum „mætti hækka
hámarkshraðann á Reykjanesbraut
í 110 og jafnvel meira“. Ljóst er að
hámarkshraðinn í Vaðlaheiðar-
göngum verður ekki 110 km/klst.
og heldur ekki meiri en það. Vaðla-
heiðargöng munu aftur á móti auka
umferðaröryggi á vegi þar sem tíðni
banaslysa er sorglega há.
Vaðlaheiðargöng á 110
Fundurinn verður haldinn 14. maí 2011, kl. 14.00, á Grand hóteli,
Sigtúni 38, 105 Reykjavík. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundar-
störf.
Allir sem hafa kosningarétt samkvæmt gildandi lögum um kosn-
ingar til Alþingis hafa seturétt, málfrelsi, tillögurétt og kosninga-
rétt á landsfundi Hreyfingarinnar.
Nánari upplýsingar um fundinn og fundargögn er að finna á
heimasíðu Hreyfingarinnar www.hreyfingin.is
Landsfundur Hreyfingarinnar 2011
Vaðlaheiðargöng
Þorlákur Axel
Jónsson
menntaskólakennari