Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 48
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR4
Sölufulltrúi
Mjólkursamsalan ehf óskar eftir að ráða sölufulltrúa í söludeild
fyrirtækisins í Reykjavík.
Starfið felst í heimsóknum til viðskiptavina og eftirliti með
vörum fyrirtækisins í verslunum.
• Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, eiga gott með mannleg
samskipti og vera stundvís.
• Starfsreynsla sem sölufulltrúi eða reynsla úr verslun er kostur.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf frá 1 júní.
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn H Magnússon, sölustjóri í
síma 569 2257.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl og skulu umsóknir ásamt
ferilskár berast í netfangið adalsteinnm@ms.is
Mjólkursamsalan ehf er framsækið framleiðslu- og markaðs-
fyrirtæki á sviði mjólkurframleiðslu í eigu 700 bændafjöl-
skyldna um land allt. Félagið rekur 5 starfsstöðvar víðs vegar
um landið. Hjá félaginu starfa um 400 starfsmenn og er ársvelta
um 19 milljarðar króna. Frekari upplýsingar um fyrirtækið er að
finna á heimasíðu félagsins www.ms.is
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn.
Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta
starfsemi í þeim tilgangi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í
verðlagsmálum. Seðlabankinn á enn fremur að sinna viðfangsefnum sem samrýmast
hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að
virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða öflugan og
traustan einstakling til starfa á rekstrarsviði bankans.
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfstöð
í Reykjavík.
Rekstrarsvið er fjölmennasta svið bankans. Sviðið
annast rekstur og umsýslu eigna og lausafjármuna
bankans, öryggismál, innkaup, gerð rekstraráætlana
og útgjaldaeftirlit. Sviðið annast einnig starfsmanna-
hald bankans og launamál og undir það heyra ýmis
viðfangsefni sem lúta að innanhússþjónustu, s.s.
umbrot og skjalahald.
Helstu verkefni:
• Umsjón með rekstri og viðhaldi bifreiða
• Akstursþjónusta
• Umsjón með rekstri og viðhaldi fasteigna bankans
• Minniháttar viðhaldsverkefni og verkefnastýring
stærri viðhaldsverkefna
• Verkefnastýring húsnæðisbreytinga
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun og reynsla sem nýtist í starfi á
sviði reksturs og viðhalds fasteigna
• Almenn ökuréttindi
• Krafist er ríkrar þjónustulundar, trausts og trúnaðar
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Ásta H. Bragadóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs,
í síma 569-9600.
Sótt skal um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands,
www.sedlabanki.is, í síðasta lagi sunnudaginn 17.
apríl næstkomandi. Umsóknir gilda í sex mánuði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Laust starf hjá Seðlabanka Íslands
Umsjónarmaður bifreiða og fasteigna Seðlabanka Íslands
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Útibússtjóri
í Árbæ
Landsbankinn auglýsir starf útibússtjóra í Árbæ laust til umsóknar. Leitað er að
kraftmiklum og drífandi einstaklingi með góða þekkingu á fjármálamörkuðum
og mikla reynslu af stjórnun til að veita útibúinu forstöðu.
Helstu verkefni
» Yfirumsjón með rekstri útibúsins,
m.a. hvað varðar arðsemi og
áhættustjórnun
» Ákvarðanataka er varðar starfsemi
útibúsins
» Þjónusta og fjármálaráðgjöf til
einstaklinga, félaga og fyrirtækja
» Virk þátttaka í markaðsstarfi og
þjónustumálum
» Eftirlit með vanskilum, eftirfylgni
og ákvarðanataka
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólamenntun og yfirgripsmikil
reynsla sem nýtist í starfi
» Reynsla af og mjög góð þekking á
starfsemi fjármálafyrirtækja
» Hæfni í mannlegum samskiptum
» Frumkvæði og fagmennska í starfi
» Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Baldur G.
Jónsson Mannauðsstjóri í síma
410 7904 eða baldur.g.jonsson@
landsbankinn.is og Helgi Teitur
Helgason, framkvæmdastjóri
Viðskiptabanka, í síma 410 5601 eða
helgi.t.helgason@landsbankinn.is.
Umsókn merkt „Útibússtjóri Árbæ"
fyllist út á vef bankans.
Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl nk.
N
B
I
H
F
.
( L
A
N
D
S
B
A
N
K
I
N
N
)
, K
T
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0