Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 10
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR
STJÓRNMÁL Landssamtök landeig-
enda telja enga þörf á endurskoðun
jarðalaga og vara við að eigendur
bújarða verði settir á klafa átthaga-
fjötra með því að verðgildi jarða
þeirra verði rýrt með vanhugsaðri
lagasetningu.
Tilefni ályktunar landssamtak-
anna í þessa veru er ræða Jóns
Bjarnasonar, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, á Búnaðarþingi.
Í henni boðaði hann frumvarp til
breytinga á jarðalögum, „einkum
til að formfesta skynsamlega land-
nýtingu með tilliti til fæðuöryggis
þjóðarinnar“.
Í tilefni þessara orða Jóns
benda landssamtökin á að nóg er
til af ræktanlegu landi á Íslandi
og engin ástæða til að óttast um
að fæðuöryggi sé stefnt í hættu
vegna þess að skortur sé á land-
rými til landbúnaðar. Minna sam-
tökin á að stutt sé síðan jarðalögin
voru endurskoðuð og að ekki hafi
verið sýnt fram á nauðsyn til breyt-
inga. „Vonandi kemur aldrei sá tími
aftur, þegar bændur vilja bregða
búi, að þeir geti einungis selt eign-
arjörð sína fyrir sambærilegt verð
og tveggja herbergja íbúð í Reykja-
vík kostar,“ segir í ályktuninni.
Jafnframt segir að verði
ábúðarskylda á jörðum lögfest
muni bújarðir vafalaust falla í
verði. Lagabreyting í þá veru
sé því bein aðför að bændum og
jarðeigendum. - bþs
Boðuð breyting á jarðalögum sögð aðför að bændum og öðrum landeigendum:
Nóg til af ræktanlegu landi
Í SVEITINNI Myndin er tekin undir Eyja-
fjöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella
Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með
frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is
www.advice.is
Dómur
væri
skárr
en þessi
samningur
Dómur:
endurheimtur úr búinu
niðurstöðu
Samningur:
úr þrotabúinu
milljarðar
Við höfum mjög sterka réttarstöðu í Icesave.
En jafnvel þó við töpum er staðreyndin sú að:
Í byrjun apríl munu MFM miðstöðin, meðferða- og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og
átraskana og ACORN, Food Dependency Recovery Services standa að eftirfarandi
viðburðum:
Þann 8. - 13. apríl verður haldið 6 daga dvalarnámskeið fyrir þá sem glíma við
matar/sykurfíkn eða þá sem þekkja vandann af eigin raun og hafa áhuga á að læra að
vinna með þeim sem eiga við þennan vanda að stríða.
Fyrirlesarar:
Dr. Vera Tarman MD., FCFP, CASAM, MSc. er yfirlæknir Renascent, sem er stærsta
meðferðastöð við vímuefna- og áfengisfíkn í Kanada.
Phil Werdell MA. er stofnandi ACORN. Hann hefur sjálfur strítt
við matarfíkn og anorexíu, en viðhaldið bata frá hvorutveggja í
yfir 20 ár. Phil Werdell er þekktur og viðurkenndur sem leiðtogi
og brautryðjandi í meðferðum vegna matarfíknar
og átraskana í heimalandi sínu, Bandaríkjunum.
Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá MFM miðstöðinni í síma 568 3868 og
matarfikn@matarfikn.is eða hjá Esther Helgu 699 2676 og esther@matarfikn.is
www.matarfikn.is
Matar/sykurfíkn
Meðferðalausnir og vísindin!
Fyrirlestur: Matar/sykurfíkn, meðferðalausnir og vísindin!
Miðvikudaginn 6. apríl - kl. 20-22 í Háskólanum í Reykjavík
Fyrirlesarar: Dr. Vera Tarman MD., Phil Werdell MA.
Kynnir: Esther Helga Guðmundsdóttir MSc.
Verð: Kr. 2.000.- ( Kr. 1.000.- fyrir nema, öryrkja og eldri borgara )
Fyrirlesturinn er öllum opinn
Málþing: Matar/sykurfíkn, meðferðalausnir og vísindin!
Fimmtudaginn 7. apríl - kl. 8.30 - 17.00 Hótel Loftleiðum
Fyrirlesarar: Dr. Vera Tarman MD., Phil Werdell MA., Esther Helga Guðmundsdóttir MSc.
Kynnir: Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi.
Verð: Kr. 12.900.- ( Nemar: Kr. 5.000.- )
Málþingið er öllum opið, en sérsniðið að fagfólki í heilbrigðisgeiranum
Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. stofnaði MFM miðstöðina vorið 2006. Þar er boðið
uppá einstaklingsmiðaða meðferð við matarfíkn og átröskun, ásamt fræðslu um málefnið
fyrir fagaðila og almenning.
Borgartúni 3, 105 Rvk, sími 568 3868
www.matarfikn.is
ÍRLAND, AP Írska stjórnin vill
enn fá því framgengt að erlend-
ir kröfuhafar taki að hluta á
sig skellinn af gjaldþroti írsku
bankanna. Seðlabanki Evrópu,
sem hefur höfuðstöðvar í Frank-
furt, hefur hins vegar staðið í
veginum.
Á fimmtudag leiddi nýtt álags-
próf í ljós að björgunarféð sem
írska ríkið þarf að útvega bönk-
unum er 70,5 milljarðar evra,
eða um það bil 11.500 milljarð-
ar króna. Þetta er 24 milljörðum
evra eða nærri 4.000 milljörðum
króna hærri upphæð en áður var
gert ráð fyrir.
Í framhaldi af þessum upp-
lýsingum kynnti írska stjórnin
áform sín um uppstokkun á
bankakerfinu: Ákvörðun hefur
verið tekin um að einungis tveir
af stóru bönkunum sex sem
komnir eru í ríkiseigu fái að lifa
áfram: Anglo-Irish Bank og Bank
of Ireland.
Írska stjórnin hefur fengið
samþykki hjá Seðlabanka Evr-
ópu til þess að láta eigendur
veðtryggðra skuldabréfa taka
á sig fimm milljarða evra tap,
en það samsvarar ríflega 800
milljörðum króna.
Michael Noonan, fjármálaráð-
herra Írlands, segir Seðlabank-
ann hins vegar ekki fáanlegan til
að samþykkja að forgangskröfu-
hafar, sem einkum eru breskir,
þýskir og bandarískir bankar
með óveðbundnar kröfur, taki á
sig neitt tap.
Noonan sagði þetta þveröfugt
við þá leið sem farin hefði verið í
Bandaríkjunum, þar sem kröfu-
hafar fengu á sig skellinn fljót-
lega eftir að bankakreppan þar
skall á.
„Bandaríska leiðin við að gera
hlutina er að deila byrðunum og
láta lánardrottna taka á sig hluta
sársaukans. Evrópska leiðin er
önnur,“ segir Noonan.
Hann var ósáttur við áform
Evrópusambandsins um að
breyta þessu með nýjum reglum,
sem eiga ekki að taka gildi fyrr
en árið 2013, en þá yrði það orðið
of seint fyrir Írland.
Noonan segir írsku stjórnina
ekki ætla að ganga gegn vilja
Evrópska seðlabankans í þessum
efnum, en gerir sér þó vonir um
að bankinn verði fáanlegur til að
skipta um skoðun, enda sé ekki
einhugur meðal bankastjóra hans
um málið.
„Bankinn í Frankfurt er að
útvega nærri 200 milljarða evrur
í lausafé fyrir írska bankakerfið.
Við sögðumst vilja deila byrðun-
um en við myndum ekki gera það
einhliða,“ sagði hann.
gudsteinn@frettabladid.is
Aðeins tveir
af bönkunum
sex fá að lifa
Seðlabanki Evrópu kemur í veg fyrir að írsk stjórn-
völd láti erlenda lánardrottna taka á sig hluta banka-
tapsins. Írska bankakerfið þarf meiri aðstoð en talið
var. Aðeins tveir þjóðnýttu bankanna fá að lifa.
ANGLO-IRISH BANK Viðskiptavinir í biðröð við hraðbanka annars tveggja stóru
bankanna sem ákveðið hefur verið að lifi af þjóðnýtingu bankakerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Bandaríska leiðin við
að gera hlutina er
að deila byrðunum og láta
lánardrottna taka á sig hluta
sársaukans. Evrópska leiðin
er önnur.
MICHAEL NOONAN
FJÁRMÁLARÁÐHERRA ÍRLANDS
Þrír á slysadeild
Þrír voru fluttir á slysadeild með
minni háttar áverka eftir árekstur
strætisvagns og fólksbíls í Vesturbæ
Reykjavíkur á fjórða tímanum í gær.
Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl
þeirra voru.
LÖGREGLUFRÉTTIR
VIÐSKIPTI Þrjú hundruð starfs-
menn Arion banka útskrifuðust
á miðvikudag úr sérhæfðu námi
frá háskólanum á Bifröst.
Námið hófst í fyrra og er
liður í aukinni menntun starfs-
manna bankans og breytingum
á honum sem staðið hafa yfir.
Á meðal breytinganna er
fækkun útibúa með sérhæfðu
starfsfólki.
Þar verða jafnframt sérstakir
fjármálaráðgjafar, sem fara í
sérstakt nám til þess.
Í fyrsta hópnum sem fer í
slíkt nám eru 47 af starfsmönn-
um bankans, samkvæmt upplýs-
ingum frá Arion banka. - jab
Starfsmenn Arion í sérnámi:
Boðar breytt
vinnubrögð