Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 102
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR70 PERSÓNAN Baldur Borgþórsson Aldur: 47 ára Starf: Einka- þjálfari í World Class. Fjölskylda: Konan heitir Linda Jónsdóttir, einkaþjálfari í World Class, og börn þeirra eru Úrsúla Karen, Alexander Jón og Baldur Páll. Foreldrar: Karen I. Jónsdóttir og Borgþór Guðmundsson, sem er látinn. Búseta: Jöklafold í Grafarvogi. Stjörnumerki: Tvíburi. Baldur hefur vakið athygli fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Pressa á Stöð 2. „Ég hef lengi ætlað að selja fötin mín og gefa ágóðann en aldrei komið mér í það enda tímafrekt að fara í gegnum fataskápinn,“ segir Manúela Ósk Harð- ardóttir, fyrrverandi Ungfrú Ísland, en hún hefur nú opnað fataskáp sinni fyrir landsmönnum og er að selja þær flíkur sem hún er hætt að nota á síðunni Fata- skápur Manúelu á Facebook. „Ég mun gefa þá peninga sem ég fæ fyrir söluna plús jafnháa upphæð til góðgerðarmála“ segir Manúela en hún hefur ekki ákveðið hvaða málefni mun njóta góðs af fatasölunni. „Úti í Eng- landi eru allir að gefa til styrktar fórn- arlömbunum í Japan, svo það er líklegt að ég geri slíkt hið sama en svo væri ég einnig til í að finna eitthvað gott hér heima,“ segir Manúela en salan hefur gengið framar björtustu vonum og hefur hún ekki undan að bæta inn nýjum klæðum. „Þetta gengur mjög vel og fólk getur búist við fleiri fötum inn á síðuna bráðlega,“ segir Manúela en hún er að selja margar gersemar frá Júni- form, 66North, Hugo Boss og Alexander McQueen. Spurð hvort hinn frægi Tyson kjóll muni rata inn á síðuna svarar hún neitandi „Nei, ég held að ég selji hann aldrei.“ Manúela er stödd hér á landi í kær- komnu fríi og tekur ekki fyrir að verða með annan fótinn á Íslandi í framtíðinni. - áp Manúela selur gersemar á netinu Gísli Örn Garðarsson leikstýrir jólasýningu Konunglega Shake- speare-leikhússins, eins virtasta og stærsta leikhúss Bretlands, á þessu ári. Sýningin verður leikgerð Davids Farr eftir sögu Hróa hattar, einnar þekktustu þjóðsagnapers- ónu Englands, sem rændi frá þeim ríku og gaf hinum fátæka. „Ég hugsaði mig auðvitað tvisvar um, það er margt á döfinni hjá okkur í Vesturporti og maður leiddi hugann að því. Þetta er síðan auðvitað eitt af virtustu leik- húsum í heimi,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið nær tali af honum á miðri æfingu Húsmóðurinnar, leikverks Vesturports sem frum- sýnt verður í Borgarleikhúsinu hinn 27. apríl. Gísli hefur þegar fengið Börk Jónsson til að gera leikmynd sýningarinnar og hann útilokar ekki að fleiri íslenskir listamenn komi við sögu. „Maður verður að nýta svona tækifæri til að gefa fólki færi erlendis og prófa nýja hluti.“ Um er ræða gríðarlega stóra sýningu með tólf leikurum plús hljómsveit. Leikhúsið leggur mikið í hana enda verður þetta fyrsta sýningin eftir gagngerar endur- bætur á leikhúsinu sjálfu sem gera það að tæknilega best útbúna leik- húsi Bretlands. „Þetta býður upp á heilan leikvöll fyrir mig að leika mér með.“ Leikverkið er hugsað sem fjöl- skyldusýning og Gísli segir hand- rit Farrs vera þrususkemmtilegt. „Við unnum auðvitað saman að Hamskiptunum. Hróa er stillt upp sem þjófi, það fá hausar að fjúka og þetta gæti orðið svolítið groddara- legt.“ Undirbúningur hefst strax að lokinni frumsýningu á Húsmóður- inni og verkið verður síðan frum- sýnt hinn 1. desember. - fgg Gísli Örn leikstýrir Hróa hetti TEKST Á VIÐ ÞJÓÐSÖGU Gísli Örn leik- stýrir Hróa hetti í jólasýningu Konung- lega Shakespeare-leikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Athyglin var slæm á marga vegu en hún kom mér á kortið þannig að nú get ég einbeitt mér að þeirri tónlist sem mig langar til að gera,“ segir Júlí Heiðar. Spóla tilbaka, nýtt lag söngvarans, verður sett í spilun á mánudag. Lagið skartar rappar- anum Óskari Axel í gestahlutverki og er um að ræða þvottekta sykur- sætan poppsmell. Texti lagsins er hins vegar í dramatískari kantin- um, hann er uppgjör Júlí Heiðars, hinnar átján ára gömlu poppstjörnu frá Þorlákshöfn, við fortíðina. „Málið var að ég gerði alveg svakaleg mistök, ég fór á bakvið kærustuna mína. Og þegar maður gerir eitthvað sem maður sér jafn- mikið eftir þá vill maður fá að spóla til baka. Lagið fjallar því ekki beint um hana, kærustuna mína, held- ur um þá sem vilja fá að spóla til baka.“ Júlí bætir því við að hann og kærastan hafi gert upp sín mál, hreinsað andrúmsloftið og að þau hafi aldrei verið jafn hamingjusöm og í dag. „Hún er búin að taka mig í sátt.“ Júlí Heiðar var á allra vörum á síðasta ári þegar lagið Blautt dans- gólf tröllreið útvarpsstöðvunum og unglingar kyrjuðu lagið við hvert tækifæri. Texti lagsins fór fyrir brjóstið á forráðamönnum ungra aðdáenda poppstjörnunnar og eins og Fréttablaðið greindi frá voru barnaverndaryfirvöld farin að fylgjast með því að allt færi sóma- samlega fram á dansleikjum þar sem Júlí var meðal flytjenda. „Ég er búinn að þroskast mikið síðan þetta var. Það sem við gerðum þarna og mér fannst aldrei koma nægjanlega fram var að lagið átti að skapa mér nafn, þetta var grín. Ég samdi hvorki textann né lagið en núna sem ég allt sjálfur,“ segir Júlí og upplýsir að plata sé í burðarliðn- um. „Við ætlum samt að gera þetta hægt og rólega og platan kemur ekki út fyrr en við erum komnir með nægilega gott efni.“ Tónlistarmaðurinn ungi hefur því jafnað sig á þeim mikla brotsjó sem yfir hann gekk og hann seg- ist hlakka til að byrja feril sinn upp á nýtt. „Ég og Óskar Axel erum sannfærðir um að þetta verði okkar sumar. Það er kominn tími á að hvíla Friðrik Dór og Erp, nú er komið að mér og Óskari,“ segir Júlí, en þeir tveir verða í eldlínunni á Söngvakeppni framhaldsskólanna á Akureyri um næstu helgi þar sem lagið verður frumflutt. freyrgigja@frettabladid.is JÚLÍ HEIÐAR: KOMINN TÍMI Á AÐ HVÍLA FRIÐRIK DÓR OG ERP Gerir upp mistök í einkalífinu ÆTLAR SÉR STÓRA HLUTI Júlí Heiðar hefur sagt skilið við fortíðina á blauta dansgólfinu og ætlar núna að gefa út lög eftir sjálfan sig. Nýtt lag með þessari átján ára gömlu poppstjörnu verður sett í spilun á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÆMIR FATASKÁPINN Manúela Ósk Harðar- dóttir selur fötin sín á Facebook og ætlar að gefa ágóðann til góðgerðamála. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sun 3.4. Kl. 15:00 Sun 10.4. Kl. 15:00 Sun 17.4. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Lau 2.4. Kl. 20:00 Mið 13.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Brák (Kúlan) Ö Lau 2.4. Kl. 20:00 Lau 9.4. Kl. 20:00 Sun 10.4. Kl. 20:00 Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö U Fös 8.4. Kl. 20:00 Þri 12.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 síð.sýn U Ö Ö U Ö Ö Bjart með köflum (Stóra sviðið) Mið 6.4. Kl. 20:00 Fors. Fim 7.4. Kl. 20:00 Fors. Fös 8.4. Kl. 20:00 Frums. Lau 9.4. Kl. 20:00 2. sýn Fös 15.4. Kl. 20:00 3. sýn Lau 16.4. Kl. 20:00 4. sýn Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýnÖ Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö U U U Ö Ö Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.