Fréttablaðið - 02.04.2011, Side 42

Fréttablaðið - 02.04.2011, Side 42
„Við erum að frumsýna útgáfu af Mamma Mia sem er byggð á myndinni frægu,“ segir Kol- brún Björt Sigfúsdóttir, sem leik- stýrir nemendum MK í umrædd- um söngleik. „Ég hef verið, ásamt fleirum, að þýða söngtextana við lögin eftir Abba sem allir elska,“ bætir hún við og kveðst vona að Abbaæði grípi þjóðina enn á ný enda sé um skemmtilega sýningu að ræða. Spurð hvort hún hafi staðfært söngleikinn svarar Kolbrún. „Nei, við höldum okkur við Grikkland eftir því sem hægt er á Íslandi. Leikmyndin er eiginlega sýn- ing út af fyrir sig því verkið ger- ist á svo mörgum stöðum, bar, hóteli, geitakofa, sviði, strönd og bryggju. Það hefur verið smá höfuðverkur að koma öllu fyrir á sviðinu en gengur þó ótrúlega vel. MK er í góðu samstarfi við Leik- félag Kópavogs, sem lánar okkur sýningarhúsnæði sitt í Funalind 2. Við fengum það bara síðasta mánudag og erum búin að vera í leikhúsinu frá tólf til tólf síðan.“ Kolbrún segir um þrjátíu nem- endur taka þátt í sýningunni með einhverjum hætti, þeir sjái sjálfir um uppsetningu leikmyndar, hljóð og ljós og svo að sjálfsögðu söng og hljóðfæraslátt, leik og dans. Æfingar hófust fyrir rúmum átta vikum og Kolbrún tekur fram að Eva Rós Guðmundsdóttir og Nína Jóhanna Madsen sjái alfarið um dansinn. „Allt er unnið mjög hratt og við höfum orðið að tileinka okkur öguð vinnubrögð. Krakk- arnir eru í fullu námi líka en njóta þó skilnings kennara skól- ans,“ segir Kolbrún og ber lof á sitt fólk. „Við erum ótrúlega hepp- in því innan leikfélagsins er mikið hæfileikafólk, frábærir söngvarar og flinkir dansarar. Þetta er bara vinnusamur hópur, samhentur og duglegur, annars væri ekki hægt að vinna þetta svona á marg- földum hraða.“ Átta sýningar eru fyrirhugaðar á Mamma Mia að sögn Kolbrúnar. „Það eru bara 59 sæti í húsinu,“ segir hún „og eflaust verður slegist um þau.“ gun@frettabladid.is Abbasöngleikur á Íslandi Hin sívinsælu Abbalög munu óma í kvöld í söngleik sem stjörnur úr Leikfélagi Menntaskólans í Kópavogi frumsýna í Funalind 2. Sýningin hefst klukkan 20. Leikstjóri er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. „Þetta er vinnusamur hópur, samhentur og duglegur,“ segir Kolbrún Björt, leikstjóri Mamma Mia, um krakkana í MK sem taka þátt í sýningunni. Hér er hún fyrir miðju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jónas Kristjánsson, hestamaður og fyrrverandi ritstjóri DV, verður með leiðsögn um hesta í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 14. Fyrirlesturinn heldur hann í tengslum við ljósmyndasýninguna Ljósmyndari Mývetninga - Mannlífsmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar. Sp ör e hf . s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Í þessari töfrandi ferð um eitt mikilvægasta hérað Ítalíu, Emilia - Romagna, kynnumst við fjölbreyttri menningu og stórbrotnum listum landsins. Ferðin hefst á flugi til Mílanó og þaðan verður ekið til Rimini þar sem við gistum í 5 nætur. Farið verður í skemmtilegar skoðunarferðir, t.d. til virkisbæjarins Gradara, þar sem er heillegur miðaldamúr og einn sá best varðveitti kastali á Ítalíu. Förum til gömlu hertogaborgarinnar Urbino og einnig til San Marino, smáríkis innan Ítalíu, minnstu borgar í Evrópu og elsta lýðveldis í heimi. Eftir góða daga verður ekið til Parma, þar sem gist verður í 2 nætur. Söngkonan Halla Margrét tekur á móti okkur og leiðir okkur um borgina. Farið verður í Parmigiano ostagerð, til Le Roncola, fæðingarbæjar Giuseppe Verdi og til Busseto, þar sem hann dvaldi síðustu árin sín. Kíkjum á kaffihús Höllu Margrétar og höldum þjóðhátíðardaginn hátíðlegan á Parma Rotta veitingastaðnum, en sá er á lista yfir bestu veitingastaði borgarinnar. Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Verð: 181.600 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði, kvöldskemmtun með Höllu Margréti og íslensk fararstjórn. Sumarnótt við hafið 11. - 18. júní SUMAR 2 Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Ný sending af MYBC! Veróna, Flórens og Feneyjar 15. - 22. ágúst Flórens og Róm 25 júlí -1 ágúst Spennandi ferðir í sumar Brugge í Belgíu Tallinn Eistlandi Miðaldir - Eistland og Lettland Veróna, Flórens og Feneyjar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.