Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 2
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR2 DÓMSMÁL Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gærmorg- un dæmdur í tveggja ára óskilorðs- bundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksókn- ara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættis- maður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björg- vin G. Sigurðsson, fyrrverandi við- skiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þess- ari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í sam- ráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsing- ar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borg- arar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki tal- ist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdóm- ari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega inn- herjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollason- ar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnot- að aðstöðu sína sem opinber starfs- maður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvalds- son segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í mál- inu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmis- gefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is Tímamótadómur yfir Baldri Guðlaugssyni Fyrsti dómurinn í máli á vegum sérstaks saksóknara markar tímamót. Niður- staðan er tveggja ára fangelsi yfir einum valdamesta manni landsins fyrir hrun. Brotið þykir stórfellt. Milljónirnar 192 sem hann sveik út eru gerðar upptækar. ÁFRÝJAR LÍKLEGA Baldur var einn æðsti embættismaður landsins fyrir hrun. Fyrr- verandi ráðherra sagði hann líklega valdamesta manninn í ríkisstjórninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gegn dreng á áttunda árinu, til 14. apríl næstkomandi. Úrskurðurinn er á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en lögreglan mun eiga eftir að rannsaka talsvert magn gagna sem fundust í tölvum mannanna. Annar mannanna kærði úrskurðinn til Hæstaréttar en óvíst var með hinn. Mennirnir tveir sem um ræðir eru faðir og frændi litla drengsins. Þeir eru grunaðir um gróf brot gegn honum. Við húsleit hjá þeim eftir handtökur fannst marijúana og kókaín. Þeir hafa sætt yfirheyrslum en báðir hafa neitað sök. - jss Lögregla rannsakar enn gögn úr tölvubúnaði grunaðra kynferðisbrotamanna: Framlengt á föður og frænda FYRIR DÓMARA Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í gær. VIÐSKIPTI Skilanefnd gamla Landsbankans reynir nú að fá 1,8 til 2 milljarða punda, eða 333 til 370 millj- arða króna, fyrir verslanakeðjuna Iceland Foods í Bretlandi. Þetta er fullyrt á vef Financial Times. Skilanefnd þrotabúsins hefur þó aðeins staðfest að hún sé byrjuð að kanna hvaða möguleikar eru á að selja Iceland Foods. Eignin er þar með komin í söluferli og á næstu vikum verður rætt við ýmsar fjármálastofnanir um ráðgjöf við söluna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er um að ræða margar af stærstu fjármála- stofnunum heims. Fáist um 2 milljarðar punda fyrir Iceland Foods, líkt og Financial Times heldur fram, væri Icesave- skuld bankans, samkvæmt þeim samningi við Breta og Hollendinga sem borinn verður undir þjóðina á morgun, í reynd úr sögunni og kostnaður ríkissjóðs þar af leiðandi enginn. Eignarhlutur þrotabúsins í Iceland Foods er tæp 67 prósent þannig að úr sölunni gætu fengist 220 til 250 milljarðar króna. Hlutur Tryggingarsjóðs innstæðu- eigenda af þessari fjárhæð væri 112 til 126 milljarðar króna, sem er 52 til 66 milljörðum meira en gert var ráð fyrir að Tryggingarsjóðurinn myndi fá af þeim 117 milljörðum sem skilanefndin hafði reiknað með að fengist samtals út úr allri hlutabréfaeign þrotabús- ins, þar með töldum hlutabréfum í Iceland Foods. - gb Skilanefnd þrotabús Landsbankans hefur sett Iceland Foods í söluferli: Gæti hreinsað út Icesave-skuld ICELAND Í BRETLANDI Verslunarkeðjan er að stórum hluta í eigu þrotabús Landsbankans. HVERGI BANGINN Leifur ætlar að toga sig áfram uns takmarkinu er náð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓLK Leifur Leifsson þjónustu- fulltrúi ætlar ekki að láta lömun í fótum stöðva sig í því að komast á Hvannadalshnúk, hæsta tind landsins. Þangað stefnir hann í lok maí eða byrjun júní í sérút- búnum stól sem verið er að þróa og smíða. „Ég kný mig sjálfur upp á eigin handafli,“ segir hann. Ferðafélagar Leifs eru úr Flug- björgunarsveit Reykjavíkur og hafa farið leiðina áður. Þeir munu færa akkeri með spili um 250 metra í senn fram fyrir Leif og hann síðan toga sig áfram í átt að því. - gun / sjá Allt í miðju blaðsins Leifur Leifsson stefnir hátt: Ætlar í hjólastól upp á Hnúkinn STJÓRNARSKRÁ Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofn- unar Háskóla Íslands, var í gær kjörin for- maður stjórn- lagaþings á öðrum fundi ráðsins. Salvör varð hlutskarpari í kjöri á milli hennar og Þor- valds Gylfa- sonar, sem urðu efst í kjöri á milli þeirra átta stjórnlaga- ráðsmanna sem gáfu kost á sér í formennskuna. Ari Teits- son bóndi var kjörinn vara- formaður. Samkvæmt starfsreglum sem samþykktar voru um kosninguna máttu formaður og varaformaður ekki vera af sama kyni. - sh Ari Teitsson er varaformaður: Salvör fer fyrir stjórnlagaráði SALVÖR NORDAL ARI TEITSSON Heiður, er þá gróðrarvon á Íslandi eftir allt saman? Já, svei mér þá, hér er fólk stöðugt að græða og græða. Heiður Agnes Björnsdóttir, tómstunda- ræktandi segir alla geta ræktað mat- og kryddjurtir á Íslandi, jafnvel utandyra. ALÞINGI Áætlaður kostnaður við landsdóm á þessu ári er 113,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónas- sonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins. Meirihluti Alþingis ákvað á síð- asta ári að höfða bæri mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra og formanni Sjálf- stæðisflokksins, fyrir landsdómi fyrir vanrækslu í starfi í aðdrag- anda bankahrunsins. Málaferli gegn Geir Haarde: Kosta 113,4 milljónir í ár Hraðakstur á steypubíl Lögreglan á Egilsstöðum stöðvaði í gær ökumann á steypubíl á tæplega 80 kílómetra hraða á vegarkafla innanbæjar þar sem er 50 kílómetra hámarkshraði. Maðurinn reyndist vera með útrunnið meirapróf. Hann fær sekt fyrir vikið. Hörð aftanákeyrsla Hörð aftanákeyrsla varð um þrjúleytið á gatnamótum Nýbýlavegar og Þver- brekku. Nýbýlavegur var lokaður á tímabili til austurs vegna þessa. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS JAPAN, AP Engar meiriháttar skemmdir urðu af snörpum jarð- skjálfta sem reið yfir norður- hluta Japans í gær, Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig á Richter- kvarða, er sá harðasti af fjöl- mörgum eftirskjálftum sem hafa orðið eftir hamfarirnar þann 11. mars síðastliðinn sem kost- uðu allt að 25.000 manns lífið og leiddu til geislamengunar. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út eftir skjálftann í gær en var síðar dregin til baka. Rafmagnslaust varð í hluta landsins en engin hætta myndað- ist við kjarnorkuver landsins. - þj Eftirskjálfti í Asíu: Engin flóðbylgja á leið til Japans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.