Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 25
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 H vannadalshnúkur er háleitt takmark hins hjólastólsbundna Leifs Leifssonar, þjónustu- fulltrúa í þjónustumiðstöð Vestur- bæjar. Þangað stefnir hann í lok maí eða byrjun júní. „Ég kný mig sjálfur upp á eigin handafli og fer 250 metra í einu, ferðafélagar mínir, sem eru úr Flugbjörgunarsveit Reykjavík- ur, færa akkeri með spili um þá vegalengd í senn og stinga því ofan í snjóinn. Ég spila mig svo áfram í átt að því á sérútbúnum stól sem verið er að þróa og smíða,“ segir hann er hann lýsir ferðamátanum. Farin verður Hnappavallaleið og ekið á bíl í um 400 m hæð, áleiðis upp að jökli. „Þetta verður ævintýraferð. Við ætlum okkur góðan tíma og munum tjalda á jöklinum,“ segir Leifur sem hyggur á að minnsta kosti eina æfingaferð á Snæfellsjökul áður. Leifur hefur verið lamaður í fótum alla sína ævi en hefur aldrei látið það stoppa sig. Hann þakkar samt líkamsræktarstöðinni Hreyfingu fyrir að gefa honum kraft og kjark í þessa fyrirhuguðu ferð. „Hreyfing gaf mér líkamsræktarkort og tveir þjálfar- ar þaðan vinna í sjálfboðavinnu við að þjálfa karlinn fyrir þessa ferð,“ segir Leifur. Kappinn er í Hjólastólasveitinni. Hún hefur það að markmiði vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í þjóðfélaginu, auk þess að skemmta fólki og efla heilsu þess með hlátri. Þar lætur Leifur sitt ekki eftir liggja. „Ég ætla að vera með uppistand á toppnum og það verður frítt inn,“ segir hann glaðlega og bætir við: „Öllum er velkomið að mæta.“ gun@frettabladid.is Leifur Leifsson þjónustufulltrúi ætlar á eigin handafli upp á Hvannadalshnúk og hafa þar uppistand. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Takmarkið er hátt Brokkolí inniheldur tvisvar sinnum meira C-vítamín en appelsína auk þess að vera einstaklega kalkríkt. Það er líka seleníum-auðugt en selen er talið virka fyrirbyggjandi á krabbamein. Brokkolí inniheldur talsvert af A- og D-vítamíni og hefur andoxunareiginleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.