Fréttablaðið - 08.04.2011, Síða 25

Fréttablaðið - 08.04.2011, Síða 25
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 H vannadalshnúkur er háleitt takmark hins hjólastólsbundna Leifs Leifssonar, þjónustu- fulltrúa í þjónustumiðstöð Vestur- bæjar. Þangað stefnir hann í lok maí eða byrjun júní. „Ég kný mig sjálfur upp á eigin handafli og fer 250 metra í einu, ferðafélagar mínir, sem eru úr Flugbjörgunarsveit Reykjavík- ur, færa akkeri með spili um þá vegalengd í senn og stinga því ofan í snjóinn. Ég spila mig svo áfram í átt að því á sérútbúnum stól sem verið er að þróa og smíða,“ segir hann er hann lýsir ferðamátanum. Farin verður Hnappavallaleið og ekið á bíl í um 400 m hæð, áleiðis upp að jökli. „Þetta verður ævintýraferð. Við ætlum okkur góðan tíma og munum tjalda á jöklinum,“ segir Leifur sem hyggur á að minnsta kosti eina æfingaferð á Snæfellsjökul áður. Leifur hefur verið lamaður í fótum alla sína ævi en hefur aldrei látið það stoppa sig. Hann þakkar samt líkamsræktarstöðinni Hreyfingu fyrir að gefa honum kraft og kjark í þessa fyrirhuguðu ferð. „Hreyfing gaf mér líkamsræktarkort og tveir þjálfar- ar þaðan vinna í sjálfboðavinnu við að þjálfa karlinn fyrir þessa ferð,“ segir Leifur. Kappinn er í Hjólastólasveitinni. Hún hefur það að markmiði vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í þjóðfélaginu, auk þess að skemmta fólki og efla heilsu þess með hlátri. Þar lætur Leifur sitt ekki eftir liggja. „Ég ætla að vera með uppistand á toppnum og það verður frítt inn,“ segir hann glaðlega og bætir við: „Öllum er velkomið að mæta.“ gun@frettabladid.is Leifur Leifsson þjónustufulltrúi ætlar á eigin handafli upp á Hvannadalshnúk og hafa þar uppistand. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Takmarkið er hátt Brokkolí inniheldur tvisvar sinnum meira C-vítamín en appelsína auk þess að vera einstaklega kalkríkt. Það er líka seleníum-auðugt en selen er talið virka fyrirbyggjandi á krabbamein. Brokkolí inniheldur talsvert af A- og D-vítamíni og hefur andoxunareiginleika.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.