Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 12
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Óvissa ríkir í íslenskri kvikmyndagerð K vikmyndagerð hér hefur alltaf verið fjárhagslega við- kvæm, starfsfólki sniðinn þröngur stakkur og geirinn mátt við litlu. Þegar stóra aldan skall á haust- ið 2008 molnaði hratt undan greininni og nú má hún við engu. „Við verðum að fjár- magna ákveðinn fjölda mynda til að halda í lág- marksmannafla í grein- inni og halda henni við. Gangi það ekki eftir er hætta á að fólk flosni upp. Við það hverfur þekking og reynsla,“ segir Laufey Guðjóns- dóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hún segir það dapur- legt. Hér sé kvikmynda- gerðarfólk á heimsmæli- kvarða. „Það er ekkert smáræði fyrir geira sem byrjaði árið 1977 með kvikmyndinni Morð- sögu.“ Styrkir enga mynd Kvikmyndamiðstöð Íslands heldur utan um nokkra sjóði, þar á meðal Kvikmynda- sjóð. Framlag til hans var skert um 35 prósent í fyrra og hefur hann síðan þá haft 450 milljón- ir króna umleikis til úthlutunar hvort ár. Upphæðin er 250 millj- ónum króna lægri en árin á undan. Kvikmyndasjóður hefur styrkt fram- leiðslu sex til átta kvikmynda í fullri lengd síðastliðin fimm ár. Það sem af er ári hefur sjóð- urinn ekki styrkt framleiðslu einnar einustu kvikmyndar. Vilyrði er hins vegar fyrir samtals 123 milljóna króna styrk til tveggja mynda, um sextíu milljón- ir fari til hvorrar þeirra, og er stefnt á að hefja tökur á þeim á árinu ef fjár- mögnun næst. Þriðja myndin gæti verið í sjónmáli. Vilyrðin eru bæði frá síðasta ári. Svipaða sögu er að segja af öðrum sjóðum, svo sem til framleiðslu heim- ildarmynda og sjón- varpsmynda. Þar kom niðurskurðar- hnífurinn niður af fullum þunga. Menntamálaráðuneytið hefur unnið að því að endurnýja samn- ing í samstarfi við kvikmynda- ráð sem meðal annars felur í sér aukin fjárframlög til Kvik- myndamiðstöðvarinnar næstu fimm árin. Fyrsti samningurinn af þessum toga var gerður í tíð Björns Bjarnasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, árið 1998. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, eftirmaður Björns, endurnýjaði hann fyrir fimm árum. Í fyrra skipaði Katrín Jakobs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, starfshóp til að kanna stöðu kvikmyndagreinar- innar hér á landi og var staðan kortlögð og starfsumhverfi henn- ar skoðað í þaula. Samninginn þarf að fjármagna og gæti hann tekið gildi á næsta ári. Tvær myndir eru ekki nóg Laufey segir mikilvægt að flýta fyrir framlagi til Kvikmyndamið- stöðvar. Öll óvissa sé erfið, fyrir kvikmyndagerðarmenn og fram- leiðendur myndanna. „Fjármögnun kvikmynda getur tekið langan tíma, allt frá einu til fjögurra ára. Það er því mikilvægt fyrir greinina að vita hvaða vilyrði við getum gefið. Ef við getum ekki staðið við okkar er fótunum kippt undan grein- inni,“ segir Laufey og bætir við að styrkja þurfi ákveðinn fjölda mynda ár hvert til að halda í horf- inu í íslenskri kvikmyndagerð. „Við þurfum að styrkja þrjár til fjórar myndir í fullum gæðum til að halda greininni á floti og við- halda þekkingu og fagmennsku í henni,“ segir Laufey og bætir við að fleiri þættir hafi neikvæð áhrif á íslenska kvikmyndagerð en niður skurður á fjárframlögum. „Eftir að krónan hrundi hafa vilyrði okkar lækkað um helming í erlendum myntum. Það þýðir að íslenskir framleiðendur sem fara utan með vilyrði héðan líta vand- ræðalega út. Samstarfið verður því ekki á jafningjagrunni eins og áður og hætt við að íslenskir framleiðendur beri enn minna úr býtum en áður í skiptum fyrir framlag sitt,“ segir hún. Á móti gætu erlendir framleiðendur fengið meiri rétt en áður á sölu og dreifingu íslenskra mynda erlendis. „Íslenskur framleiðandi, sem hefur barist fyrir hugmynd- inni frá upphafi gæti staðið uppi með lítið sem engan eignarhluta í fullbúinni mynd,“ segir Laufey og bendir á að þetta dragi enn frek- ar úr fjármögnun íslenskra kvik- mynda hér. „Starfsumhverfi í kvikmynda- gerð hér hefur alltaf verið mjög viðkvæmt og svigrúmið lítið. Ekk- ert má út af bera. Tvær kvik- myndir í fullri lengd á ári er ekki nóg til að halda kvikmynda- gerð hér við,“ segir Laufey Guð- jónsdóttir, forstöðumaður Kvik- myndamiðstöðvar Íslands. Óttast flótta úr kvikmyndaiðnaðinum Framlög til Kvikmyndasjóðs hafa verið skorin við nögl og óvissa ríkir um kvikmyndagerð hér. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, segir í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson svigrúmið lítið. Ekki sé nóg að styrkja tvær kvikmyndir á ári. LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR „Ef við getum ekki staðið við vilyrði okkar er fótunum kippt undan greininni,” segir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er útilokað að gera kvikmyndir á borð við Djöflaeyjuna og Bíódaga sem gerast í fortíðinni og krefjast dýrra leikmynda, því engir peningar eru til,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson. Hann telur að yrði Djöflaeyjan gerð í dag gæti framleiðslukostnaður hennar numið á bilinu sex til sjö hundruð milljóna króna. Bíódagar gætu verið tvö hundruð milljónum krónum ódýrari. Til samanburðar kostar kvikmynd sem gerist í nútímanum og krefst ekki viðamikillar sviðsmyndar í kringum tvö hundruð milljónir króna. Mamma Gógó, síðasta kvikmynd Friðriks, var á því róli. Friðrik Þór fékk sjötíu milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði árið 2009 til að gera Mömmu Gógó. Annað fjármagn kom að utan auk tutt- ugu prósenta endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneyti. Miðað við það jafngildir sjö hundruð milljóna króna heildarframlag úr Kvikmyndasjóði á ári hverju framleiðslu upp á tvo milljarða. Friðrik Þór hefur helgað líf sitt íslenskri kvikmyndagerð og má flokka hann með þeim sem stóðu í framlínunni þegar kvikmyndavorið rann hér upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur gert níu kvikmyndir í fullri lengd auk stuttmynda, heimildarmynda og sjónvarpsþátta frá 1975. Friðrik segir kvikmyndir dýrar í framleiðslu. Eigi að gera góðar myndir verði að vanda til verksins. Slíkt kosti peninga. Miðað við núverandi aðstæður virðist aðeins hægt að gera kvikmyndir sem gerast í nútímanum og krefjast ekki mikils umstangs. Það gangi ekki til lengdar enda fái fólk leið á slíku til lengdar. Nauðsynlegt sé að gera öðru hverju kvikmyndir sem byggi á for- tíðinni, menningar- og bókmenntaarfinum. „Fréttirnar af niðurskurði á Kvikmyndasjóði voru hörmulegar fréttir. Enda er öll uppbygging okkar að hverfa út í buskann, það er búið að skera okkur nánast á háls,“ segir hann. Bíódagar verða ekki endurteknir LEIKSTJÓRINN Friðrik Þór Friðriksson segir of dýrt að taka stórar kvikmyndir hér á landi sem krefjast dýrar sviðsmyndar. Gefðu framtíðarmöguleika í fermingargjöf H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 1 -0 5 0 7 Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka. Framtíðarreikningur Íslandsbanka er frábær fermingargjöf Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur eða frænkur tryggt fermingarbarninu blasa við. Hann ber ávallt hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans og er því framúrskarandi valkostur fyrir langtímasparnað. Íslenskur framleið- andi, sem hefur barist fyrir hug- myndinni frá upphafi gæti staðið uppi með lítið sem ekkert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.