Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 19
Allir áhættuþættir sem eiga við um Buchheit-samninginn liggja líka í dómstólaleiðinni. Lárus Blöndal lýsti því svo: „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif.“ Helsti munurinn er sá að fyrir dómstólum höfum við engin áhrif á kröfugerðina gegn Íslandi og erum án samnings svo bæði endanlegur höfuðstóll og vextir eru algerlega óþekkt stærð. Hrein og klár áhætta. 400 milljarða snjóhengja erlendra krafna jöklabréfa-eigenda inni í íslensku hagkerfi eitt alvarlegasta viðfangsefni okkar og fráleitt að hægt sé að bæta hundruðum milljarða við án afleiðinga. Þess utan er ekki hægt að fullyrða að skuldin verði í krónum eftir dómstólaleið því til er dómafordæmi frá Hæstarétti um annað. Hér er áhættan. Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út álit um skýlausa greiðsluskyldu Íslands og undirbýr dómsmál. Þær þjóðir sem fjármagna endurreisnaráætlun Íslands með AGS eru sammála mati ESA. Við höfum nýtt vafann til að ná hinum hagstæða Buchheit-samningi. Tapist dómsmál eru þeir út af borðinu og áhætta Íslands er óþekkt. Áætlunin um endurreisn hagkerfisins byggist á því að íslenskt atvinnulíf og opinberir aðilar muni getað fjármagnað sig. Lokun eða hærri vaxtabyrði veldur stöðnun. Tvö ný dæmi staðfesta það: OR á engan kost annan en segja upp fólki, lækka laun, hækka álögur og hætta við framkvæmdir. Össur getur ekki vaxið á Íslandi því fjármögnun er skilyrt við erlenda starfsemi. Lee Buchheit, Lárus Blöndal, Ragnar Hall, 70% þingmanna og fjöldi annarra sérfræðinga telur áhættuna af dómsmáli óviðunandi samanborið við Buchheit-samninginn. Fullyrðingar um að dómsmál um ábyrgð sé fyrirfram unnið eru innistæðulausar enda hefur ESA unnið nær öll samningsbrotamál sín. Valið á kjörseðlinum er ekki hvort heldur hvernig kostnaðurinn kemur fram. Þrotabú Landsbankans borgar Icesave samkvæmt Buchheit-samningnum og áhætta ríkisins gagnvart skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta er lágmörkuð. Bara hagstæð sala á Iceland-keðjunni myndi klára Icesave allt eins og fram kemur í Financial Times. Almenningur í útibúunum gat ekki nálgast peningana sína í Icesave vikum saman meðan allt okkar var aðgengilegt. Íslensk stjórnvöld tóku þátt í að finna lausn á því með Bretum og Hollendingum sbr. sameiginlegar yfirlýsingar aðila og samkomulag við Hollendinga. Afstaða íslenskra stjórnvalda og Alþingis hefur frá upphafi verið að semja eigi um málið og þær viðræður hafa staðið yfir í rúmlega tvö ár. Eftirlitsstofnun EFTA hefur undirbúið ákæru gegn Íslandi fyrir brot gegn EES reglum verði samningi hafnað. Neyðarlögin eru til verndar íslenskum hagsmunum og gerðu m.a. kleift að tryggja án þaks allar innstæður á Íslandi á kostnað almennra kröfuhafa. Icesavedeilan snýst því um ábyrgð íslenska tryggingakerfisins gagnvart erlendum sparifjáreigendum en ekki uppgjör þrotabúsins eða heimtur krafna upp í útgjöld innstæðutryggjendanna í löndunum þremur. Við erum ekki að kjósa um neyðarlögin. Áhættan er þríþætt: 1. Stöðnun, atvinnuleysi og aukin vaxtabyrði enda áhrif matsfyrirtækjanna raunveruleg hvort sem okkur líkar það eða ekki. 2. Við verðum „dæmdir skuldarar“ eins og Lee Buchheit sagði og yrðum þá að snúa „nakin“ að samningaborðinu án samnings um lágmarksvexti. 3. Við verðum dæmd fyrir mismunum og ábyrg fyrir umframtryggingunni líka sem stökkbreytir höfuðstólnum og hækkar vaxtakostnað um tugi eða hundruð milljarða. Ásmundur Ásmundsson, Reykjavík - Hilmar Ingólfsson, Garðabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.