Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 56
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR40 sport@frettabladid.is DEILDARMEISTARAR VALS OG BIKARMEISTARAR FRAM hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í kvennahandboltanum en félögin mætast í úrslitum N1-deildar kvenna annað árið í röð. Leikurinn fer fram í Vodafone-höllinni og hefst klukkan 20.15. Valsliðið er búið að vinna fjóra innbyrðisleiki liðanna í vetur, eða alla nema bikarúrslitaleikinn, en Valsliðið vann úrslitaeinvígið 3-1 í fyrra. Oddaleikurinn í tölum KR-Keflavík 105-89 (55-42) Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 34, Marcus Walker 27, Pavel Ermolinskij 18 (13 frák./7 stoðs.), Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 3, Finnur Atli Magnússon 2, Fannar Ólafsson 2 (12 frák.), Matthías Orri Sigurðarson 1. Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 26, Andrija Ciric 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 13 (7 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 8. KR vann einvígið 3-2 og mætir Stjörnunni í úrslitaeinvíginu,. Fyrsti leikurinn er í DHL-höllinni á mánudagskvöldið. KÖRFUBOLTI Brynjar Þór Björns- son átti stórkostlegan leik fyrir KR í gær. Skoraði 34 stig og skoraði magnaðar þriggja stiga körfur. „Ég er hrikalega stoltur. Mig hefur dreymt um að eiga alvöru leik fyrir framan fullt hús síðan ég var krakki. Maður ólst upp við að horfa á Teit Örlygs og þessa karla fara á kostum. Þetta var líklega minn besti leikur frá upp- hafi,“ sagði Brynjar brosmildur. „Það var bara frábært að fara með þetta í oddaleik og upplifa svona leik með þessum áhorf- endum. Þetta var engu lagi líkt,“ sagði Brynjar en hann sagði aldrei hafa komið til greina að brotna í þessum leik. „Ég var sjálfur orðinn mjög þreyttur en náði að samt að henda boltanum ofan í. Við breyttum aðeins í þessum leik. Fórum að sækja meira á körfuna í stað þess að skjóta bara þriggja stiga. Það skilaði sínu heldur betur.“ - hbg Brynjar Þór Björnsson hjá KR: Líklega minn besti leikur BRYNJAR ÞÓR BJÖRNSSON Skoraði 34 stig á 32 mínútum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Oddaleikur KR og Keflavíkur var algjör veisla. Um 2.000 áhorfendur troðfylltu DHL-höllina og sköpuðu hreint út sagt magnaða stemningu. Keflavík hafði tryggt sér oddaleik með tveimur mögnuðum framlengingarsigrum í röð en KR hleypti þeim ekki í enn eina endurkomuna í gær. „Þetta var spurning í fyrsta leikhluta en síðan kom þetta hjá okkur. Við fórum vel yfir hlutina fyrir þennan leik og gerðum ákveðnar áherslubreytingar sem skiluðu sínu. Við vissum sem var að ef við leyfðum Gunna, Hössa og Magga að skjóta bombum þá kveikir það í liðinu. Við lokuðum fyrir það í dag,“ sagði sveittur og brosmildur þjálfari KR, Hrafn Kristjánsson. Keflavík byrjaði leikinn betur en KR tók öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og leiddi með 13 stigum í hálfleik. Stóru mennirnir hjá Keflavík – Sigurður Gunnar og Jón Nordal – lentu í villuvandræðum í öðrum leikhluta og það nýtti KR sér í botn. Thomas Sanders bar lengstum uppi leik Keflavíkur og Keflavík vantaði sárlega meira framlag frá Íslendingunum sínum. Sanders varð sér síðan til skammar undir lok leiksins er hann henti Brynjari upp í stúku og stjakaði svo við öðrum dómara leiksins. Á sama tíma fór Brynjar Þór Björnsson algjörlega á kostum sem og Marcus Walker. Pavel var seigur og Fannar flottur í vörninni. Skarphéðinn Ingason kom einnig flottur inn í lið KR. KR ákvað að slaka aðeins á þriggja stiga sýningunni í þessum leik. Leikmenn liðsins fóru grimmari í teiginn og það skilaði sínu. „Við gerðu m á k veðna r áherslubreytingar. Komum með Skarphéðin í liðið og höfðum Pavel í fjarkanum á móti svæðisvörninni. Þegar við fundum Pavel á miðjusvæðinu þá gerðust góðir hlutir hjá okkur,“ sagði Hrafn. KR hélt lengstum um 20 stiga forskoti en endurkomukóngarnir í Keflavík gerðu lokaáhlaup, minnkuðu muninn í 12 stig en nær komust þeir ekki. „Maður er alltaf hræddur á móti Keflavík. Samt þegar vörnin og takturinn er hjá okkur eins og í þessum leik þá fer það ekki svo fljótt. Við vorum yfirvegaðir og flottir og fórum aldrei á taugum þrátt fyrir tvö töp,“ sagði Hrafn kátur. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega mjög svekktur. „Þetta er hrikalega sárt. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera því miður. Vörn og sókn var slök og það munaði um það að missa stóru mennina í villuvandræði. Ég vil ekki kenna dómurunum um en ég var samt ekki ánægður með þá. Þeir mega skoða sinn hluta í þessum leik,“ sagði Guðjón. „Aðalorsökin er samt sú að við vorum ekki nógu miklir naglar að þessu sinni. Það var væntanlega smá þreyta í mínu liði en maður á ekki að hugsa um það í svona leik. Við vorum ekki nægir naglar og kláruðum þetta ekki.“ henry@frettabladid.is KR SIGLDI KEFLVÍKINGA Í KAF KR-ingar léku á als oddi er þeir tryggðu sig inn í lokaúrslit Iceland Express-deildar karla með öruggum og sannfærandi sigri, 105-89, gegn Keflavík í gær. KR mætir Stjörnunni í lokaeinvíginu. MIÐJAN VAR MÆTT Í GÆR DHL-höllin var troðfull í gærkvöldi og strákarnir í Miðjunni létu vel í sér heyra allan leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EINN Á LÚÐURINN Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrirliði Keflavíkur, sést koma illa út úr baráttunni við KR-ingana Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson í leiknum í gær en Keflvíkingar réðu ekki við Brynjar og Pavel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UPPGJÖR MEISTARA! VALUR - FRAM Vodafone-höllin | Kl. 20.15 Frítt fyrir 15 ára og yngri! Í kvöld | Leikur 1 Skemmtiatriði | Grill og gos fyrir leik N1-leikur í hálfleik | Vegleg verðlaun Heiðursgestir Vals og Fram SKYLDUMÆTING! FRAM - VALUR Framhús | Kl. 16.00 Frítt fyrir 15 ára og yngri! Sunnudagur 10.apríl | Leikur 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.