Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 20
20 8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Við borgum ekki skuldir óreiðu-manna er grunntónninn í mál- flutningi þeirra sem hyggjast hafna Icesave-samkomulaginu þann 9. apríl. Þetta er að öllu leyti skilj- anlegt sjónarmið enda vandfund- inn sá einstaklingur sem brenn- ur í skinninu að fá að greiða úr eigin vasa fórnarkostnað af óráð- síu bankamanna í aðdraganda fjár- málahrunsins. En veruleikinn er mun flóknari en svo að valið standi um að borga skuldir óreiðumanna eða gera það ekki. Reyndar er það svo að þjóðin hefur verið að borga „skuldir“ óreiðumanna allar götur frá bankahruni, í formi verðbólgu, lægri launa, hærri skatta, niður- skurðar á útgjöldum til velferð- ar- og menntamála, hærri hús- næðislána, eiginfjárframlaga til endurreistra banka og svo mætti áfram telja. Allt eru þetta afleið- ingar af skuldum óreiðumanna og reyndar afskiptaleysi stjórnvalda í kjölfar einkavæðingar bankanna, sem hrun bankakerfisins velti yfir á herðar þjóðarinnar. Og óreiðu- mennirnir voru víðar en í við- skiptabönkunum því einn hæsti reikningurinn sem þjóðin þarf nú að greiða tengist tæknilegu gjald- þroti Seðlabankans vegna ábyrgðar- lausrar „þjónustu“ hans við dauða- dæmda banka mánuðina fyrir hrun. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa hefur verið áætlaður 175 milljarð- ar króna. Því miður fáum við aldrei að kjósa þann reikning út úr heim- inum. Hann er kominn til að vera. Valið Á laugardaginn stendur þjóðin hins vegar frammi fyrir afdrifaríku vali. Þá gefst kostur á því að velja á milli þess að samþykkja Icesave samkomulag sem felur einmitt í sér að óreiðumennirnir eða nánar til- tekið þrotabú Landsbankans greiðir stærstan hluta Icesave-skuldarinn- ar (líklega yfir 90%). Ríkissjóður ábyrgist afganginn sem skv. nýj- asta mati gæti numið um 27 millj- örðum króna á næstu fimm árum miðað við óbreyttar forsendur um gengi, greiðsluhraða úr þrotabúinu og mat á endurheimt eigna. Sú upp- hæð getur hækkað í rúmlega 100 milljarða eða lækkað niður í núll ef fyrrnefndar forsendur breytast verulega sbr. nýja útreikninga hag- deildar Alþýðusambands Íslands. Hinn kostur kjósenda er að segja nei og þá bendir flest til þess að málið verði útkljáð fyrir dóm- stólum. Dómstólaleiðin myndi að líkindum kosta þjóðina margfalt hærri fjárhæðir, úr röðum and- stæðinga samkomulagsins hafa heyrst tölur á borð við 140 milljarða króna en fulltrúar samninganefnd- ar með Lárus Blöndal í fararbroddi hafa nefnt 400-700 milljarða króna ef allt fer á versta veg og jafnvel allt að 1100 milljarða. Dómstóla- leiðin gæti líka skilað jákvæðri nið- urstöðu þar sem málstaður Íslend- inga yrði samþykktur um að ekki væri greiðsluskylda og útgjöldin því engin. Það eru að sönnu færri sérfræðingar en fleiri sem telja líklegt að Íslendingar vinni málið fyrir dómstólum en eina sem hægt er að fullyrða um niðurstöðu dóms- máls er að um hana ríkir óvissa. Vissan En eitt er víst – ef þjóðin segir nei við Icesave á laugardaginn þá verður kyrrstaða í íslensku hag- kerfi næstu misserin, áframhald- andi atvinnuleysi á bilinu 8-9% ef að líkum lætur, lágt lánshæf- ismat íslenska ríkisins, skortur á erlendri fjárfestingu, lítill hag- vöxtur – í einu orði sagt kreppa. Fórnarkostnaður þess að segja nei á laugardag í formi hærri vaxta- greiðslna, aukins atvinnuleysis og stöðnunar í efnahagslífi mun að líkindum hlaupa á 200-250 millj- örðum króna á næstu fimm árum. Hagdeild ASÍ áætlar að ef núver- andi áform um auknar fjárfest- ingar ganga eftir muni verðmæta- sköpun aukast um 119 milljarða á næstu þremur árum. Mikilvæg forsenda þessara fjárfestinga er greiður aðgangur að lánsfé en það er niðurstaða ASÍ að ef Ice- save-deilan er óleyst verði erlend- ir lánsfjármarkaðir áfram lokað- ir og verðmætasköpunin frestast sem því nemur. Áfram Ísland – já takk! Á laugardaginn fáum við sjald- gæft tækifæri til að kjósa minna atvinnuleysi, meiri hagvöxt, betri lánskjör, lægri ríkisútgjöld, minni óvissu um stöðu þjóðarbúsins. Já er ávísun á léttari byrðar almenn- ings vegna skulda óreiðumanna í viðskiptabönkunum og Seðla- banka. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa veginn til framtíðar. Við borgum ekki … og þó Icesave Skúli Helgason alþingismaður Það eru að sönnu færri sérfræðingar en fleiri sem telja líklegt að Íslendingar vinni málið fyrir dómstólum Örfáir dagar í kosningarn-ar stóru og enn heyri ég því haldið að þjóðinni að ef samning- arnir verði felldir sé hætta á því að íslenska ríkið verði dæmt til að endurgreiða alla Icesave-skuldina, bresk-hollenska hlutann líka. Kjarni málsins er þessi: Icesave er ennþá forgangskrafa í þrota- bú Landsbankans. Með öðrum orðum; þrotabúið á að greiða. Og samkvæmt því sem okkur er sagt á búið fyrir skuldinni; ekki aðeins þeim hluta sem Bretar og Hollend- ingar vilja að íslenska þjóðin gangi í ábyrgð fyrir heldur einnig hinum er þessar þjóðir endurgreiddu inn- stæðueigendum umfram ábyrgð- ina. Og það sem meira er – ekki er talið útilokað að þrotabúið muni á endanum eiga eitthvað upp í vext- ina sem þessar þjóðir heimta af okkur (en ég sé ekki betur en að fræðingar geri því skóna að vext- irnir séu einnig forgangskrafa í bú Landsbankans). Voðinn, ef þú velur nei, er þann- ig ekki fólginn í þeim möguleika að skuld íslensku þjóðarinnar vaxi um allan helming fyrir dómi held- ur í aðgerðum alþjóðasamfélagsins á meðan þrotabúið hefur ekki náð að reiða fram féð. Skelfingin við jáið er hins vegar ef eitthvað fer á skjön með inn- heimtur í þrotabúið, gengisþró- un verður óhagstæð eða að Ice- save breytist úr forgangskröfu í almenna. Icesave – leiðrétting Icesave Jón Hjaltason sagnfræðingur Nei við Icesave Að segja já eða nei við Icesave er spurningin um það hvort við ætlum að festa það í sessi í sögunni að almenningur taki ábyrgð á klúðri fjárglæframanna og þeirra sem féllu fyrir þeirra gylliboðum. Við svörum þessari spurningu neitandi. Með því að samþykkja að ábyrgjast svik og glæpi sem við höfum ekki tekið þátt í sendum við röng skilaboð út í samfélag okkar og stuðlum að enn meiri glæpum fjármála- manna og þátttöku gróðasækinna í þeim. Sendum bönkunum þau skila- boð að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á sínu glæfraspili. Send- um þátttakendum í fjárhættuspili bankanna þau skilaboð að þeir geri það á eigin ábyrgð. Send- um stjórnvöldum þau skilaboð að hætta að styðja fársjúkt banka- og fjármálakerfi og snúa sér að því að byggja upp banka sem þjónusta almenning en ræna ekki. Sendum þau skilaboð til komandi kynslóða að það sé ljótt að stela og svíkja og að varast beri gylli- boð hættulegra fjárglæframanna, jafnvel þótt þeir auglýsi sig fag- urlega. Þess vegna segjum við: Nei við Icesave. Nei við ofvöxnum bólubönkum. Nei við fjársjúku fjármála- kerfi. Já við ofbeldislausri byltingu almennings og mennskri framtíð. Icesave Júlíus Valdimarsson og Methúsalem Þórisson Félagar í Húmanistaflokknum Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 8. apríl 2011 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Breytingar á samþykktum félagsins, en megin efni þeirra breytinga er eftirfarandi: a. Breyting á heimili félagsins, verður: Skarfagarðar 4, Reykjavík. b. Lenging á lágmarks fresti til að boða aðalfund og til framlagningar á gögnum fyrir hluthafa fyrir aðalfund, úr einni viku í tvær. c. Að hluthafar sem ráða minnst 1/20 hlutafjárins geta krafist þess að boðað verði til hluthafafundar í stað 1/10 áður. d. Að sett verði ákvæði um sérstakt hæfi stjórnarmanna þannig að starfsmenn, stjórnarmenn og hluthafar samkeppnisaðila, og félaga sem eru tengd samkeppnisaðila, sem og aðilar sem eru nákomnir slíkum aðilum, megi ekki setjast í stjórn félagsins. Að stjórnin úrskurði um það hvort framboð uppfylli formskilyrði og hvort frambjóðendur séu hæfir til að setjast í stjórn félagsins. Úrskurði stjórnar um höfnun á framboði má skjóta til hluthafafundar. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, nákvæm útlistun á tillögum um breytingar á samþykktum, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn Hampiðjunnar hf. Aðalfundur HAMPIÐJUNNAR Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að umhverfisáhrif eftirtalinna framkvæmda skuli ekki meta sameiginlega samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum. nr. 106/2000 m.s.br. Hólmsárvirkjun (allt að 80 MW), Búlandsvirkjun (allt að 150 MW) og flutningskerfi raforku frá þeim að byggðalínu, Skaftárhreppi. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 9. maí 2011. Skipulagsstofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.