Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 62
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR46 „Það er engin kreppa í söngkeppn- inni. Kreppan er bara búin,“ segir Tindur Jensson, verkefnisstjóri hjá viðburðafyrirtækinu AM Events. Fyrirtækið heldur utan um Söng- keppni framhaldsskólanna sem fer fram á laugardaginn. Sigurvegar- inn fer ekki heim með tvær hendur tómar þegar úrslitin verða kunn- gjörð í beinni útsendingu á Stöð 2 því hann fær verðlaun sem nema um hálfri milljón íslenskra króna. Meðal þess er ferð fyrir einn til Ibiza með öllu tilheyrandi, iPhone 4 sími, árskort í Hreyfingu og 60 þúsund króna úttekt frá Cintamani auk tveggja daga í Stúdíó Sýrlandi. „Tímarnir breytast, þetta eru allsvakaleg verðlaun. Ætli skólinn min, Margmiðlunarskólinn, geti tekið þátt?“ spyr Sverrir Berg- mann, sem vann þessa keppni árið 2000 þegar hann söng Bon Jovi slagarann Always við íslenskan texta Auðuns Blöndal. Verðlaun- in þá voru ekkert í líkingu við það sem tíðkast nú. „Ég man mjög vel að ég fékk farandbikar en ekki eignarbikar, sem var mjög súrt, og svo einhverja tíma í hljóðveri,“ rifjar Sverrir upp. Hann fékk reyndar líka síma eins og sigur- vegarinn í ár; bláan Sony Erics- son og honum fylgdi símanúmer. „Hann þótti mjög flottur á sínum tíma og hefur örugglega kostað fimmtán þúsund krónur.“ Sverrir fékk einnig út að borða fyrir tvo en man ómögulega á hvaða veitinga- stað það var. „Ég man bara að ég fékk mér pitsu.“ Alls keppir 31 atriði um þennan eftirsóknarverða titil en við sögu kemur 71 keppandi frá öllu landinu. Keppnin fer að venju fram í Íþróttahöllinni á Akur- eyri, sem tekur tvö þúsund gesti í sæti, og munu Mið- Íslands félagarnir Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi kynna keppnina í FÖSTUDAGSLAGIÐ TINDUR JENSSON: ÞETTA ERU VEGLEGIR VINNINGAR Menntskælingar keppa um hálfa milljón í söngkeppni Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri RFF, leitar nú logandi ljósi að ungum manni sem sótti tónleika rapparans Ghostface Killah síðasta laug- ardag. Pilturinn sóttist eftir eiginhandaráritun rapparans á geisladisk og tóku aðstandendur RFF- hátíðarinnar það að sér að útvega honum hana. Geisladiskurinn hefur þó ekki enn komist í hendur eiganda síns. „Starfsmaður RFF sá strákinn standa í þvögunni og veifa geisladiski og penna. Hún ákvað að athuga hvað væri í gangi og hann segir henni að hann sé að reyna að verða sér úti um eiginhandaráritun Ghost- face Killah. Starfsmaðurinn ákvað að aðstoða strák- inn og tekur að sér að fá diskinn áritaðan,“ útskýr- ir Ingibjörg. Diskurinn komst í hendur rapparans daginn eftir tónleikana og tók Ingibjörg svo aftur við honum með það að markmiði að skila honum til eiganda síns. „Við höfum ekki fundið strákinn ennþá og auglýsum því eftir honum hér,“ segir Ingibjörg. Kveðjan sem rapparinn skrifaði til hins unga manns var að sögn Ingibjargar mjög hlýleg og skrifaði hann meðal annars „Thanks for everything. Stay strong. Warm love, Ghostface“. Eigandi disksins getur nálgast hann í móttöku Fréttablaðsins. - sm Leita aðdáanda Ghostface Killah EIGANDA LEITAÐ Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri RFF, leitar að eiganda geisladisks sem rapparinn Ghostface Killah áritaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við erum ekki alveg búnir að negla hvernig við ætlum að gera atriðið, en þetta er kynlífsatriði sem gerist í partíi með mörgum þátttakend- um,“ segir Óskar Þór Axelsson, leik- stjóri kvikmyndarinnar Svartur á leik. Tökur á myndinni hefjast í lok þessa mánaðar og eru þeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson í aðalhlutverk- um ásamt Maríu Birtu Bjarnadóttur og Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz. María Birta hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að í kvikmyndinni verði djörf kynlífssena og nú er komið í ljós að það er Egill Einarsson, sjálfur Gillz, sem mun leika á móti henni í senunni. Óskar Axel vildi ekki gefa upp nein smáatriði í sam- bandi við það, sagði það þó eiga sér stað í kringum einn af hápunktum kvikmyndarinnar. „Þetta er ekkert „full monty“-atriði en það er svolít- ið djarft og krefjandi fyrir leikar- ana.“ Hann upplýsir að Egill hafi komið honum og öðrum sem standa að myndinni á óvart í samlestri og á æfingum. „Hann hefur staðið sig alveg frábærlega, hann er mjög „pró“ og það er ekki að sjá að hann sé eitthvað óreyndur.“ Ekki náðist í Maríu Birtu í gær en Egill var kokhraustur að vanda þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann segist ekk- ert vera óvanur því að skella sér úr að ofan og raunar heldur ekki að leika í ástar- senu. Hann og Auðunn Blön- dal voru auðvitað mjög innilegir í stiklukeppni Sveppa og Audda fyr ir skemmstu. Spurður hvað kær- ustunni hans, Gurrý Jónsdóttur, finnist um þetta segir Egill að hún skilji líf leikar- ans. „Maður er jú bara að leika.“ - fgg María Birta og Gillz í djarfri kynlífssenu SÖGULEGT María Birta og Egill Einarsson, Gillz, leika í ástaratriði í kvikmyndinni Svartur á leik. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EKKERT SMÁRÆÐI Sigurvegarinn í Söngkeppni framhaldsskól- anna verður leystur út með glæsilegum vinningum. Hann fær úttekt úr Cintamani, iPhone 4 síma, ferð til Ibiza með öllu til- heyrandi, árskort í Hreyfingu og tvo daga í Stúdíó Sýrlandi. Sverrir Bergmann, sem vann keppnina árið 2000, fékk bláan Ericsson-síma, farandbikar og út að borða fyrir tvo. ár. Öll gistihús og hótel eru uppbók- uð fyrir norðan enda fer snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fram á sama tíma. Er því búist við metfjölda menntskælinga til bæjarins um helgina. freyrgigja@frettabladid.is „Ég er ekkert með neitt svaka- lega mörg lög inni á iTunes en þegar ég vil komast í fíling er það Check It Out með Beastie Boys.“ Þorsteinn Guðmundsson, grínisti og leikari. Tvær íslenskar kvikmyndir eru á topp fimm listanum yfir mest sóttu kvikmyndir landsins. Kurteist fólk með Stefáni Karli Stefánssyni, Eggert Þorleifssyni og Ragnhildi Steinunni í helstu hlutverk- um fer ágætlega af stað en alls sáu hana 2.200 um helgina. Myndin segir frá seinheppnum verkfræðingi sem missir konu og vinnu og heldur til Búðardals og reynir að bjarga Sláturfélaginu. Okkar eigin Osló með Brynhildi Guðjónsdóttur og Þorsteini Guðmundssyni situr síðan makindalega í fimmta sæti en yfir tuttugu þúsund áhorfend- ur hafa séð hana. Því má síðan halda til haga að toppmyndin er Sucker Punch, en í þeirri kvikmynd má heyra tónlist Bjarkar og Emilíönu Torrini. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Seljavegur 2 - 101 Reykjavík www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com Hatha jóga Hot power yoga Hot jóga Slökunarjóga Chakradans Hugleiðsla Heilun Ný námskeið að hefjast Hot power yoga – hefst þriðjudaginn 12. apríl. Byrjendanámskeið – hefst máudaginn 11. apríl. Sun 10.4. Kl. 15:00 Sun 17.4. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Brák (Kúlan) Fös 8.4. Kl. 20:00 Þri 12.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 síð.sýnU Ö Lau 9.4. Kl. 20:00 Sun 10.4. Kl. 20:00 Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö Ö Allir synir mínir (Stóra sviðið) Mið 13.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00 Ö U Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Sun 8.5. Kl. 14:00 Sun 8.5. Kl. 17:00 Sun 15.5. Kl. 14:00 Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Ö Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 8.4. Kl. 20:00 Frums. Lau 9.4. Kl. 20:00 2. sýn Fös 15.4. Kl. 20:00 3. sýn Lau 16.4. Kl. 20:00 4. sýn Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn Fös 13.5. Kl. 20:00 Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn Fim 19.5. Kl. 20:00 Ö Ö Ö U Ö U U U U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö U U Ö Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.