Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 8
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR8 DÓMSMÁL Þorvarður Davíð Ólafs- son hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á föður sinn, Ólaf Þórð- arson, og veitti honum lífshættulega áverka. Ólafur hlaut alvarlegan heila- skaða og hefur dvalið á Grensásdeild. Ákæruvaldið segist ekki vita til þess að þyngri dómur hafi fallið fyrir tilraun til manndráps. Slíkir dómar hafa verið í kringum fimm ár. Þorvarður játaði sök fyrir dómi. Hann kvaðst hafa verið að drekka og neyta fíkniefna með konu sama dag og atlagan átti sér stað. Konan hefði borið sakir á föður hans, sem hann hefði þá trúað. Eftir þetta hélt Þor- varður á heimili föður síns til að ræða þetta við hann. Hann kvaðst hafa misst stjórn á sér og meðal annars kýlt föður sinn tvisvar af afli í höfuðið með hnúa- járni, auk þess að sparka ítrekað í hann. Konan sem bar sakirnar á Ólaf sagði síðar við skýrslutökur að hún hefði aldrei hitt hann né haft nokkur sam- skipti við hann. Þorvarður bar fyrir dómi að hann hefði áður ráðist á föður sinn, þá einnig vegna upplýsinga sem hann hefði trúað. Auk fjórtán ára fangelsis var Þor- varður dæmdur bótaskyldur vegna lík- amstjóns föður hans. - jss Þyngsti dómur sögunnar vegna tilraunar til manndráps: Fjórtán ár fyrir árás á föður sinn VARÐ FYRIR ÁRÁS Ólafur Þórðarson hlaut lífshættu- lega áverka og alvarlegan heilaskaða í árás sonar hans. MYND/SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON DÝRAHALD Framleiðandi gælu- dýrafóðursins Icelandpet hefur ákveðið að innkalla það úr versl- unum. Ástæðan er sú að við eftir- lit Matvælastofnunar kom í ljós að í sumum tegundum fóðursins er cyanuric-sýra sem veldur krist- allamyndun í þvagi dýra. Kristallarnir eru torleysanlegir og leiða til sjúkleika hjá gæludýr- um. Í kjölfar ábendingar MAST um mælingu á þessum óæskilegu efnum í fóðrinu og kvartana sem hafa borist hefur Ifex innkallað fóðrið úr verslunum. - jss Óæskileg efni fundust: Gæludýrafóður var innkallað Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Kjúklingapylsur Kjúklingapylsurnar frá Holtakjúklingi eru framleiddar úr besta hráefni sem völ er á. Því geta þeir sem hugsa um hollustuna nú gætt sér á þjóðarrétti okkar Íslendinga með góðri samvisku. Hvort sem þeir vilja hann með hráum, steiktum, tómat, sinnepi eða bara beint af grillinu. DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði í gær karlmann af ákæru um kyn- ferðisbrot gegn ungri þroska- skertri sonardóttur sinni. Héraðs- dómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í tíu mánaða fang- elsi og til að greiða henni 600 þús- und í miskabætur. Í dómnum segir að frásögn stúlkunnar af háttsemi afans hafi verið á reiki og framburður henn- ar hafi tekið talsverðum breyting- um frá einni skýrslu til annarrar og ekki verið stöðugur innbyrðis í skýrslutökunum, einkum við aðal- meðferð málsins. - jss Frásögn fórnarlambs á reiki: Sýknaður af kynferðisbroti VIÐSKIPTI Skipt verður um nafn á MP banka og hann verður eini bankinn á Íslandi sem ekki verð- ur í eigu erlendra kröfuhafa eða ríkisins. Afar fjölbreyttur hópur fjárfesta tekur við, meðal annars breskir auðkýfingar með lög- heimili á aflandseyjum og Skúli Mogensen. Þetta kom fram í frétt- um Stöðvar 2 í gær. MP banki uppfyllti ekki skil- yrði Fjármálaeftirlitsins (FME) um eigið fé um síðustu áramót og gaf FME bankanum tímafrest til að bregðast við. Eitt af úrræð- unum sem voru í boði til að bæta úr því var að fá nýja fjárfesta að borðinu. Fyrirtækinu verður skipt upp og Margeir Pétursson, stofnandi bankans, hverfur úr hluthafa- hópnum en mun halda áfram utan um félag bankans í Úkraínu. Fram kom í Viðskiptablaðinu í gær að meðal nýrra eigenda MP banka yrði Rowland-fjölskyldan breska sem keypti Kaupþing í Lúxemborg. Skipt verður um nafn og nýir hluthafar í MP-banka: Breskir aðkýfingar meðal nýrra eigenda BANDARÍKIN, AP Leiðtogar demó- krata og repúblikana á Bandaríkja- þingi hafa fram á síðustu stundu ekki náð samkomulagi um fjárlög ársins. Þeir hafa því verið á stöðug- um fundum síðustu daga, því tak- ist ekki samkomulag áður en fjár- heimildir ríkissjóðs renna út, sem er í dag, þá yrðu margir ríkisstarfs- menn sendir heim og þjónusta rík- isins myndi versna til muna, þótt ekki muni starfsemi ríkisins stöðv- ast alveg. „Nú þegar efnahagslífið er enn að komast út úr óvenju djúpri kreppu, þá væri það óafsakanlegt – að teknu tilliti til þess hve litlu munar á milli flokkanna þegar að tölum kemur – að við gætum ekki gert þetta,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseta seint á miðvikudagskvöld. Repúblikanar vilja helst 73 milljarða dala niðurskurð í ríkis- fjármálum, en hafa þó fallist á 40 milljarða. Demókratar vilja hins vegar ekki skera meira niður en 33 milljarða dala. Það sem á milli ber eru því sjö milljarðar dala. Síðast kom álíka staða upp í lok árs 1995 þar sem Bill Clinton for- seti neitaði að skrifa undir fjárlög frá repúblikönum á þingi. Þá voru ríkisstarfsmenn, aðrir en þeir sem sinna bráðnauðsynlegum störf- um, sendir heim fyrst í eina viku í nóvember og svo í þrjár vikur í desember og fram yfir áramót. Málið þótti koma Clinton afar vel og telja stjórnmálaskýrendur að þar hafi hann unnið sig upp í áliti þjóðarinnar í aðdraganda kosninga sama ár. - gb, þj Send heim í fjárlagadeilu Möguleiki er á að ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verði sendir heim vegna fjárskorts á meðan demó- kratar og repúblikanar deila um fjárlög ársins. HARRY REID OG JOHN BOEHNER Leiðtogarnir á Bandaríkjaþingi hafa verið á stöð- ugum fundum undanfarið til að leysa deilu um fjárlög ársins. Hluti ríkisstarfsmanna verður mögulega sendur heim vegna fjárskorts á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Horfir þú á íslenska sakamála- þætti í sjónvarpinu? Já 66,9% Nei 33,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Hafa skoðanakannanir áhrif á skoðun þína í Icesave-málinu? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.