Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 22
22 8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Er sæmandi að fordæma siðleysi „óreiðumanna“ í einu orðinu en tileinka sér síðan sams konar siðleysi í verki? Ágæti samborgari Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endan- lega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjós- enda. Það er því mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir ábyrgð þinni um leið og þú beitir þessu valdi. Þú kýst ekki aðeins „af því bara“. Þú veist að lýðræði er annað og meira en „að fá að segja álit sitt“. Þú ert aðili að ákvörðun sem varðar þjóð- arhag og trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar þú kýst ferðu öðru fremur eftir eigin sam- visku, eigin dómgreind og eigin siðferðisvitund. Það er mikilvægt að þú kjósir um það eitt sem kosið er um – ekki um allt það sem þér finnst miður fara í samfélaginu. Það sem þú kýst um er hvort þú vilt staðfesta lög frá Alþingi um lágmarksábyrgð íslenska ríkis- ins gagnvart innistæðueigendum í útibúum Landsbankans hf. í Bret- landi og Hollandi (sjá kosning.is) – eða ekki. Þú ert ekki að kjósa um væntanlega kjarasamninga, ríkis- stjórnina, skuldastöðu heimilanna, né heldur ertu að segja álit þitt á „skuldum óreiðumannna“. Jafn- vel þótt niðurstaða kosninganna kunni með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á öll þessi mál. Þú ert eingöngu að greiða atkvæði um það hvort þú telur íslenska ríkið bera einhverja ábyrgð gagnvart við- skiptavinum íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Hollandi – eða ekki. Í raun sambærilega ábyrgð og þá sem íslensk stjórnvöld töldu sig bera gagnvart viðskiptavinum sama fyrirtækis á Íslandi. Áður en þú tekur afstöðu ætt- irðu að hugleiða nokkur grundvall- aratriði: 1. Samhliða útibúum Landsbank- ans í Bretlandi og Hollandi var starfræktur annar banki í þessum löndum, Singer og Friedlander, sem alfarið var í eigu Kaupþings. Það er engin tilviljun að ekki er gerð nein krafa um íslenska ábyrgð á innistæðum í Singer og Friedlan- der. Ástæðan er einfaldlega sú að Singer og Friedlander var enskt (o.s.frv.) fyrirtæki að lögum. Útibú Landsbankans voru íslensk. Það vantar enga lagabókstafi um ábyrgð íslenska ríkisins á íslensk- um fyrirtækjum í einkaeigu, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né í erlendum skuldbindingum Íslands. 2. Útibú Landsbankans í umræddum löndum hefðu aldrei fengið þar starfsleyfi nema með blessun íslenska fjármálaeftir- litsins og annarra viðkomandi íslenskra stjórnvalda, enda voru þau að verulegu leyti starfrækt innan ramma íslenskra laga. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu íslenska ábyrgð. 3. Lýðræðislega kjörin löggjafar- þing settu þá lagaumgjörð sem bjó í haginn fyrir íslenska „efnahags- undrið“, ríkisstjórnir sem myndað- ar voru eftir leikreglum þingræð- is og lýðræðis báru ábyrgð á því eftirlits- og andvaraleysi sem olli því að bankakerfið íslenska varð tólffalt stærra en hagkerfi ríkis- ins og endaði með því að í örrík- inu Íslandi urðu einhver stærstu bankagjaldþrot í heimssögunni. Hér liggur hin pólitíska ábyrgð sem þegar allt kemur til alls vegur þyngra en ábyrgð fjárglæframann- annanna. 4. „Við“, þú og ég jafnt sem aðrir kjósendur, veittum þessum fulltrú- um ítrekað umboð til að fara með valdið okkar. Á tímanum sem þetta var að þróast var sami maður for- sætisráðherra í ca. 14 ár og síðan verðlaunaður með því að verða seðlabankastjóri. „Við“ getum ekki firrt okkur ábyrgð með því að hrópa: „Við vissum ekki!“ 5. Þau rök sem nokkrir lögfræð- ingar halda á lofti að Íslendingum beri „engin lagaleg skylda“ til að greiða lágmarksinnistæðutrygg- ingu Icesave-reikninganna eru í raun af sama toga og þegar lög- menn útrásarvíkinganna halda því fram að „engin lög hafi verið brotin“. Hér er sami siðferðis- bresturinn að baki og í einhverj- um tilvikum sams konar gallar eða túlkunarmöguleikar á löggjöf. Er sæmandi að fordæma siðleysi „óreiðumanna“ í einu orðinu en til- einka sér síðan sams konar siðleysi í verki? Svo kann að fara að þú sért nú sem fyrr ákveðinn í að segja nei við þessum lögum. Það er að sjálfsögðu þinn lýðræðislegi réttur og það skal ekki dregið í efa að þú takir þessa ákvörðun í samræmi við það sem samviska þín, dómgreind og sið- ferðisvitund leyfir. Það er ekki ólíklegt miðað við síðustu kannan- ir að nei verði svar Íslendinga. Þá er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þú tekur með því að segja nei. Þú ert ekki að segja kannski, þú ert ekki að segja: „Við viljum betri og sanngjarnari samninga.“ Þú ert að segja: „Við borgum ekki. Okkur ber engin lagaleg skylda til að láta útlenda viðskiptavini íslenskra banka njóta jafnréttis á við okkur sjálf. „Þið“ verðið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort „við“ verðum að borga.“ Með því að segja nei ertu ekki að neita að greiða skuldir fáeinna „óreiðumanna“. Þú ert að gera alla Íslendinga að yfirlýstum óreiðumönnum. Áður en þú segir nei Icesave Vigfús Geirdal Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Ice- save 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næst- um engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skól- um á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýt- ur að þýða takmarkaðri möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave-samningnum. Að hafna Ice- save-samningnum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og eng- inn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygg- ing, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave-málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri þeir eru. Við viljum minna atvinnuleysi, öflug- an vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og mennta- kerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave-kosningarnar snúast ekki um stolt eða að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir. Ice- save-kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögu- lega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð – ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave-samningn- um 9. apríl. Hvernig ætlar ungt fólk að kjósa 9. apríl? Icesave Hrafnhildur Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.