Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 26
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR2 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Suðrænn tangó og afrískt hljóðfall verða í fyrirrúmi á tvennum tón- leikum Léttsveitarinnar í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Taktur, töfrar og tilfinning eru einkunnarorð dagsins og töfr- uð verður fram stemning eins og finna má á heitum kvöldum í Buenos Aires og New Orleans eða í dögun á víðlendum Afríku. Berg- þór Pálsson syngur einsöng með kórnum og tveir trommuleikarar, bassaleikari og píanóleikari sjá um undirleikinn. „Við fórum af stað með taktfasta tónlist eins og tangó, bæði frá Arg- entínu og Finnlandi, afríska og kúb- anska músík og fleira og úr varð voðalega skemmtilegt prógramm,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir, stjórnandi Léttsveitarinnar. „Fólk á eftir að dilla sér í sætunum og dansa innra með sér.“ Jóhanna segist hafa séð Berg- þór fyrir sér í einum tangónum og eftir það hafi ekki annar einsöngv- ari komið til greina í hennar huga. „Hann er algjört æði í þessum tangóum,“ segir hún. „Og ekki er hann síðri í öðrum lögum eins og til dæmis Jungle Drum eftir Emiliönu Torrini. Hann bókstaflega blómstr- ar í þessum lögum.“ Vortónleikar Léttsveitarinnar eru fastur liður og Jóhanna neitar því ekki að kórinn sé í samkeppni við lóuna um titilinn fyrsti vorboð- inn. „Það er rosalegur vorfiðring- ur í okkur alltaf og þetta er fimm- tánda árið sem við höldum svona tónleika. Það er svo gefandi fyrir okkur að syngja fyrir fólk og hafa þennan endapunkt á starfsemi vetr- arins. Og áhorfendur hafa í gegn- um tíðina kunnað vel að meta okkar framlag.“ Hljómsveitin sem leikur undir með kórnum er skipuð þeim Krist- ínu Jónu Þorsteinsdóttur og Kjart- ani Guðnasyni sem sjá um áslátt, Gunnari Hrafnssyni sem spilar á bassa og Aðalheiði Þorsteinsdóttur sem leikur á píanóið. Tónleikarnir eru tvennir eins og áður sagði og hefjast þeir fyrri klukkan 17 og þeir síðari klukkan 20. fridrikab@frettabladid.is Í samkeppni við lóuna Bergþór Pálsson syngur einsöng á vortónleikum Léttsveitarinnar í Íslensku óperunni á sunnudag. Sveiflan og ryþminn eru allsráðandi í lagavalinu og fjögurra manna hljómsveit sér um undirleikinn. Bergþór Pálsson syngur suðræn og seiðandi lög með Léttsveitinni í Íslensku óperunni á sunnudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU GRÆNN APRÍL Græn matarinnkaup: Taktu innkaupatösku með þér í búðina ● Ef þú kaupir plastpoka undir vörurnar, notaðu hann þá minnst þrisvar áður en hann fer undir ruslið. ● Breyttu til dæmis einu sinni í mánuði yfir í vörutegund sem er af lífrænum uppruna. ● Lestu innihaldslýsingu vörunnar sem þú ert að kaupa og kynntu þér hvað er best að forðast. ● Kynntu þér hverjir selja umhverfis- og siðgæðisvottaðar vörur. ● Kauptu siðgæðisvottað eða lífrænt ræktað kaffi. ● Notaðu lífrænt ræktað íslenskt bygg í matargerð í stað hrísgrjóna. Íslenskur fiskur og kjöt eru góðir valkostir í matargerð. www.graen- napril.is Leikritið Gilitrutt verður sýnt í Gerðubergs- safni á sunnudag klukkan 14. Leikgerðina gerði Bernd Ogrodnik en leikstjórnin er í höndum Benedikts Erlingssonar. Aðgangur er ókeypis. Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Krummi rúmföt fermingartilboð Áður 11.980 Nú 9.584 Lín Design Laugavegi 176 www.lindesign.is 100% bómull Full búð af nýjum vörum fyrir stelpur og konur, frábær verð Opið mánudag- föstudag frá 11-18, laugardaga frá 11-16. Suðulandsbraut 50 Bláu húsin við Faxafen 108 Reykjavík Tel: 5884499 mostc@mostc.is Við erum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.