Fréttablaðið - 08.04.2011, Qupperneq 26
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR2
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
KOMDU Í ÖLL HELSTU
PARTÝIN MEÐ OKKUR
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Suðrænn tangó og afrískt hljóðfall
verða í fyrirrúmi á tvennum tón-
leikum Léttsveitarinnar í Íslensku
óperunni á sunnudagskvöldið.
Taktur, töfrar og tilfinning eru
einkunnarorð dagsins og töfr-
uð verður fram stemning eins
og finna má á heitum kvöldum í
Buenos Aires og New Orleans eða
í dögun á víðlendum Afríku. Berg-
þór Pálsson syngur einsöng með
kórnum og tveir trommuleikarar,
bassaleikari og píanóleikari sjá um
undirleikinn.
„Við fórum af stað með taktfasta
tónlist eins og tangó, bæði frá Arg-
entínu og Finnlandi, afríska og kúb-
anska músík og fleira og úr varð
voðalega skemmtilegt prógramm,“
segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir,
stjórnandi Léttsveitarinnar. „Fólk
á eftir að dilla sér í sætunum og
dansa innra með sér.“
Jóhanna segist hafa séð Berg-
þór fyrir sér í einum tangónum og
eftir það hafi ekki annar einsöngv-
ari komið til greina í hennar huga.
„Hann er algjört æði í þessum
tangóum,“ segir hún. „Og ekki er
hann síðri í öðrum lögum eins og til
dæmis Jungle Drum eftir Emiliönu
Torrini. Hann bókstaflega blómstr-
ar í þessum lögum.“
Vortónleikar Léttsveitarinnar
eru fastur liður og Jóhanna neitar
því ekki að kórinn sé í samkeppni
við lóuna um titilinn fyrsti vorboð-
inn. „Það er rosalegur vorfiðring-
ur í okkur alltaf og þetta er fimm-
tánda árið sem við höldum svona
tónleika. Það er svo gefandi fyrir
okkur að syngja fyrir fólk og hafa
þennan endapunkt á starfsemi vetr-
arins. Og áhorfendur hafa í gegn-
um tíðina kunnað vel að meta okkar
framlag.“
Hljómsveitin sem leikur undir
með kórnum er skipuð þeim Krist-
ínu Jónu Þorsteinsdóttur og Kjart-
ani Guðnasyni sem sjá um áslátt,
Gunnari Hrafnssyni sem spilar á
bassa og Aðalheiði Þorsteinsdóttur
sem leikur á píanóið.
Tónleikarnir eru tvennir eins
og áður sagði og hefjast þeir fyrri
klukkan 17 og þeir síðari klukkan
20. fridrikab@frettabladid.is
Í samkeppni við lóuna
Bergþór Pálsson syngur einsöng á vortónleikum Léttsveitarinnar í Íslensku óperunni á sunnudag.
Sveiflan og ryþminn eru allsráðandi í lagavalinu og fjögurra manna hljómsveit sér um undirleikinn.
Bergþór Pálsson syngur suðræn og seiðandi lög með Léttsveitinni í Íslensku óperunni á sunnudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi
eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á:
visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
GRÆNN APRÍL
Græn matarinnkaup:
Taktu innkaupatösku
með þér í búðina
● Ef þú kaupir plastpoka
undir vörurnar, notaðu
hann þá minnst þrisvar
áður en hann fer undir
ruslið.
● Breyttu til dæmis einu
sinni í mánuði yfir í
vörutegund sem er af
lífrænum uppruna.
● Lestu innihaldslýsingu
vörunnar sem þú ert að
kaupa og kynntu þér hvað
er best að forðast.
● Kynntu þér hverjir
selja umhverfis- og
siðgæðisvottaðar vörur.
● Kauptu siðgæðisvottað
eða lífrænt ræktað kaffi.
● Notaðu lífrænt ræktað
íslenskt bygg í matargerð í
stað hrísgrjóna.
Íslenskur fiskur og kjöt
eru góðir valkostir í
matargerð.
www.graen-
napril.is
Leikritið Gilitrutt verður sýnt í Gerðubergs-
safni á sunnudag klukkan 14. Leikgerðina gerði
Bernd Ogrodnik en leikstjórnin er í höndum
Benedikts Erlingssonar. Aðgangur er ókeypis.
Sölustaðir:
10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó,
Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,
Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin,
Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
Krummi
rúmföt
fermingartilboð
Áður 11.980
Nú 9.584
Lín Design Laugavegi 176 www.lindesign.is
100% bómull
Full búð af nýjum vörum fyrir
stelpur og konur, frábær verð
Opið
mánudag- föstudag frá 11-18,
laugardaga frá 11-16.
Suðulandsbraut 50
Bláu húsin við Faxafen
108 Reykjavík
Tel: 5884499
mostc@mostc.is
Við erum á