Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 33
8. apríl föstudagur 7 ✽ m yn da la bú m iðhefur þó breyst mikið og þá sér-staklega með komu Listaháskól- ans sem hefur útskrifað fjölda hæfileikaríkra hönnuða sem víla ekki fyrir sér að stofna eigið merki. Núna eru til íslensk fyrir- tæki sem eru virkilega að hanna og framleiða föt í einhverjum mæli og það finnst mér frábær þróun enda hefur allt tískuum- hverfið hér gjörbreyst á undan- förnum árum.“ HEILLAÐIST AF HÆLUNUM Bergþóra og Jóel kynntust árið 1991 þegar þau voru bæði við nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð og segist Bergþóra hafa fallið fyrir Jóel þegar hún sá hann á sviði í uppsetningu skólans á söngleikn- um Rocky Horror Picture Show. „Ég horfði á hann spila á sviðinu í háum hælum og sokkaböndum og maður náttúrulega kolféll fyrir því,“ segir hún brosandi. Parið á saman tvo syni sem Bergþóra lýsir sem yndislegum. Það liggur beinast við að spyrja Bergþóru hvernig gangi að vinna svo náið með maka sínum? „Við erum oft spurð að þessu,“ segir hún og hlær. „Það gerist oft að samstarf tveggja einstak- linga springur á einhverju tíma- bili vegna ósættis en í okkar til- felli er svolítið meira í húfi og þess vegna verðum við einfald- lega að láta þetta ganga upp. Við eigum jafn mikið í þessu og hing- að til hefur þetta gengið ofsalega vel. Það skemmir heldur ekki fyrir að við erum stanslaust um- kringd skemmtilegu og hæfileika- ríku fólki sem gerir vinnuna þeim mun skemmtilegri.“ FALDI SIG Á BAK VIÐ HILLU Að sögn Bergþóru hafa þau leyft fyrirtækinu að vaxa svolít- ið eins og plöntu og verða til af sjálfu sér. Þau vinna nú að því að stækka línuna töluvert og eru til að mynda að hanna fyrstu heilsteyptu sumarlínu sína. Þau hafa reglulega sótt sölusýningu í tengslum við tískuvikuna í Kaupmannahöfn og viðurkennir Bergþóra að þar hafi þau kynnst ýmsum kynlegum kvistum. „Það er svolítið gaman að upplifa þetta allt í gegnum Jóel því hann er svo innilega ekki úr þessum bransa og finnst alltaf jafn skrít- ið að hitta suma þessa léttfreðnu tískuspekúlanta á sölusýningum í Danmörku. En svo gæti verið að við séum bara skrítna fólkið á þessum sýningum, ég veit það ekki,“ segir hún glaðlega. Þótt það sé ávallt fagnaðarefni að gera nýja sölusamninga eftir slíkar sýningar segir Bergþóra það skipta mestu að fá pant- anir aftur frá kaupendum. „Það þýðir að fólk er ánægt og vill meira. Það er alltaf góð tilfinn- ing,“ segir hún. Íslendingar hafa tekið sérstaklega vel í hönnun Farmers Market og segir Bergþóra það vera skrítið að mæta fólki á götum úti íklætt hönnun henn- ar. „Fyrst þegar ég rakst á mann í peysu frá okkur var ég stödd úti í búð og ég varð svo hrikalega feimin að ég faldi mig á bak við hillu. En núna finnst mér þetta bara skemmtilegt,“ segir hún og bætir við; „Ég fæ alltaf svo- litla þráhyggju fyrir því sem ég er að hanna hverju sinni og það tók mig til dæmis rúm tvö ár að hanna herrabuxurnar okkar. Mér finnst því sérstaklega gaman þegar ég rekst á menn sem eru í þeim.“ Ég sjö ára gömul í heimsókn í sveitinni hjá frændfólki mínu Dísu og Denda á Kópsvatni. Þarna er ég heima hjá mér með drengjunum mínum. Hér er ein af mínum uppá- halds: Dorrit kíkir stundum inn á vinnustofuna mína. Dálítið stressuð baksviðs korteri fyrir sýningu Farmers Market og Andersen & Lauth á Hönnun- armars 2011. Á myndinni eru Gunnar Hilmars- son, Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, ég og Jóel. Kringlunni Snyrtivörudeild Lyfja & heilsu Kringlunni veitir 20% afslátt af öllum Bobbi Brown snyrtivörum dagana 7. – 13. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.