Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 4
12. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 25° 12° 9° 12° 10° 8° 8° 21° 14° 24° 14° 30° 7° 14° 14° 6°Á MORGUN víða 5-10 m/s, hvassara syðst. FIMMTUDAGUR Stíf S-átt vestanlands. 6 4 3 4 4 6 8 7 5 7 0 11 12 8 9 7 9 10 12 5 13 9 7 3 4 5 7 4 2 4 7 3 BEST NA-TIL Litlar breytingar eru í kortunum næstu daga, áfram ríkja SV-áttir. Í dag eru horfur á skúrum eða éljum víða um land en í fyrrmálið kemur víðáttu- mikil lægð upp að landinu með rigningu, einkum sunnan til. NA- lands verður áfram bjart með köfl um og úrkomulítið. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður FRÉTTASKÝRING Hvað hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, sagt um Icesave og málstað Íslend- inga í málinu? Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, sagði ekkert mark takandi á því sem komið hafi frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um Icesave-málið hingað til, á blaða- mannafundi á sunnudag. Þetta sagði Ólafur þrátt fyrir að ESA hafi sent íslenskum stjórn- völdum áminningarbréf þar sem fram kemur að stofnunin hafi komist að þeirri frumniðurstöðu að Íslandi beri að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. „Ég veit ekki betur en að eftir- litsstofnun EFTA eigi eftir að gera málið upp við sig og að eftir- litsstofnun EFTA bíði núna eftir því að fá röksemdir og málflutn- ing Íslendinga. Það væri nú skrýt- ið ef eftirlitstofnun EFTA færi að gefa einhvern úrskurð eða gefa eitthvað til kynna áður en mál- flutningur annars aðilans hefði komið fram,“ sagði Ólafur Ragn- ar á sunnudag. „Eftirlitsstofnun EFTA hefur bara ekkert sagt um málið enn sem komið er sem mark er á tak- andi nema það heyrðust einhverj- ar einkaskoðanir manna hér í umræðunni sem þeir hlupu reynd- ar frá þegar þeim var bent á að það væri óeðlilegt,“ sagði Ólafur. ESA sendi þann 26. maí í fyrra áminningarbréf til Íslands vegna Icesave-málsins. Þar kemur fram að ESA hafi komist að þeirri frumniðurstöðu að íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja greiðslur á lágmarks- tryggingu á reikningum Lands- bankans í Bretlandi og Hollandi. Vísað er til þess í áminningar- bréfinu að tilskipun um innstæðu- tryggingar sé hluti af EES-samn- ingnum. Samkvæmt henni beri Íslandi að greiða hverjum inn- stæðueiganda ríflega 20 þúsund evrur í kjölfar falls Landsbank- ans. Íslensk stjórnvöld hafa sett fram þau sjónarmið að nægilegt hafi verið að koma á fót Trygg- ingasjóði innstæðueigenda og fjármagnseigenda í samræmi við tilskipunina. Ráði sjóðurinn ekki við að greiða lágmarksinnstæðu- tryggingu sé það ekki á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að greiða mismuninn. Þá hefur ríkisstjórn Íslands haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni eins og orðið hafi hér á landi. Í áminningarbréfi ESA kemur fram að stofnunin fallist á hvor- ugt af þessum sjónarmiðum íslenska ríkisins. „Innstæðutryggingartilskip- unin tryggir að sparifjáreigendur fái greiddar 20.000 evrur ef banki þeirra verður gjaldþrota. Öll ríki verða að sjá til þess að sparifjár- eigendur njóti þeirrar verndar. Hún er nauðsynleg til þess að viðskiptavinir banka geti verið öruggir um sparifé sitt,“ er haft eftir Per Sanderud, forseta ESA, í tilkynningu sem send var fjöl- miðlum eftir að áminningarbréfið var sent íslenskum stjórnvöldum. brjann@frettabladid.is Eftirlitsstofnun bíður svars Íslands við áminningarbréfi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fullyrðir að ESA hafi ekkert sagt um Icesave sem mark sé á tak- andi. Frumniðurstöður ESA eru þegar komnar fram og eru þvert á fullyrðingar íslenskra stjórnvalda. ÁMINNT Íslensk stjórnvöld frestuðu því að svara áminningarbréfi eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave þar sem til stóð að semja um málið. Nú þegar samningarnir hafa verið felldir þarf að svara áminningarbréfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Munu vísa Icesave til EFTA dómstólsins Áminningarbréf er fyrsta skref ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, til að bregðast við telji stofnunin að ríki brjóti gegn EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum var sent áminningarbréf vegna Icesave 26. maí í fyrra. Ríkisstjórnin frestaði því að taka afstöðu til bréfsins þar sem til stóð að ljúka Icesave-málinu með samningi. Nú er unnið að því að svara bréfi ESA. Í tilkynningu sem birt var á vef ESA í gær kemur fram að stofnunin geri ráð fyrir því að svör íslenskra stjórnvalda við áminningarbréfinu fljótlega. ESA muni þá kynna sér svörin áður en frekari skref verði tekin í málinu. Komi ekkert fram í svari íslenskra stjórnvalda sem hnekki frumniður- stöðu stofnunarinnar mun ESA senda frá sér rökstutt álit um brot Íslands á skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum. Í kjölfarið fær Ísland tveggja mánaða frest til að bregðast við álitinu. „Geri Ísland það ekki mun ESA vísa málinu til EFTA dómstólsins,“ segir í tilkynningunni. DANMÖRK Stjórnmálamenn og dýraverndunarsamtök í Dan- mörku hafa kallað eftir löggjöf gegn kynlífi með dýrum eftir umdeilda heimildarmynd sem sýnd var nýverið í sjónvarpi. Dómsmálaráðherrann Lars Barfoed segir að þó hann sé alfarið á móti slíku framferði, sé ekki víst að sérstök lög þurfi um kynlíf með dýrum. Núverandi lög kveði á um bann gegn mis- notkun dýra, en hann sé þó tilbú- inn til að ræða málið á þinginu á ný. - þj Dönsk mynd vekur deilur: Vilja lög gegn dýrakynlífi UTANRÍKISMÁL Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið skaðast ekki af því að Íslending- ar hafi hafnað því að staðfesta Icesave-samninginn í þjóðar- atkvæðagreiðslu. „Niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar hefur engin áhrif á yfirstandandi aðildarviðræð- ur, sem framkvæmdastjórnin stendur að af fullum heilindum,“ segir í yfirlýsingu frá Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB, og Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaðar ESB. Þar segir jafnframt að ESB muni fylgjast grannt með frek- ari þróun Icesave-málsins og því að Ísland standi við skuld- bindingar sínar sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. - bj Þjóðaratkvæði um Icesave: Engin áhrif á ESB-viðræður PERSÓNUVERND Kvörtun flug- manns vegna kröfu Seðlabank- ans um að fá afrit af vaktaáætl- un áhafnarmeðlima var vísað frá af Persónuvernd. Stofnun- in taldi það ekki heyra til síns valdsviðs að gera athugasemdir við hvernig aðrar ríkisstofnanir rækja sitt hlutverk samkvæmt lögum. Seðlabankinn fer fram á að fá vaktaáætlanir áhafnarmeð- lima til að þeir geti keypt gjald- eyri, þar sem ekki eru til staðar farseðlar eins og hjá almennum farþegum. Flugmaður sem kærði málið taldi vaktaáætlanir trúnaðar- mál, og að duga ætti að sýna skilríki sem sýndu að viðkom- andi væri í starfi hjá flugfélagi. - bj Persónuvernd vísar máli frá: Seðlabanki fær vaktaáætlunina MINSK Ellefu létust og hundruð slösuðust í spreng- ingu í neðanjarðarlestakerfi Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, um miðjan dag í gær. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en þar- lend fréttastofa, RIA Novosti, hafði eftir aðstoðar- ríkissaksóknara landsins að um hryðjuverkaárás hefði verið að ræða. Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, ýjaði að því í sjónvarpsviðtali í gær að erlendum hryðju- verkamönnum væri um að kenna. „Við verðum að komast að því hverjir hagnast á því að grafa undan friði og stöðugleika í landinu – hverjir bera ábyrgðina,“ sagði Lúkasjenkó. „Ég útiloka ekki að þessi sprenging hafi verið gjöf frá útlöndum.“ Sprengingin varð um það leyti sem farþegar stigu frá borði neðanjarðarlestar skammt frá heimili og skrifstofum Lúkasjenkós. - sh Forseti Hvíta-Rússlands kennir erlendum hryðjuverkamönnum um: Ellefu fórust í sprengjutilræði MARGIR SÆRÐIR Sár kona sést hér færð í sjúkrabíl eftir sprenginguna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 11.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9024 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,09 112,63 183,42 184,32 162,11 163,01 21,735 21,863 20,719 20,841 17,991 18,097 1,3228 1,3306 178,86 179,92 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GLÆSILEGT ÚRVAL FERMINGARGJAFA HJÁ JÓNI OG ÓSKARI Leðurarmband kr. 7.600 Hlekkir frá kr. 5.500 WWW.JONOGOSKAR.IS LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.