Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 12
12 12. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
S
autján ára aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu
virðist furðu oft gleymast í umræðum um Evrópumál.
Hún gleymist til dæmis þegar talað er um „aðlögunarvið-
ræður“ en ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið og
því haldið fram að íslenzkt samfélag þurfi að taka gagn-
gerum breytingum, áður en til aðildar að ESB getur komið. Þeir
sem tala svona hafa ekki tekið eftir þeim gífurlegu breytingum
sem EES-aðildin hefur leitt af sér, en í samanburðinum er undir-
búningur stjórnsýslunnar fyrir hugsanlega ESB-aðild smámunir.
EES gleymist líka þegar reynt er að telja okkur trú um að
Evrópusambandið sé „ólýðræðislegt skrifræðisbákn“. Það er hægt
að færa rök fyrir því að ESB sé
bákn, sem samþykkir mikið af
lögum og reglugerðum. Í sam-
anburði við stjórnsýslu flestra
aðildarríkjanna er það þó smátt
í sniðum. Það má líka halda fram
að ákvarðanir í ESB skorti lýð-
ræðislegt lögmæti vegna þess að
þær séu teknar býsna langt frá
borgurum einstakra aðildarríkja. Þó eru ákvarðanirnar teknar af
ráðherrum sem hafa lýðræðislegt umboð og Evrópuþingið, sem
kjörið er beint af ESB-borgurum, hefur fengið aukin völd.
Það sem andstæðingar „ólýðræðislega skrifræðisbáknsins“
gleyma hins vegar er að með EES-samningnum skuldbatt Ísland
sig til þess að leiða nánast sjálfkrafa í íslenzk lög veigamikinn
hluta þeirra laga og reglna sem samþykktar eru í Brussel – og það
án þess að lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi hafi nokkur
áhrif að ráði á samþykkt þeirra.
Ef hægt er að tala um „lýðræðishalla“ í Evrópusambandinu
er sá lýðræðishalli tvöfaldur þegar kemur að þeim yfir 8.000
tilskipunum og reglugerðum sem Ísland hefur þegið af Evrópu-
sambandinu undanfarin sautján ár. Það er reyndar áhugaverð
þversögn að sumir þeir sem tala mest um vonda báknið í Brussel
voru sjálfir í hópi þeirra sem hvað ákafast börðust fyrir samþykkt
EES-samningsins – og þar með hlutdeild okkar í bákninu.
Maximilian Conrad, kennari í Evrópufræðum við Háskóla
Íslands, ræddi hinn meinta lýðræðishalla í ESB í viðtali við helg-
arblað Fréttablaðsins. Um hinn tvöfalda lýðræðishalla Íslendinga
segir hann: „Pólitískt séð hljóta allir að vilja endurheimta eitthvað
af þessu glataða fullveldi. Það hljóta allir að vilja sitja við borðið
þar sem er verið að semja um þá. Þetta er augljósasti punkturinn
og um leið áhugaverður við afstöðu Íslendinga til Evrópu. Þið vilj-
ið taka þátt í samvinnunni, og af góðum ástæðum, en þið gangið
ekki alla leið heldur eruð tilbúin að greiða þetta lýðræðislega gjald
sem er að vera ekki viðstödd þegar ákvarðanir eru teknar.“
Ein rökin fyrir því að semja um aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu eru að þar með fengjum við á ný áhrif á ákvarðanir, sem
skipta miklu fyrir íslenzka hagsmuni og þær ákvarðanir yrðu
háðar lýðræðislegu aðhaldi íslenzkra kjósenda, eins og kjósenda
í öðrum ríkjum ESB. Fáir tala fyrir því að Ísland segi sig frá
EES-samningnum. Hann hefur að flestu leyti verið til góðs. En til
lengdar getum við ekki sætt okkur við að greiða það lýðræðislega
gjald, sem í honum felst. Sízt af öllu er hægt að halda því fram að
lýðræðinu reiddi verr af með ESB-aðild Íslands.
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því
hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli.
Tugir ef ekki hundruð manna sækja um
hvert starf og þá er eins gott að ferilskrá-
in sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem
boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá
þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu
sé að fá, fólk vilji hana bara ekki. Það
getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er
rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin
skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu
á þessum undarlegu tímum vita ekki hve
erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að
fá hverja höfnunina á fætur annarri.
Þeir atvinnuleitendur sem eru um og
yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei
verið í þessum sporum áður. Mikill upp-
gangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru
ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt
mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá
vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel.
Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakross-
húsið í Borgartúni og eru á fyrrgreind-
um aldri minnast þess tíma með sökn-
uði. Það er ávallt skemmtilegt að hlusta
á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið
og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu
ljóma þegar kemur að árangurslýsingum,
óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem
áttu sér stað – vírar voru slegnir saman
til þess að koma vélum í gang svo verkið
gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru
fangelsaðir fyrir tungumálamisskilning
í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggi-
gúmmíi eða því sem hendi var næst til
bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann
fór í gegn þá var hreinsað með joði og
haldið áfram að vinna. Sögurnar eru enda-
lausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og
spennandi. Að vera án vinnu eftir ævi-
langt hark og strit, með miklum sýni-
legum árangri (einstaklingar sem geta
bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að
byggja), er vægast sagt mannskemmandi.
Það sem er til ráða og menn eru almennt
sammála um er að gefast ekki upp. Horfa
fram á við. Halda áfram að leita og sækja
um störf. Alla föstudaga í Rauðakrosshús-
inu í Borgartúni 25 er farið í markvissa
atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með
innslög um málefni sem skipta atvinnu-
leitendur máli – farið er sérstaklega vel
yfir gerð feril skrár. Stuðningur og sam-
vera á krepputímum er nauðsynlegur, það
er ekki auðvelt að halda áfram þegar „nei-
in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka
fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn
eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund
atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu.
Atvinnuleit er erfið
Rauði
krossinn
Fjóla
Einarsdóttir
verkefnisstjóri
Félagsvina,
atvinnuleitenda
hjá Rauða
krossinum
Átökin
Enn halda þingmenn VG uppi stuðinu
í pólitíkinni. Óvísindaleg athugun leiðir
í ljós að frá því að VG komst í ríkis-
stjórn hafa þingmenn flokksins deilt
harðar innbyrðis en við þingmenn
annarra flokka. Það er sérstakt enda
hafa flokksbundnir stjórn-
málamenn jafnan lagt
sig fram við að kljást við
pólitíska andstæðinga í
öðrum flokkum fremur
en í sínum eigin.
Traustið
Það er fullkomlega
skiljanlegt að Guð-
fríður Lilja sé fúl - og raunar reið - yfir
því að vera ekki lengur þingflokks-
formaður. Óskiljanlegt er hins vegar
að hún skuli draga fram kyn sitt og
þá staðreynd að hún var að koma
úr fæðingarorlofi, þegar hún harmar
framgöngu þeirra sem vildu Árna Þór
í embættið. Málið er pólitískt og auð-
vitað skiptir það eitt máli að hún naut
ekki lengur trúnaðar formanns flokks-
ins. Í stjórnmálum stendur trúnaður
kynferði og barneignum framar. Því
breytir ekkert, ekki einu sinni skýrsla
rannsóknarnefndar Alþingis.
Sögulokin
Ekki var við öðru
að búast en að Ásmundur Einar og
Ögmundur lýstu hryggð sinni yfir þing-
flokksformannsskiptunum; þeir eru og
hafa verið hryggir yfir flestu sem Árni
Þór og Steingrímur aðhafast. Samt eru
þeir, og Guðfríður og Jón Bjarna, enn í
þingflokknum. Auðvitað getur þessari
átakasögu VG aðeins lokið
með einum hætti; þau
fjögur elta Atla og Lilju úr
þingflokknum. Að öðrum
kosti heldur þetta áfram
og ekki nokkur maður
getur talað um VG án
þess að hlæja eða gráta.
bjorn@frettabladid.is
Aumir og stífir vöðvar?
Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera
á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað
án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða
lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12
ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar
sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Verkjastillandi og bólgueyðandi við
verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum
Nýtt lok!
Auðvelt að opn
a
Af hverju sætta Íslendingar sig við tvöfaldan
lýðræðishalla í samskiptum sínum við ESB?
Lýðræðislegt gjald