Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 26
12. APRÍL 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fartölvur Það er óhætt að segja að tölvuframleiðandinn Dell hafi ávallt fylgt samtímanum og jafnvel verið skrefi á undan. Nú býður Dell upp á þriggja ára ábyrgð á rafhlöðum í nýjustu útgáfum af Latitude E- fyrirtækjalínunni. „Dell er fyrsta tölvufyrirtækið sem býður upp á þriggja ára ábyrgð á rafhlöðunni en við höfum einnig í rúmt ár boðið upp á fimm ára ábyrgð á varahlutunum,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, sölustjóri vörulausna hjá EJS. „Dell skilur að tæknin er orðin hluti af lífi starfsmanna bæði í vinnu og tóm- stundum. Starfsmenn nota tölvuna jafnt í ritvinnslu og bókhaldi í vinnunni, þeir nota samskiptaforrit á borð við Skype í tölv- unni og tjá sig á samfélagsmiðlum eins og á bloggi, Twitter og Fésbókinni. Til þess að koma til móts við breyttar þarfir eru Lati- tude-fyrirtækjatölvurnar með vefmynda- vélum og hljóðnemum auk þess sem tölv- urnar veita öflugan stuðning við þráðlaus net þannig að starfsmenn geta alltaf verið í sambandi. Þetta er það sem markaðurinn er að kalla eftir og Dell-tölvurnar sameina þetta allt.“ Bjarni segir að sömu rafhlöður gangi í alla E-línunna. „Það er svo hægt að bæta við rafhlöðum bæði undir tölvurnar og einnig er hægt að taka út geisladrifið og bæta þar við rafhlöðu til þess að fá enn lengri end- ingu. Það tekur rafhlöðuna aðeins klukku- tíma að ná 80% hleðslu. Slíkt getur verið mjög hentugt ef fólk er til dæmis á leið í nokkurra tíma flug en á ef til vill lítið eftir af rafhlöðunni.“ En það er ekki aðeins end- ingargóð rafhlaða og meiri ábyrgð sem er einkennandi fyrir Dell-fartölvurnar. Í þeim eru nýjustu Intel-örgjörvarnir, hægt er að fá skjáina í stærðum frá 12“ til 15“, og einn- ig er grindin og hjarirnar enn sterkari en áður. Bjarni segir að íslensk fyrirtæki geri miklar öryggiskröfur til tölva. „Við bjóð- um upp á ýmsar lausnir. Latitude-vélarn- ar eru með fallvörn, fingrafaralesara og ýmsa fleiri öryggisþætti. Þá eru vélarnar tilbúnar fyrir rafræn skilríki en þau eru sífellt að verða útbreiddari hér á landi. Að lokum má ekki gleyma útlitinu, það er stíll yfir því. Dell eru litaglaðir í fartölvunum. Þær eru ekki aðeins til í svörtu heldur í ýmsum öðrum litum.“ EJS sameinaðist um síðustu áramót SKÝRR en það er í dag stærsta upplýsinga- fyrirtæki landsins og áttunda stærsta fyr- irtækið á Norðurlöndunum í sínum geira. „Það má segja að við komum við sögu hjá hverjum einasta landsmanni á hverjum degi í okkar rekstri í upplýsingageiranum og það er bæði skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Bjarni Þór. Þriggja ára ábyrgð á rafhlöðum „Dell er fyrsta tölvufyrirtækið sem býður upp á þriggja ára ábyrgð á rafhlöðunni en við höfum einnig í rúmt ár boðið upp á fimm ára ábyrgð á varahlutunum,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, sölustjóri vörulausna hjá EJS. MYND/GVA Samsung-tölvur hafa meðal annars þann kost að bila mjög sjaldan að sögn Kjartans Gústavssonar sölumanns í Ormsson. Hann segir fartölvur verða minni og minni að umfangi en æ öflugri tæknilega. „Samsung er aðalmerkið hjá okkur í fartölvunum. Þær hafa verið að koma mjög vel út hvað varðar lága bilanatíðni, eftir því sem fram kemur á netinu hjá óháðum dómurum,“ segir Kjartan Gústavsson, sölu- maður í Ormsson. Hann segir vélarnar að sjálfsögðu ávallt koma með nýjasta stýri- kerfinu hverju sinni, núna sé það Windows 7. Spurður út í forrit- in sem fylgi þeim svarar hann: „Þetta er misjafnt eftir vélum. Sumar koma núna með Trial-út- gáfu af Office sem notandinn getur prófað í ákveðinn tíma áður en hann ákveður hvort hann vilji kaupa það, aðrar eru með önnur afbrigði af Office sem fylgir tölvunni. Ég get nefnt Work sem er frá Microsoft líka.“ Annars segir Kjartan lítið um nýjungar innan fartölvugeirans nema hvað þær verði alltaf minni og minni og öflugri og öflugri en þó á sambærilegu verði og áður. Er sem sagt endalaus þörf fyrir meiri kraft? „Það eru fyrst og fremst tölvuleikirnir sem gera alltaf kröfur um öflugri vélar en hin hefðbundna heimilisnotkun gerir það ekki,“ upplýsir hann. Hvað um skólafólkið? Vill það eitthvað sérstakt? „Litlu vél- arnar sem eru með 10,1 tommu skjá eru mjög vin- sælar meðal skólafólks. Þær eru svo léttar og meðfærileg- ar í alla staði og vinnslugeta þeirra mikil,“ svarar Kjartan og bætir við að minnstu tölv- urnar þyki líka eftirsókn- arverðar fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Sú vél sem best selst sem fermingargjöf þetta vorið er 15,6 tommu tölva að sögn Kjart- ans enda er fólk þar að fá fína vél á hagstæðu verði. „Við höfum verið að bjóða vélar frá 79 þúsundum og upp úr. Svo fer það eftir því í hvað á að nota tölvurnar hvað við ráðleggjum fólki að kaupa,“ segir hann. Að lokum berst talið að litum. „Algengustu litirnir í tölvunum eru silfraðir, rauð- ir, hvítir og svartir,“ upplýs- ir Kjartan og tekur fram að þá sé átt við lokið en yfirleitt séu þær með dökkt eða silfrað lyklaborð. Smáar en knáar og meðfærilegar „Það fer eftir því í hvað á að nota tölvurnar hvað við ráðleggjum fólki að kaupa,“ segir Kjartan Gústavsson, sölumaður hjá Ormsson. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.