Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2011 7dekk ● Viðskiptavinir Heklu munu eiga von á góðu í apríl þegar þar verður opnað nýtt dekkjaverkstæði af fullkomnustu gerð. Hekla hefur um árabil boðið bif- reiðaeigendum upp á framúrskar- andi þjónustu. Til marks um það ætlar fyrirtækið að opna dekkja- verkstæði af fullkomnustu gerð í þessari viku. „Hingað til höfum við rekið lítið dekkjaverkstæði með einum starfsmanni sem hefur varla haft undan við að sinna vaxandi eftir- spurn eftir þjónustu. Við ákváð- um því að blása til sóknar með því að opna stærra verkstæði og þannig koma til móts við þarf- ir viðskiptavina okkar, sem geta nú komið beint inn af götunni án þess að panta tíma,“ segir Krist- ján Guðjón Bjarnason, verkefna- stjóri dekkjaverkstæðis Heklu. Nýja verkstæðið er í portinu aftan við Heklu á Laugavegi 170- 174, þar sem fyrir er smurstöð. „Hekla býður nú upp á alhliða bílaþjónustu; viðgerðaverkstæði, fullkomna smurstöð og svo núna fullkomið dekkjaverkstæði,“ segir Kristján og lýsir þjónustunni nánar. „Við sinnum öllum almenn- um dekkjaviðgerðum; umfelgum, jafnvægisstillum, veitum ráðgjöf við val á dekkjum og seljum ný dekk frá nær öllum framleiðend- um og tökum auðvitað vel á móti öllum gerðum bíla, bæði fólksbíl- um og jeppum og ekki bara teg- undum sem Hekla selur,“ telur Kristján upp, en hann er enginn aukvisi og með áralanga reynslu að baki. Loks getur Kristján þess að í apríl verði sérstaklega vel tekið á móti viðskiptavinum dekkja- verkstæðisins. „Já, við verðum með alls konar góð og spennandi tilboð í gangi út mánuðinn, sem eiga vafalaust eftir að nýtast fólki mjög vel. Þannig bjóðum við um- felgun á fólksbíla frá 2.990 krón- um, svo dæmi sé nefnt.“ Fullkomið dekkjaverkstæði Kristján Guðjón Bjarnason fer fyrir sveit vaskra manna á nýju dekkjaverkstæði Heklu. MYND/GVA Fyrsta bifreiðin á Íslandi reyndist of kraftlaus. FYRSTI BÍLLINN Á ÍSLANDI 1903 veitti Al- þingi Ditlev Thomsen, konsúl og kaupmanni, styrk að upp- hæð 2.000 krónur til að gera tilraunir með hvort hægt væri að nota bifreiðar á vegum hér á landi. Bifreiðin kom til landsins 1904 og var notuð á götum Reykjavíkur. Einnig var henni ekið til Hafnarfjarð- ar, Eyrarbakka og Stokkseyr- ar. Hún reyndist ekki vel, bil- aði oft og var of kraftlítil til að komast upp brattar brekkur. Hún var send úr landi aftur. ● SKIPT UM DEKK Þegar springur á bílnum er gott að geta bjargað sér, enda ekki sjálfgefið að einhver annar bjóðist til að aðstoða. Á vef Umferðarstofu eru gefin góð ráð varðandi hjólbarða- skipti. 1. Setjið bílinn í gír og handhemilinn á og steina við hjól ef þörf krefur. 2. Setjið viðvörunarþríhyrn- inginn 50-100 m fyrir aftan bílinn. 3. Takið hjólkoppinn af og losið um allar felgurærnar, en takið þær ekki af. 4. Náið í varahjólbarðann og tjakkinn. Stillið tjakknum undir bílinn. Upplýsingar um hvar hann er og hvar á að setja hann undir eru í eiganda- handbókinni. 5. Lyftið bílnum þar til hjólbarðinn, sem skipta á um, er í lausu lofti. 6. Skrúfið felgurærnar af og takið sprungna hjólbarðann undan. 7. Setjið varahjólbarðann undir og skrúfið rærnar á – sú hlið róarinnar sem er með úrtakinu (kóniska hliðin) á að snúa að hjólbarðanum (felgunni). Herðið rærnar á misvíxl, þannig að felgan sitji rétt á. 8. Slakið bílnum niður, takið tjakkinn undan og herðið allar rærnar aftur. Setjið hjólkopp- inn á. Umfelgun 2.990frá kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.