Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 17
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hjörtu kvenna slá hraðar en karlmannshjörtu. Meg- inástæða þess er sú að kvenlíkaminn er oftast smærri en líkami karls og þarf því ekki að pumpa blóði út í jafn mikinn líkamsmassa. Kristín Bergsdóttir tónlistarkona elskar brasilíska tónlist og kennir brasilískt samba í Kramhúsinu. Samsuða gleði og orku É g hef haft áhuga á Brasilíu frá unga aldri en mamma hlust- aði mikið á Stan Getz sem var í samstarfi við brasilíska lista- menn. Svo hefur áhuginn bara aukist með árunum,“ segir Kristín Bergsdóttir tónlistarkona sem kenna mun grunn- sporin í brasilísku samba í Kramhúsinu á þriðjudögum. „Í Brasilíu mætast ólíkir menningar- heimar og bæði tónlistin og dansinn suðu- pottur gleði og orku,“ segir Kristín. Hún dvaldi þrjá fyrstu mánuði ársins 2010 í Rio de Janeiro til þess að kynna sér brasil- íska tónlist og menningu enn frekar. „Þar dansaði maður samba á nánast hverjum degi. Tónlistin er enda samtvinnuð dansinum og því komst maður ekki hjá því að hrista rassinn með,“ segir hún létt í lundu, en Kristín hefur æft dans frá unga aldri, bæði ballett og djass- ballett. En hvað kom til að hún fór að kenna samba? „Þetta byrjaði með því að ég hélt karnival hátíð- legt í byrjun mars. Þá var ég með tvo kynning- artíma í samba. Síðan var ég beðin um að vera með eitt vornámskeið þar sem ég myndi kenna grunnsporið og kynna nemendur jafnframt fyrir brasilískri tónlist,“ segir Kristín sem segir dansinn ekki síst snúast um að njóta þess að upp- lifa tónlistina í gegnum líkamann. solveig@frettabladid.is Sími 856 3451 • www.vilji.is Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfara, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. • Auðveld í uppsetningu. • Engar skrúfur eða boltar. • Tjakkast milli lofts og gólfs. • Hægt að nota við hallandi loft, timbur/gifsloft og mikla lofthæð. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA. • Margir aukahlutir í boði. • Falleg og nútímanleg hönnun. • Passar allstaðar og tekur lítið pláss. • Viðurkennd af Sjúkratryggingum Íslands, hjálpartækjamiðstöð. vilji.is ...léttir þér lífið Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.