Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 46
12. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 „Jú, ég er búin að fallast á að lýsa þessu fyrir Stöð 2. Við erum ekki búin að ákveða öll smáatriði en þetta verður örugglega mjög skemmtilegt,“ segir Hildur Helga Sig- urðardóttir blaðamaður. Hildur verður í beinni útsendingu ásamt völdum gestum í myndveri Stöðvar 2 þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum í kirkjunni Westminster Abbey föstudag- inn 29. apríl. Það virðist því ekki vera neinn einkaréttur á útsend- ingu frá konunglegum brúðkaupum því eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá verður einnig sýnt beint frá athöfninni á RÚV. Þær berjast því um sitt- hvað fleira en bara landsleik í handbolta. Bogi Ágústs- son og Elísabet Brekkan lýsa því sem fyrir augum ber. „Við Elísabet höfum nú gert eitthvað svipað saman áður, gott ef það var ekki brúðkaup hjá dönsku konungsfjöl- skyldunni og svo lýstum við líka einu sinni jarðarför. Það er alltaf voðalega gaman að lýsa einhverju í beinni útsendingu,“ segir Bogi sem kveðst þó ekki vera kon- ungssinni númer eitt á Íslandi. Bein útsending hefst klukkan sjö um morguninn en Bogi var efins um að hann og Elísabet hæfu störf svo snemma. Henni lýkur síðan klukkan 12.34, svo því sé haldið til haga. Hildur Helga er spennt fyrir brúðkaupinu og segir þetta alltaf vera skemmtilegan viðburð. Og ekki veiti nú af í öllu þessu volæði. „Ég veit að það er fólk úti um allan bæ sem ætlar að halda partí. Ég á vinkonur sem fara og sækja ömm- urnar á elliheimilin, kaupa brandý og kon- fekt og horfa á brúðkaupið.“ - fgg MORGUNMATURINN „Ég fæ mér oftast bara Honey Nut Cheerios.“ Magdalena Sara Leifsdóttir, nýkjörin Elite- fyrirsæta ársins. Konunglegt brúðkaup á tveimur stöðvum SLEGIST UM PRINSINN Hildur Helga lýsir brúð- kaupi Vilhjálms prins og Kate Middleton á Stöð 2 en það eru þau Bogi Ágústsson og Elísabet Brekkan sem sjá um lýsinguna fyrir RÚV. „Ég verð Jóhannesi innan handar ef það vakna spurningar um líkamsrækt. Og ef mig vantar upp- lýsingar um leik og leikræna tilburði þá get ég alltaf leitað til Jóhannesar. Það verður gott samstarf okkar á milli á tökustað,“ segir Egill „Gillz“ Einarsson. Tökur á kvikmyndinni Svartur á leik hefjast seinna í þessum mánuði en myndin er byggð á samnefndri bók Stefáns Mána um undirheima Reykjavíkur. Egill Gillzenegger leikur stórt hlutverk í mynd- inni en þetta verður frumraun hans á hvíta tjaldinu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem leiðir Egils og Jóhannesar liggja saman því sá síðarnefndi lék svonefndan „rasshaus“ í sjónvarpsþáttunum Manna- siðir Gillz. „Jóhannes hefur tekið sig mikið á síðan þær tökur fóru fram, hann var alveg hnöttóttur; með kringlóttan haus og svakalega bumbu,“ segir Egill en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu þá hefur Jóhannes verið fastagestur í líkamsræktar- stöðvum borgarinnar til að undirbúa sig líkamlega undir hlutverk handrukkara í myndinni. Og sú vinna hefur sannarlega skilað sér. Egill segist ekkert hafa þurft á kvikmyndahlut- verkinu að halda, hann sé að skrifa bók, gera aðra seríu um Ameríska drauminn og Mannasiðina auk þess að vera uppbókaður sem einkaþjálfari. Hann hafi hins vegar viljað ögra sjálfum sér. „Ég pældi aðeins í þessu, þessi karakter sem ég leik er náttúru- lega glæpamaður, hann gerir ljóta hluti í myndinni og það gæti náttúrulega haft áhrif á mína ímynd. En svo ákvað ég bara að láta slag standa, myndin verður væntanlega líka bönnuð börnum.“ - fgg Jóhannes orðinn hrikalegur TEKIÐ Á ÞVÍ Þeir Jóhannes Haukur og Egill Einarsson skipta um hlutverk í Svörtum á leik. Jóhannes leikur aðalhandrukkarann en Egill er dópsali og varmenni. Ekki er langt síðan Jóhannes Haukur lék „rasshaus“ í sjónvarpsþáttunum Mannasiðir sem slógu í gegn á Stöð 2. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjalla- jökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanað- komandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllen haals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröð- inni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einn- ig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru,“ segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrir- tækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flug- umferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynn- ingu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllen haal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp ÞÓR KJARTANSSON: ÞEIR FENGU ALLT ÞAÐ BESTA OG VILLTASTA Stórleikarinn Gyllenhaal í háskaleik á Eyjafjallajökli fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hing- að tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur,“ segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is FENGU ALLT Jake Gyllenhaal og Bear Grylls voru alla helgina uppi á jökli með tökuliði frá True North að gera þátt fyrir Man vs. Wild, einn vinsælasta kapalsjón- varpsþátt Bandaríkjanna. Talið er að 1,2 milljarðar áhorfenda eigi eftir að fylgjast með svaðilförum stórleikarans uppi á Fimmvörðuhálsi og Eyja- fjallajökli. NORDICPHOTOS/GETTY kr. 1299.- minnkum notkun á plasti og pappabollum kr. 1950.- PÆGILEGT & UMHVERFISVÆNT Djúsfasta og hreinsun í Kríunesi við Elliðavatn um páskana, 20 - 25 apríl 2011 Gisting - Heilsudjúsar - Fræðsla - Hreyfing - Slökun, General-prufa 50 % afsláttur Frekari upplýsingar kriunes@kriunes.is • 897 0749 og 898 7522 Anna Katrín Ottesen sjúkraþjálfari SMJÖRLÍKI EHF. FUNDARBOÐ Stjórn Smjörlíkis ehf. boðar til aðalfundar Smjörlíkis ehf. 2011, sem verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl 2011 að Stuðlahálsi 1, Reykjavík, kl. 12.00. DAGSKRÁ: 1 Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár 2 Endurskoðaður ársreikningur félagsins fyrir síðastliðið starfsár lagður fram til samþykktar og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reiknings- árinu og framlög í varasjóð 3 Breyting samþykkta 4 Ákvörðun um greiðslu arðs 5 Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna á komandi starfsári og greiðslu til endurskoðenda fyrir liðið starfsár 6 Kosning stjórnar 7 Kosning endurskoðanda 8 Önnur mál Reykjavík, 11. apríl 2011 Stjórn Smjörlíkis ehf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.