Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2011 Verslanir BT í Skeifunni í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri bjóða fjölbreytt úrval fartölva og aukahluta á góðu verði. „Við leggjum mikla áherslu á gott vöruúrval í verslunum BT,“ segir Jórunn Björk Magnúsdóttir, versl- unarstjóri BT í Skeifunni. „Okkar markmið er að viðskiptavinir okkar finni þá fartölvu sem þeir leita að hjá okkur, á góðu verði. Og að sjálfsögðu leggjum við einnig áherslu á að hafa gott úrval af öllum aukahlutum sem þarf, eins og til dæmis mýs, lyklaborð, tösk- ur, flakkara, minnislykla, prent- ara og svo framvegis.“ Jórunn segir að helstu vöru- merki BT í fartölvum í dag séu Samsung, HP og Packard Bell. „En auðvitað bjóðum við einnig upp á önnur þekkt vörumerki eins og til dæmis Acer, Asus og fleira.“ Að sögn Jórunnar eru fartölv- urnar frá Samsung að koma mjög sterkar inn um þessar mundir, en þar er náttúrulega um að ræða mjög góðar og vandaðar vörur frá einum stærsta og virtasta fram- leiðanda á raftækjum í heim- inum í dag. „Starfsfólk BT ráð- leggur svo fólki með tölvukaup- in, því auðvitað er nauðsynlegt að vanda valið vel og velja réttu tölv- una fyrir þá notkun sem höfð er í huga hverju sinni,“ segir Jórunn að lokum og bætir við að auðvitað létti það einnig mörgum kaup á fartölvu að BT bjóði upp á vaxta- lausar raðgreiðslur til allt að níu mánaða. Verslanir BT eru í Skeifunni 11 í Reykjavík og í verslunar- miðstöðinni Glerártorgi á Akur- eyri. Opið er til 22 alla daga í BT í Skeifunni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu BT, www.bt.is. Gæði og fjölbreytt úrval ● AF HVERJU FRJÓSA TÖLV UR Ýmsar ástæður eru fyrir því að tölv- ur frjósi. Greint er frá eftirfarandi á vef- síðunni trassi.is: Hugsanlega er minni tölvunnar það lítið að hún ræður illa við þegar mörg forrit eru opin í einu. Þá frýs hún. Gott er að slökkva á nokkrum þeirra og sjá hvort hún hrekkur ekki aftur í gang. Stundum rekst vefskoðarinn á for- rit sem hann ræður ekki við. Þá gefst hann upp, slekkur á sér og stundum tölvunni í leiðinni. Loks getur ýmislegt farið úrskeiðis þegar tölvan er fyrst sett saman. Til dæmis geta sumir fylgihlutir passað illa við tölvuna, líkt og geislaspil- arar, sem getur valdið því að hún frýs. ● ORÐIÐ TÖLVA Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið computer varð orðið tölva fyrir valinu. Í des- ember árið 1964 eignaðist Há- skóli Íslands fyrstu tölvu sína, af gerðinni IBM 1620. Sigurði Nordal prófessor er eignað ís- lenska orðið tölva sem hann setti fram 1965. Fram að því höfðu menn notast við orðið rafeindareiknir. Heimild: visindavefur.hi.is ● MAÐURINN BAK VIÐ MÚSINA Tölvumús eða mús er miðunartæki í tölvu sem er hannað til að nema tví- víðar hreyfingar hennar á yfirborðinu fyrir neðan. Bandaríski rafmagnsverkfræðingurinn Douglas Engelbart er maður- inn á bak við tölvumúsina en hana kynnti hann til sög- unnar á ráðstefnu í San Francisco árið 1968. Nafn henn- ar er leitt af útliti forvera nútímamúsarinnar sem þótti minna á samnefnt nagdýr. Engelbert eru eignaðar fleiri uppfinningar í tengslum við tölvur, en músin þykir áhrifamest. Heimild: wikipedia.org Jórunn Björk Magnúsdóttir, verslunarstjóri BT í Skeifunni, segir fyrirtækið bjóða helstu vörumerki í fartölvum í dag. MYND/STEFÁN Lipur og skemmtileg. Þannig lýsir Skúli Hersteinn Oddgeirsson, verslunarstjóri hjá Samsung setrinu, fyrstu kynslóð spjaldtölvu Samsung. Samsung setti litla og netta spjald- tölvu, Galaxy Tab, á markað í fyrra. Orð hefur verið haft á því að hún taki sambærilegum tölvum fram í gæðum. „Enda er þetta mögnuð græja sem býr yfir óteljandi möguleik- um,“ segir Skúli, verslunarstjóri Samsung setursins, Síðumúla 9. Hann lýsir eiginleikunum nánar. „Þetta er mjög lipur tölva, ekki nema 380 grömm og með 7 tommu snertiskjá og fellur því vel í lófa. Það er því leikur einn að halda á henni í annarri og pikka á hana með hinni og svo er hægt að geyma hana í brjóstvasanum meðan hún er ekki í notkun.“ Hann segir að í gegnum hana megi nálgast millj- ónir bóka, blaða og tímarita, og yfir 100 þúsund forrit og leiki. Úr- valið fari ört vaxandi. Galaxy Tab keyrir að auki á Android-stýrikerfinu frá Google, er með 512 MB vinnsluminni og 16 GB disk (sem hægt er að stækka). Tölvan er með micro SD korta rauf sem tekur allt að 32 GB. „Tölvan styður við Flash, þannig að ein- falt er að skoða heimasíður, og 3G og er útbúin tveimur myndavél- um, einni 3 MP að aftan og ann- arri 1,3 MB að framan. Með aftari vélinni er hægt að taka upp mynd- bönd í háskerpu og sú fremri, sem er 1,3 M Pixla, er fyrir myndsam- töl. Þá er örgjafinn 1 GHZ sem er einstaklega gott,“ bendir Skúli á og bætir við að tölvan sé auk þess búin GPS-staðsetningatæki. „Og meðan ég man, þá er hægt að nota hana sem síma. Þannig að allt til alls fylgir,“ segir hann og hlær. Fyrir sumum kunna þessar upp- lýsingar að virðast svolítið rugl- ingslegar en Skúli segir Galaxy Tab-spjaldtölvuna einstaklega auðvelda í notkun. „Þetta er bara allt saman spurning um að venjast því að nota snertiskjá í stað lykla- borðs. Þegar menn eru komnir upp á lagið með það þá er þetta leik- ur einn.“ Bæði lipur og létt í lófa Skúli Hersteinn Oddgeirsson, verlsunarstjóri hjá Samsung setrinu, með eintak af Galaxy Tab-tölvu sem býður upp á ýmsa möguleika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.