Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 38
12. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Leikhús ★★ Bjart með köflum Eftir Ólaf Hauk Símonarson Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Örn Árnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmir Jensson, Pálmi Gestsson, Heiða Ólafsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Atli Þór Albertsson, Ólafur Egill Egilsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Friðrik Friðriksson, Þórunn Lárusdóttir, Lára Sveinsdóttir. Hljómsveit: Björn S. Ólafsson, Ingi Björn Ingason, Stefán Már Magnús- son, Einar Þór Jóhannsson, Stefán Örn Gunnlaugsson Leikmynd: Axel Hallkell Lýsing: Halldór Örn Óskars- son Búningar: Berglind Einarsdóttir Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Hver er stefna Þjóðleikhússins? Eru íslenskir áhorfendur virkilega hætt- ir að vilja sjá leikhúsið sitt þróast? Íslensk dægurlagatónlist sjöunda áratugarins er ansi hreint skemmti- leg, en þarf hún myndskreytingu? Frumsýning á föstudegi í Þjóð- leikhúsinu. Tónlist sjöunda áratug- arins ómar inn á milli frásagnar um sveitafólk frá einhverjum allt öðrum tíma. Þolum við ekki leik- ræna frásögn án þess að brostið sé á með söngleikjasprikli á fimm mín- útna fresti? Fyrir hvern var þessi sýning og hvað var verið að segja áhorfendum? Fólkið á Gili þáði allt frá fólk- inu í Hvammi. Bóndinn á Gili sem trúði á gamla tímann og hékk eins og öskupoki á honum hét Sólbjartur, það er ekki laust við að það minni á nafn annars bónda sem allir eru að „neimdroppa“ um þessar mundir. Gunnvör, þéttingsstúlka og dugn- aðarforkur, fór á sjóinn og gat það sem bara karlar geta. Átti hún kannski að minna á einhverja Sal- vöru? Að fara og freista gæfunnar eða hokra og sjá hvað setur. Vondi kapítalistinn og góði vesalingur- inn. Um margt minnti þessi sýning á fyrri sýningar Ólafs Hauks og kannski hafa hugmyndirnar á bak- við Mömmu Míu-æðið sett þetta verk af stað. Saga hljóðskreytt með söngvum sem allir þekkja úr allt öðru samhengi. Er það máske ein- hver þörf fyrir gömlu gildin nú þegar allt er í rugli að leita aftur í leikfélögin úti á landi og þykjast vera þau? Leikmyndin var góð og þjónaði verkinu vel. Gervi, lýsing og tón- listarflutningur þrælgóður. Örn Árnason og Pálmi Gestsson hvíldu eins og herforingjar í hlutverkum sínum með hlýju og útgeislun hver á sinn máta. Eins er Ólafía Hrönn Jónsdóttir sannfærandi í hlutverki Arnhildar sem gift er Sólbjarti en greinilega fyrrverandi kærasta Kristófers. Edda Arnljótsdóttir léði hinni óhamingjusömu drukknu móður líf með frábærum húmor. Þórunn Arna Kristjánsdóttir lék litlu dek- urskjóðuna og heillaði áhorfendur með glettilegum leik sínum. Var sambland Barbie og lítillar dúkku. Unga manninn Jakob sem báðar stúlkurnar urðu skotnar í leikur Hilmir Jensson og skilar hann hlut- verkinu vel og sama er að segja um aðra leikara sýningarinnar, ekki síst Önnu Kristínu Arngrímsdóttur sem fékk svolítið bitastætt hlutverk í ömmunni með hnyttin svör við öllu. Heiða Ólafsdóttir í hlutverki hinnar sjálfstæðu Gunnvarar naut sín best í söngatriðum. Bræðurnir Ari og Gísli, sem þeir Friðrik Frið- riksson og Hannes Óli Ágústsson léku, voru báðir nokkuð skondnir. Ævar Þór Benediktsson og Ólafur Egill Egilsson voru synir úr Gili sem hugðust flytja til Ástralíu og komu með tvær förðunarskvísur úr bænum, þær Hönnu og Boggu, sem Þórunn Lárusdóttir og Lára Sveins- dóttir léku glettilega. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir og lausnir eru smekklegar og hóp- atriðin eins og búast má við í söng- leikjum, en sýningin í það heila var bara svo yfirfull af klisjum að það var næstum því móðgandi við áhorf- endur í ríkisreknu atvinnuleikhúsi. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Vel unnin sýning en uppfull af klisjum. Þrek og tár ár eftir ár BJART MEÐ KÖFLUM „… yfirfull af klisjum,“ segir í leikdómi. „Í mínum huga eru þrjú atriði sem þurfa að vera til staðar til að fólk ráðist í að gera heimildar- mynd: viðfangsefni, réttar græjur og staður til að sýna myndirnar. Íslenskar heimildarmyndir hefur skort það síðastnefnda og hátíðin hefur reynt að bæta úr því,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Janus Bragi Jakobsson, sem nýlega tók við stjórn heimildarmyndahátíð- arinnar Skjaldborgar ásamt eigin- konu sinni, Tinnu Ottesen og fleiri aðilum. Hátíðin verður haldin í fimmta sinn á Patreksfirði dagana 10. til 12. júní næstkomandi. Janus og Tinna hafa raunar aldrei verið gestir á sjálfri hátíð- inni, þótt þau hafi framleitt þrjár myndir sem hafa verið þar á dag- skrá síðustu árin. „Við höfum annað hvort verið í útlöndum, í prófum eða skítblönk þegar hátíð- in hefur farið fram, þannig að við hlökkum mjög mikið til,“ segir Janus og bætir við að undirbún- ingur sé farinn af stað þótt ekki sé hægt að tilkynna hinn árlega heið- ursgest eins og sakir standa. „Þetta er allt í vinnslu,“ segir Janus. Frestur til að senda myndir inn á hátíðina er til 10. maí, en til að heimildarmynd teljist gjaldgeng á Skjaldborg má hún hvorki hafa verið sýnd í sjónvarpi né í kvik- myndahúsi. Janus telur að eftir fimm ár sé komin góð reynsla á hátíðina og heimsóknin til Pat- reksfjarðar sé orðin fastur liður á dagskránni hjá mörgu kvik- myndagerðarfólki og áhugafólki. „Umsóknarfresturinn getur líka virkað sem hvati fyrir fólk sem er með verkefni í skúffu að drífa sig í að klára þau. Bara hella upp á kaffi og taka helgina í að klippa og klára eins og maður eigi lífið að leysa.“ - kg Skjaldborg í fimmta sinn ALLT Í VINNSLU „Umsóknarfresturinn getur líka virkað sem hvati fyrir fólk sem er með verkefni í skúffu að drífa sig í að klára þau,“ segir Janus Bragi Jakobsson, sem nýlega tók við stjórn heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar ásamt fleira fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Iceland Express Handling er nýtt fyrirtæki sem sér um flugafgreiðslu á flugflota Iceland Express á Kefla- víkurflugvelli. Fyrirtækið var stofnað til að auka þjónustu fyrir farþega Iceland Express í takt við stækkandi markaðssvæði og sterka verkefnastöðu Iceland Express. Fyrirtækið þarf því að ráða gott fólk í hinar ýmsu stöður, bæði sumarstarfsmenn og fólk í heilsársstöður. Um er að ræða deildarstjóra og starfsfólk í aðrar stöður. Viðkomandi þarf að búa yfir þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, dugnaði og hafa óflekkað mannorð. óskar eftir að ráða starfsfólk! Farþegaþjónusta (lágmarksaldur 20 ár) Starfssvið: · Innritun farþega · Móttaka farþega við komu til landsins · Umsjón og framkvæmd á allri þjónustu við farþega · Sala farmiða · Samvinna við tollayfirvöld, landamæra- og öryggiseftirlit · Samstarf við hópferðabifreiðar og hótel · Fylgd fyrir farþega · Þjónusta við hreyfihamlaða farþega · Byrðing flugvéla Hæfniskröfur: · Menntun sem nýtist í starfi · Frumkvæði við úrlausn verkefna · Sjálfstæð vinnubrögð · Hæfni í mannlegum samskiptum · Mjög góð tungumálakunnátta · Góð tölvukunnátta Hleðslueftirlit (lágmarksaldur 22 ár) Starfssvið: · Gerð hleðsluskráa · Samskipti við samstarfsaðila innan fyrirtækis sem utan · Samskipti við flugrekanda · Öll tilfallandi verkefni er varða hleðslueftirlit Hæfniskröfur: · Menntun sem nýtist í starfi · Frumkvæði við úrlausn verkefna · Sjálfstæð vinnubrögð · Hæfni í mannlegum samskiptum · Mjög góð tungumálakunnátta · Góð tölvukunnátta · Viðkomandi þarf að geta unnið undir álagi · Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur Ræsting (lágmarksaldur 18 ár) Starfssvið: · Ræsting flugvéla · Umsjón með lager ræstideildar Hæfniskröfur: · Almenn ökuréttindi (vinnuvélaréttindi æskileg) · Hæfni í mannlegum samskiptum · Rík þjónustulund · Stundvísi · Dugnaður og árvekni Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfresturinn rennur út 20. apríl og senda skal umsóknir á job@icelandexpress.is. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.icelandexpress.is/jobs www.icelandexpress.is Iceland Express Handling F í t o n / S Í A HARALDUR SIGURÐARSON eldfjallafræðingur fagnar útgáfu sjálfsævi- sögu sinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg klukkan 17 í dag. Bókin nefnist Eldur niðri og heldur Haraldur erindi og áritar bókina, sem verður á tilboðsverði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.