Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 STJÓRNSÝSLA Unnið var að því af krafti í öllu íslenska stjórnkerfinu í gær, jafnt innan lands sem utan, að milda áhrifin af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-málið á laugardag. Viðbrögðin voru af ýmsum toga. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri hóf daginn á að ráðfæra sig við nokkra ráðherra ríkisstjórnar- innar og í kjölfarið tók hann, líkt og undirmenn hans og starfsmenn ráðuneytanna, til við að reyna að tala um fyrir lánshæfismatsfyrir- tækjunum og sannfæra þau um að lækka ekki lánshæfiseinkunn rík- isins. Már var spurður að því í frétt- um Stöðvar 2 í gær hvort hann væri vongóður um að það tækist. „Það er mjög erfitt að meta líkurn- ar á þessum tímapunkti. Ég reyni að byggja mitt mat ekki á einhverj- um tilfinningum, varðandi vonir eða ótta, heldur áhættumati,“ sagði hann. Betri mynd fengist af málum eftir nokkra daga. Utanríkisráðherra fundaði í gærmorgun með sendifulltrúum erlendra ríkja og skýrði fyrir þeim stöðuna sem upp væri komin. Jafn- framt verða íslensku sendiráðin erlendis nýtt til að koma skila- boðum áleiðis til þarlendra stjórn- valda. Í efnahags- og viðskiptaráðu- neytinu er verið að undirbúa svar við áminningarbréfi Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) frá því á síðasta ári. Í áminningarbréfinu lýsir ESA því mati að Ísland beri ótvíræða skyldu til að ábyrgjast innistæður breskra og hollenskra sparifjáreigenda á Icesave-reikn- ingunum. Drög að svari hafa legið fyrir í ráðuneytinu svo mánuðum skipti. Farið verður yfir þau drög, lögð á þau lokahönd og svarið sent á næstunni. Þá verður valinn lögfræðingur til að reka málið fyrir Íslands hönd fyrir EFTA-dómstólnum. Líkast til verður alþjóðlegur sérfræðingur fenginn til starfans. Fljótlega fara í hönd viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um breytta stöðu og möguleg áhrif hennar á framvindu efnahags- áætlunar Íslands og sjóðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær ræður afstaða Svía miklu um framhaldið, en stjórnvöld þar hafa verið varfærin í yfirlýsingum sínum um málið en ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna hafa sýnt málinu meiri skilning. Því verður lögð sérstök áhersla á samskipti við sænsk stjórnvöld næstu daga. Enn fremur stendur mögulega fyrir dyrum endurmat á forsend- um efnahags- og ríkisfjármála. - sh / sjá síður 4 og 6 Þriðjudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 12. apríl 2011 85. tölublað 11. árgangur Ég reyni að byggja mitt mat ekki á ein- hverjum tilfinningum, varð- andi vonir eða ótta, heldur áhættumati. MÁR GUÐMUNDSSON SEÐLABANKASTJÓRI Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hjörtu kvenna slá hraðar en karlmannshjörtu. Meg- inástæða þess er sú að kvenlíkaminn er oftast smærri en líkami karls og þarf því ekki að pumpa blóði út í jafn mikinn líkamsmassa. Kristín Bergsdóttir tónlistarkona elskar brasilíska tónlist og kennir brasilískt samba í Kramhúsinu.Samsuða gleði og orku É g hef haft áhuga á Brasilíu frá unga aldri en mamma hlust-aði mikið á Stan Getz sem var í samstarfi við brasilíska lista-menn. Svo hefur áhuginn bara aukist með árunum,“ segir Kristín Bergsdóttir tónlistarkona sem kenna mun grunn-sporin í brasilísku samba í Kramhúsinu á þriðjudögum.„Í Brasilíu mætast ólíkir menningar-heimar og bæði tónlistin og dansinn suðu-pottur gleði og orku,“ segir Kristín. Hún dvaldi þrjá fyrstu mánuði ársins 2010 í Rio de Janeiro til þess að kynna sér brasil-íska tónlist og menningu enn frekar. „Þar dansaði maður samba á nánast hverjum degi. Tónlistin er enda samtvinnuð dansinum ogþví komst maður ekki hjáð Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál Betra brauð í saumaklúbbinn! www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! AUKASÝNINGAR! TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX 568 8000 | borgarleikhus.is FÓLK Bandaríski stórleikarinn Jake Gyllenhaal eyddi stærstum hluta helgarinnar í tökum uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi fyrir raun- veruleikaþáttaröðina Man vs. Wild sem sjónvarps- maðurinn Bear Grylls stjórnar. Um er að ræða svokallaða frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en þættirnir sýna með nokkuð hispurslausum hætti hvernig á að lifa af í harðneskjulegum aðstæðum. Tökulið frá True North sá um að þjónusta stór- stjörnuna sem fékk sitthvað að reyna því aftaka- veður var uppi á jökli alla helgina. „Ég get stað- fest að þeir voru hérna en vil ekki tjá mig neitt meira um málið. Þeir fengu allavega allt það besta og villtasta í íslenskri náttúru,“ segir Þór Kjart- ansson, framleiðandi hjá True North, í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að tökum lyki í gærkvöldi en ekki liggur fyrir hvort Gyllenhaal ætli að teygja úr sér í Reykjavík eftir svaðilfarirnar uppi á íslenskum jökli. Man vs. Wild-sjónvarpsþættirnir njóta mikilla vinsælda úti í heimi og er talið að rúmlega milljarður áhorf- enda horfi á þættina hverju sinni. - fgg / sjá síðu 30 Hollywood-stjarna reynir á eigin þolmörk í raunveruleikaþættinum Man vs. Wild: Jake Gyllenhaal á Eyjafjallajökli Dásamleg tilfinning Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona fagnar 70 ára afmæli sínu. tímamót 16 Nýr maður Jóhannes Haukur breytti sér í vöðvatröll fyrir hlutverk sitt í myndinni Svartur á leik. fólk 30 LITLAR BREYTINGAR Í dag ríkja áfram SV-áttir, 5-10 m/s norðan til en 10-15 m/s víða annars staðar. Áfram skúrir eða él sunnan- og vestanlands en úrkomulítið og bjart með köflum allra austast. VEÐUR 4 6 3 4 8 5 Varist á öllum vígstöðvum Ráðuneyti, Seðlabankinn og utanríkisþjónustan hafa í nægu að snúast við að tala máli Íslands vegna Icesave. Matsfyrirtæki og sendiherrar eru meðal þeirra sem við reynum nú að sannfæra um rétt okkar. Flenging í Frostaskjóli KR fór illa með Stjörnuna í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. sport 26 KÖNNUN Rúmlega þriðjungur landsmanna er hlynntur hern- aðaraðgerðum aðildarríkja Atlantshafsríkjanna (NATO) í Líbíu. Svipað hlutfall lands- manna er andvígt aðgerðun- um, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 38,8 prósent mjög eða frekar hlynnt hernaði en 36,5 prósent segjast vera mjög eða frekar andvíg. Um 24,7 prósent segjast hvorki hlynnt né andvíg. Karlar virðast vera mun her- skárri en konur því alls sögðust 44,8 prósent þeirra vera mjög eða frekar hlynntir hernaði í landinu. 32,3 prósent kvenna gáfu sömu svör. Talsverður munur var á afstöðu fólks til hernaðaraðgerð- anna eftir því hvaða stjórnmála- flokk viðkomandi sagðist myndu kjósa yrði gengið til þingkosn- inga nú. - shá / sjá síðu 8 Afstaða til hernaðar í Líbíu: Svipaður hópur með og á móti ÁSÝND BORGARINNAR AÐ BREYTAST Umhverfi miðborgarinnar hefur breyst mikið með tilkomu tónlistarhússins Hörpunnar og turnsins við Höfðatorg. Nú hillir undir að ferðamenn geti notið þess til fullnustu að heimsækja höfuðborgina því í næsta mánuði lýkur framkvæmdum við höfnina sem og í miðbæ borgarinnar eftir brunann vorið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.