Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. apríl 2011 13 Þegar einar dyr lokast, opn-ast aðrar. En oft mænum við svo lengi með eftirsjá á lokuðu dyrnar, að við komum ekki auga á þær dyr sem standa okkur opnar.“ Þetta er haft eftir Alex- ander Graham Bell og hittir beint í mark. Það er margt verra en að hafa þessa áminningu bak við eyrað á vegferðinni. Á næstu misserum og árum þurfum við að skoða án fordóma allar þær dyr sem standa okkur opnar. Stjórnmál og atvinnu- líf eru á vissan hátt í umpólun. Kreppan rændi okkur fjármun- um, trausti og öryggi, en hún kom okkur niður á jörðina. Hvaða gild- ismat væri hér í mestum metum ef ekkert hefði breyst? Sú lexía var að vísu óhóflega dýr, en hún bjargaði gildismati og lífsháttum sem voru í útrýmingarhættu: Til dæmis raunsæi, hófsemi, nægju- semi, ættjarðarást, heiðarleika og samvistagleði. Við eigum ekki að gleyma hvað- an við komum og hver við erum. Við eigum að þekkja og virða ræt- urnar. Það tekur okkur kannski tíma að skipta um mold á þeim, en sú tækni sem gerir öllum kleift að ná í þær upplýsingar sem hann sækist eftir, og aðgang að því sem er að gerast frá degi til dags hvar sem er í heiminum, hlýtur að breyta bæði stjórnmálum og við- skiptalífi. Þó að maðurinn sé allt- af og alls staðar eins, þá mótast hann af umhverfi sínu og mögu- leikum. Ég held að við séum ekki alltaf með nægilega opinn huga. Við höfum tilhneigingu til að fara fram úr okkur eða ríghalda í for- tíðina. Áttu ekki föðurætt? Við höfum ekki alltaf vald á skoð- unum okkar. Stundum breytast þær í áráttu og þá hafa þær vald yfir okkur. Í annan tíma erum við kannski úti á þekju án þess að vita af því. Sjálf fékk ég á sínum tíma ágæta áminningu um slíkt meðvitundarleysi. Nánustu aðstandendur mínir í móðurætt urðu ekki langlífir, þegar ég var að vaxa úr grasi, og flestir dóu skyndilega í dagsins önn. Engar kvalir eða sjúkrahús- vist. Kannski verkur fyrir brjósti og lyf við því. Þetta gerði það að verkum að manni fannst einboðið að gera ekki ráð fyrir elliárum, og ekkert við því að segja. Eina sem maður stefndi að var að koma sjálfur börnum sínum til manns. Síðan liðu árin og allt með felldu. Dag nokkurn hringdi ein af systr- um mínum í mig og kvaðst hafa verið í skoðun í Hjartavernd. Þar var henni sagt að systkini með svona fjölskyldusögu ættu að láta fylgjast með sér, Ég fór því og lét líta á mig. Að skoðun lokinni spurði læknirinn hvað hefði rekið mig til að panta skoðun í Hjartavernd. Ég sagði sem var að mér hefði verið bent á að gera það út af móðurættinni minni. Læknirinn horfði á mig og spurði þurrlega: Áttu ekki föður- ætt?!“ Einhverjum þótti þetta nokk- uð bratt hjá lækninum, en mér fannst það meira en gott. Frá- bært. Hafði aldrei horft til föður- ættarinnar í þessu efni þó að þær dyr væru opnar upp á gátt. Stóri systrahópurinn sem lífið lék ekki alltaf við, en það kom ekki í veg fyrir það að þær léku sér við lífið. Heldur betur. Flestar duglegar, æðrulausar, fróðleiksfúsar, en fyrst og fremst glaðar og alltaf stutt í sönginn. Lifðu vel og lengi. Bæði húsmæðurnar og verkakon- urnar. Tvær fóru saman í ferðir til Norðurlanda og Kanada á níræðis- og tíræðisaldri, drukku í sig menningu þessara landa og nutu þess í botn. Það gæti því verið býsna bjart fram undan hjá okkur systrunum. Hver veit. Skoðanafrelsi og vakandi vitund Margir eru þeirrar gerðar að þeir eiga beinlínis erfitt með að skipta um skoðun, finnst það vera í ætt við niðurlægingu að hafa ekki á réttu að standa. Það er náttúru- lega kross sem menn kjósa sjálfir að bera. Hitt er frelsi. Hvað sem í skerst á næstu misserum, þá finnst manni einboðið að marga hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. Og þá er gott að vera ekki eins fastur í farinu eins og við systurnar vorum í móðurættinni. Vera með vakandi vitund. Nýir tímar – ný tækifæri Sá virti lögspekingur, Sigurð-ur Líndal, átelur í nýlegri grein nýskipaða stjórnlagaráðs- menn fyrir að þiggja boðna skip- un. Með því hafi þeir að einum undanskildum samsamað sig þeim aðilum sem sniðgengu lög og siðferði í aðdraganda hruns- ins. Spyr Sigurður hvort þetta séu leiðarljós hins nýja Íslands. Í fyrsta lagi var enginn kost- ur annar í boði. Uppkosningar komu aldrei til álita af hálfu þingsins né ný lög um stjórn- lagaþing. Þessi ferill var ekki í okkar höndum. Úrskurði Hæsta- réttar var enn fremur hlýtt og umboð stjórnlagaþingmanna afturkallað. Að segja úrskurð- inn hundsaðan er því hrein og bein della. Bein skipan í stjórn- lagaráð var einungis önnur leið að markmiðinu. Enda úrskurð- aði Hæstiréttur aldrei neitt gegn stjórnlagaþinginu sem slíku, ein- ungis kosningum til þess. Finnst dapurlegt að margreyndur lög- spekingur skuli þurfa leikmann til að segja sér þetta. Fulltrúar í stjórnlagaráði eru því með hreina samvizku, bæði gagnvart löggjafanum og fólk- inu í landinu. Minni líka á að verk ráðsins eru einungis hugs- uð sem tillögur að nýrri stjórn- arskrá, ekki endanlegur, óhagg- anlegur stóridómur. Leiðarljós Sigurðar Líndal Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG Stjórnmál og atvinnulíf eru á vissan hátt í umpólun. Kreppan rændi okkur fjár- munum, trausti og öryggi, en hún kom okkur niður á jörðina. Stjórnlagaráð Lýður Árnason fulltrúi í stjórnlagaráði FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA Ákveðið hefur verið að bjóða til sölu allt hlutafé Tæknivara ehf, kt. 421192-2009, sem er að öllu leyti í eigu Skipta hf. Skipti hafa gert samning við MP banka hf. um að bankinn annist sölu á Tæknivörum. Söluferlið hefst formlega í dag, þriðjudaginn 12. apríl, með aðgengi fjárfesta að samantekt um félagið. Söluferlið er opið öllum fjárfestum sem geta sýnt fram á fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu við innsendingu óskuldbindandi tilboða þann 3. maí n.k., en gert er ráð fyrir því að hlutafé í félaginu verði selt í heilu lagi. Stefnt er að því að ljúka sölunni í júní. Tæknivörur ehf. var stofnað árið 1992. Félagið sér um innflutning og þjónustu á notenda- búnaði fyrir fjarskiptamarkaðinn, s.s. GSM símum, ADSL mótöldum og myndlyklum og er í samstarfi við fjölmarga endursöluaðila á Íslandi. Tæknivörur eru dreifingaraðili fyrir nokkur af stærstu vörumerkjunum á sviði farsímatækni, svo sem Sony Ericsson, LG og Samsung, ásamt Thomson netbúnaði, Doro heimasímum o.fl. Starfsmenn félagsins eru 16 talsins. Söluferlið Boðið er til sölu allt hlutafé Tæknivara ehf. Söluferlinu er ekki beint til almennings heldur einungis til þeirra fjárfesta sem sýnt geta fram á fjárhagslegan styrk og talist upplýstir á grundvelli þekkingar og reynslu. Gert er ráð fyrir að hlutafé í félaginu verði selt í heilu lagi. Fjárfestar munu í upphafi söluferlis hafa aðgengi að samantekt um félagið. Með hliðsjón af þeim upplýsingum geta fjárfestar skilað inn óskuldbindandi tilboði fyrir kl. 14:00 þann 3. maí 2011 til fyrirtækjaráðgjafar MP banka, Ármúla 13A, 108 Reykjavík. Tilboðum skal skilað á þar til gerðu formi. Við mat á óskuldbindandi tilboðum fjárfesta verður horft til fjárhagslegs styrks og þekkingar þeirra. Seljandi áskilur sér rétt til að takmarka aðgang að söluferlinu, s.s. vegna tengsla fjárfesta við Skipti, en kaupandi að eignarhlut Skipta í Tæknivörum skal vera óháður Skiptum og fyrirtækjum sem Skipti hefur yfirráð yfir. Jafnframt skal hann vera óháður eiganda Skipta hf. Fjárfestar, sem fá að halda áfram í söluferlinu eftir mat á óskuldbindandi tilboðum, þurfa að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu til að fá frekari upplýsinar um fjárhag og rekstur Tæknivara. Í framhaldinu verður óskað eftir bindandi tilboðum með fyrirvara tilboðs- gjafa um áreiðanleikakönnun á þeim gögnum og upplýsingum sem fram hafa komið í söluferlinu. Seljandi áskilur sér rétt til að a) breyta skilmálum og/eða viðmiðum söluferlisins og/eða b) ganga til samninga við hvaða tilboðsgjafa sem hann kýs eða hafna öllum. Fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu eru beðnir að hafa samband við fyrirtækjaráðgjöf MP banka í síma 540 3200 eða senda tölvupóst á fyrirtaekjaradgjof@mp.is. Tæknivörur ehf. til sölu Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.