Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 4
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR4
Í frásögn af sýknudómi Hæstaréttar
yfir manni sem ákærður var fyrir
kynferðisbrot gegn syni sínum, sem
birt var í Fréttablaðinu í gær, var
ranglega sagt að sæðisblettir sem
fundust á laki í rúmi drengsins væru
frá manninum komnir. Hið rétta er
að þeir voru frá drengnum komnir.
Fréttablaðið biður hlutaðeigandi
afsökunar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTTING
HEILBRIGÐISMÁL „Á hverju ári þurf-
um við að vísa um það bil tvö
þúsund manns frá um lengri eða
skemmri tíma vegna heilsufars,
sögu um veikindi, lyfja notkunar,
aðgerða, ferðalaga, bólu setninga
og fleira,“ segir Sveinn Guð-
mundsson, yfirlæknir í Blóð-
bankanum.
Í reglugerð frá heilbrigðisráðu-
neytinu er lagt fyrir Landspítal-
ann að reka blóðbanka sem hafi
gæðakerfi í samræmi við leið-
beiningar sem gilda á Evrópska
efnahagssvæðinu. „Fyllsta örygg-
is skal ávallt gætt við vinnslu
með blóð til að koma í veg fyrir
útbreiðslu smitsjúkdóma í sam-
ræmi við leiðbeiningar Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar,“
segir enn fremur í reglugerðinni.
Sveinn segir skimun gegn
lifrar bólgu hafa byrjað árið 1971,
fyrir HIV árið 1985 og fyrir lifrar-
bólgu C (HCV) 1992. „Við þekkjum
ekki til neins tilfellis á síðustu tíu
árum þar sem einstaklingur hefur
fengið veirusmit vegna blóðhluta,“
svarar Sveinn aðspurður.
Eins og sagði í Fréttablaðinu á
fimmtudag er körlum sem haft
hafa samfarir við aðra karla vísað
frá vegna ótta við sjúkdóma sem
smitast með blóði. Ýmsir aðrir eru
taldir til áhættuhópa. Fórnarlömb
nauðgana og þeir sem fengið skart-
gripagötun eða verið til heimils á
sama stað og einhver með lifrar-
bólgusmit mega til dæmis ekki
gefa blóð í hálft ár á eftir.
Þá eru sérstakar reglur varð-
andi fólk sem fætt er utan Íslands.
Það má gefa blóð þegar það hefur
verið hér í minnst þrjá mánuði og
er frá Ástralíu, Bandaríkjunum,
Evrópu, Kanada eða Nýja-Sjá-
landi. Um fólk af öðru þjóðerni
gildir sex mánaða regla. Allir
blóðþegar verða þó að geta lesið
og skilið íslensku. „Ef tjáskipta-
örðugleikar eru til staðar skal
vísa blóðgjafa frá,“ segir í reglum
Blóðbankans.
Þeir sem stunda vændi mega
ekki gefa blóð. Sá sem haft hefur
mök við þann sem stundar vændi
má ekki gefa blóð í eitt ár á eftir.
Sumir sjúkdómar sem fólk hefur
og lyf sem það tekur við þeim
koma í veg fyrir að það sé gjald-
gengt sem blóðgjafar. Alnæmi,
HIV og krónískur astmi og hjart-
sláttartruflanir eru þar á meðal.
Einnig geðveiki, gigtsótt, langvinn
áfengissýki, efnaskiptasjúkdómar,
lifrar-, nýrna- og lungnasjúkdóm-
ar og krabbamein. Og ef fólk hefur
verið bitið af öðrum manni má það
ekki gefa blóð næstu sex mánuði.
gar@frettabladid.is
Fórnarlömb nauðgana
gefi öðrum ekki blóð
Ströngum reglum er fylgt í Blóðbankanum til að hindra að smitað blóð berist
þaðan í sjúklinga sem þurfa blóðgjöf. Vændiskonur og fólk sem hefur verið
nauðgað má ekki gefa blóð. Heldur ekki þeir sem hvorki lesa né skilja íslensku.
1. Sá sem fengið hefur vefjaígræðslu úr dýri eða heilavef úr mönnum.
2. Sá sem hefur heyrt um Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm eða aðra smitandi
heilahrörnunarsjúkdóma í ætt sinni.
3. Sá sem er smitaður af eða gæti hafa smitast af lifrarbólgu- eða alnæmisveiru.
4. Sá sem einhvern tíma hefur sprautað sig einu sinni eða oftar með fíkniefnum,
vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.
5. Karlmaður sem haft hefur samfarir við sama kyn.
6. Sá sem stundað hefur vændi.
7. Sá sem deilir rúmi með þeim sem falla undir liði 3 til 6. Heimild: Blóðbankinn.
Þeir sem ekki mega gefa blóð
1. Fengið skartgripagötun.
2. Verið í speglun með sveigjanlegum tækjum.
3. Verið í nálastungumeðferð hjá öðrum en lækni, hjúkrunarfræðingi,
ljósmóður eða sjúkraþjálfara.
4. Fengið húðflúr eða aðra stungu í húð, til dæmis rafhára eyðing
og förðun.
5. Fengið blóð eða vefjaígræðslu frá mönnum.
6. Stungið sig með notaðri nál eða fengið á sig líkamsvessa frá
einstaklingi í áhættuhópi.
7. Deilt heimili með einstaklingi sem er smitaður af lifrarbólgu-
veiru.
8. Karlmaður sem haft hefur samfarir við sama kyn.
9. Stundað vændi. Heimild: Blóðbankinn.
Frestun blóðgjafar í minnst sex mánuði
Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom
fram að áhorf á sjónvarpsþáttinn
Steindann okkar hefði verið nærri 25
prósentum samkvæmt bráðabirgða-
tölum frá Stöð 2. Tölurnar reyndust
ekki réttar því áhorfið var tæp sextán
prósent í aldurshópnum 12 til 49 ára
þegar niðurstöðurnar voru skoðaðar á
vef Capacent Gallup.
AKRANES Níu og hálfs mánaðar
framleiðslustöðvun í Sements-
verksmiðjunni á Akranesi lýkur í
dag. Þetta kemur fram á heima-
síðu verkalýðsfélags Akraness.
Framleiða á 25 þúsund tonn af
sementi, meðal annars fyrir
Búðarhálsvirkjun. „Þetta eru
gríðarlega jákvæð tíðindi,“ segir á
heimasíðunni.
Í fyrra voru framleidd á Íslandi
tæplega 38 þúsund tonn af sem-
enti og flutt inn um 28 þúsund
tonn. „Verkalýðsfélag Akraness
skorar á íslenska ríkið sem og alla
verktaka að styðja við íslenska
framleiðslu með því að kaupa
íslenskt sement,“ segir Verkalýðs-
félagið. - gar
Löngu stoppi lýkur í dag:
Framleiðir
sement að nýju
SEMENTSVERKSMIÐJAN Á AKRANESI
Framleiðir meðal annars fyrir Búðarháls-
virkjun.
EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra sækir
nú vorfund fjárhagsnefndar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS)
þar sem hann
mun meðal
annars, að því
er fram kemur
í tilkynningu,
skýra frá niður-
stöðu Icesave-
kosningarinn-
ar um síðustu
helgi og áhrif-
um hennar.
Fundurinn
er haldinn í Washington-borg og
mun ráðherra þar hitta helstu
stjórnendur AGS sem og fulltrúa
ríkja og ríkisstjórna sem sæti
eiga í sjóðnum.
Ráðherra mun einnig gera
grein fyrir framgangi efnahags-
áætlunar AGS í samvinnu við
íslensk stjórnvöld. - þj
Eftirköst Icesave-höfnunar:
Steingrímur til
fundar við AGS
STEINGRÍMUR J
SIGFÚSSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
19°
17°
17°
11°
19°
17°
10°
10°
21°
18°
20°
11°
31°
15°
18°
17°
12°Á MORGUN
5-10 m/s
MÁNUDAGUR
3-8 m/s, en 10-15
suðaustast
4
3
1
3
3
5
10
6
56
-1
9
9
10 7
13
8
8
7
10
12
11
4
2
3
6
4
3
2 6
8
7
FÍNT EYSTRA Það
verður ágætt veður
á Norðaustur- og
Austurlandi í dag
á morgun, yfi r-
leitt bjart veður og
6-10 stiga hiti yfi r
hádaginn. Dregur
úr vindi á land-
inu á morgun en
úrkomusamt um
vestanvert landið
og síðan sunnan til
annað kvöld.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
UMHVERFISMÁL Forsvarsmenn
Becromal á Íslandi, sem rekur
aflþynnuverksmiðju í Krossa-
nesi við Akureyri, segjast munu
gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að vernda umhverf-
ið og mæta þeim kröfum sem
Íslendingar gera í þeim efnum.
Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu sem fyrirtækið sendi frá
sér í gær vegna umfjöllunar um
ítrekuð brot þess á reglum, með
því að sleppa vítissódamenguðu
vatni í Eyjafjörð.
Fyrirtækið hefur ákveðið að
vinna að úrbótum í mengunar-
vörnum, uppfæra eftirlitskerfi
og breyta fyrirkomulagi við
skýrslugerð og tilkynningar. - sh
Bregðast við mengun:
Becromal heitir
bót og betrun
HEILBRIGÐISMÁL Búið er að loka
lyflækningadeildum á Landspít-
alanum í Fossvogi og Sjúkrahús-
inu á Akureyri vegna nóróveiru-
sýkingar. Alls hafa tíu manns, sex
sjúklingar og fjórir starfsmenn,
greinst með sýkinguna á spítalan-
um á Akureyri, þar sem einnig var
skipt upp hand- og bæklunardeild
til að varna frekara smiti. Viku-
dagur greindi frá málinu.
Á Landspítalanum eru um átta
sjúklingar og átta starfsmenn
sýktir af nóróveiru. Ólafur Guð-
laugsson, yfirlæknir sýkinga-
varnadeildar, segir veiruna koma
reglulega upp á veturna en þó sé
ekki algengt að loka þurfi heilu
deildunum til þess að koma í veg
fyrir útbreiðslu.
Nóróveira er viðvarandi yfir
vetrarmánuðina hér á landi og
orðin mjög algeng orsök fyrir sýk-
ingum í meltingarvegi. Algeng-
ustu einkenni eru uppköst, ógleði
og niðurgangur. Ása Atladóttir,
hjúkrunarfræðingur á sóttvarna-
sviði landlæknisembættisins,
segir mikilvægustu vörnina gegn
sýkingunni vera handþvott og
almennt hreinlæti.
„Sýkingin er mjög smitandi og
þar sem er mjög stutt á milli fólks
berst hún auðveldlega á milli,“
segir Ása. „Ein sýkt manneskja
getur komið af stað faraldri.“ - sv
Búið að loka deildum á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna nóróveiru:
Sjúklingar og starfsmenn sýktir
DEILDIN ER LOKUÐ! Lungna- og lyflækn-
ingadeild á Landspítalanum er nú lokuð
vegna nóróveirusýkingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÍBIA, AP Hersveitir hliðhollar
Muammar Gaddafi, leiðtoga
Líbíu, gerðu í gær innrás í borg-
ina Misrata í vesturhluta lands-
ins. Er borgin síðasta stóra borg-
in í höndum uppreisnarmanna í
vesturhlutanum.
Flugárásir hersveita NATO á
hersveitir Gaddafi hafa ekki þótt
skila tilætluðum árángri en yfir-
maður heraflans í Líbíu hefur
óskað eftir fleiri orrustuflugvél-
um. Barack Obama Bandaríkja-
forseti segir pattstöðu komna upp
í landinu. - mþl
Áframhaldandi bardagar:
Pattstaða kom-
in upp í Líbíu
GENGIÐ 15.04.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
217,2144
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
112,83 113,37
184,49 185,39
162,89 163,81
21,837 21,965
20,817 20,939
18,152 18,258
1,3519 1,3599
180,14 181,22
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
FYLGIR
MEÐ
BLAÐINU
Í DAG!
Sérblað með
sumarstörfum
fyrir námsmenn
og atvinnuleitendur.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
VMST.IS