Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 34
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR34 Foreldrar mínir vildu ekki troða neinu upp á mig þegar ég var ung. Ég tók þá ákvörðun að skírast ekki inn í aðventista- kirkjuna og það var ekkert mál af þeirra hálfu. V ið höfum farið í þónokk- ur tónleikaferðalög áður en aldrei svona langt og strangt. Þetta voru 28 tónleikar á einum mán- uði. Við byrjuðum í Bret- landi og fórum þaðan yfir á meginland Evrópu, spiluðum í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Tékklandi, Sviss og Austurríki, og þetta var dálítið strembið en ofboðs- lega gaman. Líklega hefðum við aldrei getað þetta án nightliner-svefnrútunn- ar sem við fengum á meginlandinu. Þá var bara keyrt á næturnar og á hverj- um degi vöknuðum við í nýrri borg, sem var yndislegt,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottleikari Hjaltalín, einnar vinsælustu hljóm- sveitar landsins sem er nýkomin til Íslands eftir veglegt vorferðalag um Evrópu. Hún segir viðtökurnar almennt hafa verið afar góðar, en þó sýnu bestar í París, Mílanó og Prag. „Svo eigum við einhverra hluta vegna stóran og góðan aðdáendahóp í Þýskalandi. Reyndar sjáum við líka á Facebook- og MyS- pace-síðum Hjaltalín að aðdáend- ur okkar koma alls staðar að. Það er mjög gaman að sjá að fólk frá Ástralíu, Mexíkó og Perú hefur mikinn áhuga á að fá okkur til sín til að halda tónleika. Við vitum ekki hvernig tónlistin okkar nær svona mikilli dreifingu, en líklega er svarið einfalt: að fólk deili því sem því finnst gott. Kannski er eitthvað af þessu fólki að leita að einhverju aðeins öðruvísi en Lady Gaga. Svo hafa líka margir óþrjótandi áhuga á Íslandi og finnst íslensk tónlist almennt alveg frábær. Svona Íslandsperrar. Þeir leyn- ast víða,“ segir Rebekka og hlær. Uppreisn gegn fjölskylduhefð Hjaltalín var stofnuð af fjórum nem- endum Menntaskólans við Hamrahlíð haustið 2004. Rebekka gekk til liðs við sveitina tveimur árum síðar, 2006, en hún er borin og barnfæddur Keflvík- ingur og eyddi mjög stórum hluta æsku sinnar í að læra á hljóðfæri. Fyrst um sinn einbeitti hún sér að píanóleik, svo sellói, og þegar henni fór að leiðast píanóið tók hún þá ákvörðun að fagott- ið væri hennar hljóðfæri. „Í og með var þetta uppreisn gegn fjölskylduhefðinni, því þar ræður brassið ríkjum. Bæði mamma mín og afi eru trompetleikarar og bróð- ir minn spilar á franskt horn, svo ég þurfti auðvitað að velja tréblásturs- hljóðfæri til að vera öðruvísi. Mamma er líka aðstoðarskólastjóri við tónlist- arskóla Reykjanesbæjar og þegar ég var lítil sá hún um lúðrasveitina, djass- sveitina og ýmislegt fleira. Ég fór því mjög oft í ferðalög með þessum sveit- um og þegar ég hafði lært á fagottið gat ég loksins spilað með þeim og orðið að einhverju liði. Svo kom í ljós að það vantaði bassaleikara í djasssveitina svo ég lærði á hann líka og var þá að spila á allt í senn bassa, fagott og selló á tímabili,“ segir Rebekka, en hún lék um hríð á bassa í keflvísku rokksveit- inni Streng sem innihélt meðal ann- arra stofnmeðlimi hljómsveitarinnar vinsælu Valdimars, sem einnig nýtur mikilla vinsælda nú um stundir. Að sögn Rebekku þykir henni afar vænt um sveitina Streng og segir stefnuna setta á örlitla endurkomu hennar þegar einn meðlimanna snýr aftur heim úr námi í vor. „Kannski höldum við eina tónleika á Paddy‘s í Keflavík,“ segir hún. Vildi ekki verða tónlistarmaður Merkilegt nokk var Rebekka harð- ákveðin í því að verða ekki tónlistar- maður þegar hún yxi úr grasi, þrátt fyrir þann mikla tíma sem fór í æfing- ar og spilamennsku. Hún minnist þess hversu gáttaður fagott-kennarinn hennar varð þegar hún tjáði honum á menntaskólaárum að hún stefndi ein- ungis að því að vera áhugamaður í faginu, þegar flestir aðrir nemendur ólu í brjósti sér drauma um að verða atvinnumenn og einleikarar. „Þetta fannst honum alveg ótrúlegt. En ég hef ætlað mér að verða svo margt á lífsleiðinni,“ segir Rebekka aðspurð. „Ég hef til dæmis lengi haft áhuga á kvikmyndagerð og var mikið að búa til alls kyns þætti þegar ég var ung. Ég gerði meðal annars spurningaþætti og um þrettán ára aldurinn bjuggu ég og frænka mín til nokkra stutta þætti þar sem við gerðum grín að viðtalsþættin- um Maður er nefndur, sem við kölluð- um Maður er skemmdur. Ég var spyr- illinn og frænka mín, sem þá var bara tólf ára, vann leiksigur sem illa mál- aður „kynvillingur“,“ segir Rebekka og skellir upp úr. „Þessir þættir eru ennþá til heima hjá mömmu og pabba og væri örugglega þess virði að draga fram ein- hvern daginn.“ Hún segist vel geta hugsað sér að starfa við kvikmyndagerð í framtíð- inni og hefur þegar fengið smjörþef- inn af bransanum, en hún starfaði sem annar aðstoðarleikstjóri við gerð þátta- raðanna Pressu 2 og Hlemmavídeós. Þá sinnti Rebekka starfi verkefna- stjóra við kynningu á Degi tónlistar- skólanna sem haldinn var hátíðlegur í tuttugasta sinn í febrúar síðastliðn- um. Hún kenndi einnig um hríð við tón- listarskóla Reykjanesbæjar og segir almennt starf tónlistarskólanna í land- inu standa sér afar nærri. Spurð um deilurnar sem spruttu upp fyrir skemmstu, varðandi fyrirhugað- an niðurskurð á framlögum til tónlist- arkennslu í Reykjavík, segist Rebekka varla hafa það í sér að ræða það mál, svo mikið hafi henni blöskrað áformin. „Þetta er í einu orði sagt glatað. Auð- vitað skil ég að einhvers staðar þurfi að skera niður, en eins og hefur sýnt sig trekk í trekk er íslensk tónlist afar mikils virði í svo mörgum skilningi. Það er skrýtið að ætla að gera fólki erfiðara fyrir að sækja tónlistarnám.“ Enn um sinn er það því tónlistin sem á hug Rebekku allan, en varðandi helstu framtíðaráform segist hún í raun hafa tekið þá meðvituðu ákvörð- un að taka ekki ákvörðun. „Einhvern tíma kemur kannski að því að ég verð að taka einhvers konar ákvörðun um það hvað ég ætla að verða þegar ég verð orðin stór. Ég verð ekki tuttugu og eitthvað alla ævi,“ segir hún og glottir. „En sá tími er ekki kominn enn.“ Þakklát fyrir uppeldið Foreldrar Rebekku eru sjöunda dags aðventistar og ólst hún því upp innan Íslandsperrarnir leynast víða Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottleikari hinnar vinsælu hljómsveitar Hjaltalín, er nýkomin heim til Íslands eftir stærsta hljómleikaferðalag sveitarinnar til þessa. Kjartan Guðmundsson ræddi við hana um stóran aðdáendahóp í Þýskalandi, spurninga- og viðtalsþætti sem hún framleiddi sem barn og þá meðvituðu ákvörðun að taka enga ákvörðun um framtíðina. ÞETTA VENJULEGA Rebekka ólst upp í Keflavík en býr nú í Þingholtunum ásamt unnusta sínum. Hún segir Hjaltalín vera að færast í eilítið dekkri og dimmari áttir í sínum tónsmíðum en umfjöllunarefni textanna séu þó svipuð: vangaveltur um ástina og lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Meðlimir Hjaltalín eru sjö talsins, sem gerir sveitina að einni þeirri fjölmennustu í hér- lendum poppbransa. Rebekka segir fullkomið lýðræði ríkja inn- anborðs, sem lýsi sér meðal ann- ars í því að ekkert hafi slest upp á vinskapinn á nýliðnu hljómleika- ferðalagi, en meðlimirnir séu þó afar ólíkir hver öðrum. „Við erum með allan skalann. Það er slaka megachill-týpan, skipulags með allt á hreinu-gæinn og allt þar á milli. Ég veit ekki hvaða týpa ég er. Það er erfitt að meta sjálfan sig,“ segir Rebekka. Fullkomið lýðræði aðventistakirkjunnar svokölluðu, þótt sjálf kalli hún sig ekki sjöunda dags aðventista. Spurð um daglegt líf innan safnaðarins segir Rebekka það að mestu leyti snúast um það hvernig meðlimirnir lifi lífi sínu, komi fram við annað fólk og þar fram eftir göt- unum. „Foreldrar mínir vildu ekki troða neinu upp á mig þegar ég var ung. Ég tók þá ákvörðun að skírast ekki inn í aðventistakirkjuna og það var ekkert mál af þeirra hálfu. Fólk innan safn- aðarins er auðvitað mis-strangtrúað. Mikið er lagt upp úr næringarfræði og því að hugsa vel um líkamann. Til dæmis reykja foreldrar mínir hvorki né drekka og borða ekki svínakjöt og skelfisk, svo dæmi sé tekið, því það er ekki hreint kjöt að þeirra mati. Sjálf er ég nýbyrjuð að smakka skelfisk, því ég ólst upp við að borða hann ekki, og panta mér ekki rétti með svínakjöti á veitingastöðum. En ef við komum á tónleikastað og einungis eru í boði svínaréttir, þá borða ég þá. Það er mjög margt í lífsreglum sjöunda dags aðventista sem ég er þakklát fyrir að hafa alist upp við, þótt ég fylgi því ekki bókstaflega. Ég held að það sé alls ekki galið líferni sem fylgir því að vera í söfnuðinum,“ segir Rebekka. Dekkri og þyngri Hjaltalín Í aðdraganda nýliðins tónleikaferða- lags skelltu Hjaltalín-liðar sér í hljóð- verið Sundlaugina í Mosfellsbæ, þar sem sveitin vann að nýju efni. Sveitin hefur hug á að eyða meiri tíma í stúd- íói í sumar við upptökur á lögum sem verða á þriðju plötu Hjaltalín, sem kemur til með að fylgja eftir hinni margrómuðu Terminal frá árinu 2009. Aðspurð segir Rebekka ekki enn ljóst hvenær nýja platan lítur dagsins ljós. „Nýju lögin sem við prufukeyrðum á hljómleikaferðalaginu eru dálítið dekkri og þyngri en áður, sem ég fíla mjög vel. Það má því segja að við séum að stefna í örlítið aðra átt í tónsmíðum og stemningu, en umfjöllunarefni text- anna verða líklega svipuð. Vangavelt- ur um lífið og ástina. Þetta venjulega,“ segir Rebekka að lokum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.