Fréttablaðið - 16.04.2011, Síða 40
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR40
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu
heldur aðalfund þriðjudaginn 19.apríl kl. 19.00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Þeir einir hafa kosningarétt sem hafa
greitt félagsgjaldið fyrir árið 2010.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórnin
Aðalfundur
Af hverju get ég ekki orðið bestur?
Derrick Rose, 22 ára, Chicago Bulls
Hinn nýi bjargvættur N
Blake Griffin, 22 ára, Los Angeles
Clippers
■ SNILLINGARNIR SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM – ÞESSIR HAFA SKARAÐ FRAM ÚR Í ÁR
Fátt virðist geta komið í veg fyrir það að Derrick Rose verði síðar í
mánuðinum valinn verðmætasti leik-
maður NBA-deildarinnar þetta árið.
Þar með verður hann yngsti leik-
maður sögunnar til að hljóta
þá nafnbót, og jafnframt sá
fyrsti sem fékk ekki eitt einasta
atkvæði í kjörinu árið áður.
Rose var þrátt fyrir þessar
staðreyndir kokhraustur í haust:
„Af hverju ætti ég ekki að geta
verið valinn verðmætastur?“ spurði
hann í viðtali. Og svo stóð hann bara
við stóru orðin – sisvona.
Rose var drifkrafturinn í efsta liði
deildarinnar í allan vetur og sá til
þess að Bulls drægjust ekki aftur úr
þegar hinir máttarstólparnir, Joachim
Noah og Carlos Boozer, meiddust. Rose
skoraði 25 stig að meðaltali í leik, gaf
7,7 stoðsendingar og tók 4,1 frákast.
Það eru allir að tapa sér yfir hæfileikum Blakes
Griffin. Sumir kalla hann
mikilvægasta leikmann sem
litið hefur dagsins ljós í NBA-
deildinni í árafjöld, svo mjög
muni hann trekkja að áhorf-
endur. Griffin hefur stökkkraft
á við meðalpúmu, leikur sér að
því að troða í andlitið á hvaða varn-
artrölli sem er og gefur glæsilegar
stoðsendingar þess á milli. Og hann
er á sínu fyrsta tímabili í deildinni.
Það er öllum ljóst að Blake Griff-
in er löngu búinn að rústa keppn-
ina um nýliða ársins. Hann hefur
skorað 22,4 stig í leik, tekið 12,1
frákast og gefið 3,7 stoðsending-
ar. Slík tölfræði er fáheyrð hjá
nýliðum í seinni tíð. Og líklega
hefur aldrei verið eins gaman
að halda með Clippers.
Staðið við stóru orðin?
Þá er loksins komið að
því. Tveggja mánaða
rimma allra bestu
körfuboltamanna heims
hefst í dag, þegar bolt-
arnir taka að rúlla í
úrslitakeppni NBA-deild-
arinnar. Stígur Helgason
hleypur á hundavaði yfir
leiktíðina sem leið.
L
engi framan af – raun-
ar alveg fram undir
það síðasta – virt-
ist sem liðin leiktíð í
deild hinna bestu yrði
fyrst og fremst væmin
dæmisaga um sigur liðsheildar-
innar. Tvö frábærlega mönnuð
lið, Boston Celtics og San Anton-
io Spurs, stungu af hvort á sinni
ströndinni, lið sem þó hvorugt
reyndist síðar fá einn einasta leik-
mann kjörinn í byrjunarlið stjörnu-
leiksins. Svo kom naggur frá Chi-
cago, Derrick Rose að nafni, og
eyðilagði þessa fallegu sögu.
Stóru orðin
Leiktíðinni var reyndar hálfpart-
inn þjófstartað þremur mánuðum
fyrir fyrsta leik þegar augu heims-
ins beindust að sirkus LeBrons
James, sem setti á svið heljarinnar
sýningu og tilkynnti loks – efnis-
lega – að nú hygðist besti leikmað-
ur heims ganga til liðs við þann
næstbesta undir merkjum Miami
Heat. Ekki nóg með að fyrir væri á
fleti Dwyane Wade, óhagganlegur
fastamaður í liðum ársins, heldur
fengu þeir líka til sín aðra stjörnu,
Chris Bosh, sem fór fyrir misjöfnu
liði Toronto Raptors í áraraðir við
mikla eftirtekt.
Það var því ekki að undra að
miklar vonir væru bundnar við
Miami-liðið. Aldrei fyrr höfðu
þrjú stirni af þessari stærðar-
gráðu sameinast undir einum
hatti á hátindi ferilsins. Og ekki
vantaði heldur yfirlýsingarnar.
Þeir ætluðu sér titil. Hetjurnar
vældu reyndar undan sjálfskap-
aðri pressunni þegar á leið og sök-
uðu heiminn um að vilja sér illt.
Gamla brýnið Charles Barkley
svaraði þeim svona: „Dwyane, þú
veist að ég elska þig – en það er
öllum sama um Miami Heat. Þeir
einu sem hata Miami Heat eru
aðdáendur Cleveland Cavaliers.“
LeBron-lausir Kavaljerar sátu
enda eftir með sárt ennið og
hröpuðu niður töfluna milli ára;
umturnuðust í einni hendingu úr
einu besta liði deildarinnar í eitt
það alslakasta. Það segir sína sögu
um leikmanninn sem þeir misstu.
Og þótt hér og þar örlaði á þórðar-
gleði yfir því að Miami hafi ekki
gjörsigrað í hverjum einasta leik
verður ekki horft fram hjá því að
árangurinn er býsna góður. Liðið
hafnaði í öðru sæti í austurdeild-
inni, fyrir ofan Boston. Það þarf
varla nokkur að væla yfir því.
Grænu risarnir og meiðslin
Boston-menn, sem byrjuðu tíma-
bilið svo firnavel og virtust á
köflum ósigrandi, létu undan síga
eftir áramót og höfnuðu að lokum
í þriðja sæti austurdeildarinnar.
Líklega hefur skortur á miðherj-
um haft þar sitt að segja. Það leit
ekki illa út á pappírunum að geta
valið á milli hinna tröllvöxnu Sha-
quilles O‘Neill og Kendricks Perk-
ins, en þar sem báðir eru krónísk-
ir meiðslapésar mæddi í upphafi
óþyrmilega á Shaq, þangað til
hann meiddist – auðvitað. Þá sneri
Perkins aftur, en var af einhverj-
um furðulegum ástæðum skipt
rakleiðis til Oklahoma City Thun-
der fyrir framherjann Jeff Green,
minni spámenn og skiptimynt.
Ætla mætti að þetta gæti komið
í bakið á Boston-liðinu þegar það
mætir rækilega betrumbættu liði
New York Knicks í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar … en þó ekki.
Knicks hafa nefnilega valdið tölu-
verðum vonbrigðum í vetur. Þeir
nældu í fyrsta stórstirnið þegar
þeir fengu kraftframherjann
Amar‘e Stoudemire frá Phoenix
Suns í fyrrasumar og bættu um
betur í febrúar þegar þeir keyptu
Carmelo Anthony dýru verði (eink-
um í leikmönnum talið) og fengu
reynsluboltann Chauncey Billups
með í kaupbæti til að stýra leikn-
um. Þrátt fyrir stjörnufansinn
slefuðu strákarnir úr Stóra epl-
inu ekki nema í sjötta sæti austur-
deildarinnar og unnu aðeins rétt
ríflega helming leikja sinna. Samt
áttu þeir tvo af fimm stigahæstu
leikmönnum deildarinnar – eins
og Miami.
Þrír turnar í vestri
Í vestrinu hafa þrír turnar gnæft
yfir önnur lið nánast alla leiktíð-
ina. Sá fyrsti heitir San Anton-
io Spurs og kom nokkuð á óvart
með ótrúlegri byrjun í haust sem
svo lauk í raun aldrei. Hinir leik-
reyndu Tim Duncan, Tony Parker
og Manu Ginobili slökktu strax í
öllum vangaveltum um að menn
þyrftu að vera nýskriðnir úr
háskóla til að geta eitthvað í körfu-
bolta – og vinna jafnvel heila deild.
Það hefði þó ekki tekist nema með
dyggu liðsinni óvenjubreiðs hóps
af frambærilegum leikmönnum
að hífa liðið upp úr sjöunda sæti
vesturdeildarinnar í fyrra, upp á
toppinn í ár.
Dallas Mavericks átti líka fljúg-
andi start, með Dirk Nowitzki og
Jason Kidd sem fyrr í broddi fylk-
ingar, og endaði í þriðja sætinu á
vesturströndinni. Viðureign þeirra
við Portland Trail Blazers í fyrstu
umferð úrslitanna gæti orðið með
þeim allra bestu, enda hefur Port-
land sýnt æði lipra tilburði, jafn-
vel þótt einn þeirra besti maður,
Brandon Roy, hafi að mestu verið
frá vegna meiðsla.
Meistarar síðasta árs, Los Ange-
les Lakers, voru lengur í gang en
við var búist en eftir afar dapra
frammistöðu í aðdraganda stjörnu-
leiksins í febrúar settu þeir í
fimmta gír og unnu sautján leiki
á móti einum. Þeir gáfu reynd-
ar eftir í blálokin en þessi miklu
sprettur skilaði Kobe Bryant og
félögum öðru sætinu í vestur-
deildinni. Enginn ætti að þurfa
að furða sig á því ef þeir kafsigla
BESTUR? LeBron James hefur verið í eldlínunni með Miami Heat síðan síðasta sumar. Tim Duncan, Tony Parker og félagar í San Antonio tróna hins vegar á toppi vesturdeildar-
innar eftir frábæra leiktíð. Bæði lið hljóta að gera tilkall til meistaratitilsins, en hindranirnar sem þarf fyrst að ryðja úr vegi eru margar og fáar þeirra auðveldar. NORDICPHOTOS/AFP