Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 78
6 matur „Það á að gefa sér góðan tíma við að elda lamb og leyfa sér að dúlla svolítið við það,“ segir Guðlaugur P. Frímanns- son, matreiðslumaður á Fiskmarkaðnum, þegar Fréttablaðið forvitnast um galdur- inn á bak við meyrt og gott páskalamb. Guðlaugur mælir með því að fólk noti kjöthitamæli og kjöreldað lambalæri eigi að vera á bilinu 58 til 60 gráður. „Meðallæri á að brúna í ofni á 180 gráðum í 30 mínútur, lækka svo hitann niður í 150 gráður og elda lærið áfram í klukkutíma. Öðru hverju yfir eldunar- tímann er gott að taka það út úr ofninum og hvíla í tvær til þrjár mínútur áður en það fer aftur inn, þannig helst safinn í kjötinu og steikin verður mjúk og safa- rík.“ Fyrir þá sem ekki ætla sér hefðbundið lambalæri á páskadag gefur Guðlaugur uppskrift að steiktum lambahryggvöðva í hnetuhjúp sem brúnaður er á pönnu áður en hann fer inn í ofn. Guðlaugur mælir einnig með því að draga fram grillið ef veðrið verður gott um páskana og grilla vöðvann, þá í fjórar mínútur á hvorri hlið. Sjálfur er Guðlaugur mikið fyrir grill en hann verður einmitt yfirkokkur á Grillmarkaðnum, nýjum veitingastað Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeist- ara sem opnar 20. maí. „Þar verðum við með íslenskt hráefni, meðal annars lamb og kaupum beint af bónda,“ segir Guð- laugur. - rat Þolinmæði er galdurinn Góður tími og þolinmæði er allt sem þarf til að töfra fram ljúffenga lambasteik. Guðlaugur P. Frímannsson matreiðslumaður gefur lesendum uppskrift að meyru páskalambi og ljúffengu meðlæti. Guðlaugur P. Frímannsson matreiðslumaður gefur uppskrift að grilluðu páskalambi en hann opnar nýtt veitingahús, Grill- markaðinn, ásamt Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara í maí. Grillaður lambahryggvöðvi í hnetuhjúp ásamt eplasalati og sætkartöflukrókettu. Galdurinn er að gefa sér tíma þegar elda á lamb. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MA PÁSKALAMB OG MEÐLÆTI STEIKTUR LAMBAHRYGG- VÖÐVI MEÐ KRYDDJURTA- PESTÓI OG HNETUHJÚP FYRIR 4 Brúnið kjötið á lágum hita á pönnu í um 4 mín. á hvorri hlið og setjið inn í 150 gráðu heitan ofn í 5 mín. Takið út og hvílið í 2 mín. og setjið aftur inn í ofninn í 5 mín. Hvílið kjöt- ið einnig aðeins, áður en það er borið fram. Einnig má grilla hryggvöðvann ef veðrið er gott, þá í 4 mín. á hvorri hlið. EPLASALAT 2 græn epli skorin í litla kubba Rúsínur 100 g majónes 20 g flórsykur 2 msk. léttþeyttur rjómi Smátt saxaður graslaukur Salt eftir smekk Öllu blandað saman og smakkað til með salti. KREMAÐ HVÍTKÁL 2 hvítkálshausar skornir fínt í strimla 500 g rjómi 1 msk. kjötkraftur Salt og pipar Allt sett saman í pott og soðið við vægan hita þar til hvítkálið er orðið mjúkt. SÆTKARTÖFLUKRÓKETTA 3 sætar kartöflur Cumin eftir smekk Fínt söxuð steinselja Salt og pipar eftir smekk Bakið kartöflurnar á 180 gráð- um í 40 mín. Skafið innan úr og kryddið með cumin, steinselju, salti og pipar. Mótið kúlur úr maukinu og frystið. Frosnum kúlunum er svo velt upp úr 4 eggjum og brauðraspi og djúp- steiktar svo þær verða stökkar að utan og mjúkar að innan. SÓSAN 1,5 l nautasoð 2 laukar 4 hvítlauksgeirar 20 ml eplaedik 2 gulrætur 5 greinar blóðberg 100 ml rauðvín Skerið grænmetið í teninga og svitið í potti. Öllu hinu bætt út í pottinn og soðið vel niður. Sigtið og smakkið sósuna til með klípu af smjöri. Saltið og piprið eftir smekk. KRYDDJURTAPESTÓ 50 g basil 50 g kóríander 2 hvítlauksgeirar 100 g ristaðar furuhnetur 200 ml olía Salt og pipar eftir smekk Öllu blandað saman í mat- vinnsluvél. HNETUHJÚPUR 100 g kasjúhnetur 100 g salthnetur Fínt saxaður kerfill Saxið hneturnar í litla bita og blandið svo kerflinum út í.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.