Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 86

Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 86
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR46 Sjónarhorn Ljósmynd: Stefán Karlsson LANDIÐ FÝKUR BURT Margir eru orðnir langeygir eftir raunverulegu vorveðri og skyldi engan undra, enda sumar- dagurinn fyrsti á næsta leiti. Hvassviðrið býður þó upp á ýmsa möguleika, eins og þann að festa á filmu plastpoka sem fýkur um holt og hæðir og tekur á sig ýmsar myndir með hjálp ímyndunaraflsins. Til dæmis lögun Íslands, sitjandi hunds, kjúklings eða hvers sem lesendur geta gert sér í hugarlund. Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel, Reykjavík fimmtudaginn 28. apríl kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Tillögur um réttindabreytingar. a. Um hækkun vegna örorkuframlags. b. Um lækkun vegna tryggingafræðilegrar stöðu. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni, Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Reykjavík 12. apríl 2011, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2 0 11 www.gildi.is Á þessum degi, 16. apríl árið 1917, fyrir réttum 94 árum, sneri Vladimír Lenín, hugmynda- fræðingur rússnesku byltingar- innar, úr útlegð um það leyti sem mikill órói var í samfélaginu. Byltingarandinn lá í loftinu og Nikulás II Rússakeisari hafði verið settur af. Lenín, sem hét réttu nafni Vladimír Ilitsj Úljánov, var lög- fræðingur sem lengi hafði verið virkur í starfi róttæklinga og var meðal annars dæmdur í fangelsi árið 1895 fyrir að hafa unnið gegn keisaranum. Hann fór síðar í útlegð og dvaldi í Sviss á árum fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Þaðan skrifaði hann fjölda verka og var afar áhrifarík- ur innan hóps bolsévika, róttæk- asta arms Sósíaldemókrataflokks- ins. Þeim óx stöðugt ásmegin og Lenín sneri aftur til Rússlands, til St. Pétursborgar, til að leiða hreyf- ingu bolsévika í byltingunni og naut til þess fjárstuðnings þýskra stjórnvalda. Lenín þurfti þó að flýja til Finn- lands um stund, en hann sneri aftur í nóvember þar sem hann stýrði hinni svokölluðu Október- byltingu. Byltingin gekk hratt fyrir sig og áður en langt var um liðið höfðu bolsévikar náð völdum víðast hvar í Rússlandi. Friður var saminn við Þjóðverja, að kröfu Leníns, en nokkrir kollega hans, líkt og Nikolaj Búkharín, höfðu viljað halda stríðsrekstri áfram og breyta heimsstyrjöldinni í stétta- stríð. Næstu ár börðust kommúnist- ar gegn hvítliðum og útsendur- um erlendra ríkja en höfðu loks fullnaðarsigur. Lenín varð leið- togi hinna nýju Sovétríkja og ríkti sem slíkur allt þar til hann lést árið 1924. Við tók grimmdarleg harðstjórn Jósefs Stalín, en Sovétríkin lifðu allt fram til ársins 1991. - þj Heimild: Vísindavefurinn Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1917 Lenín snýr aftur Byltingarforinginn snýr aftur úr útlegð til að leiða bolsévika LENÍN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.