Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 88
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MARGRÉT ÞÓRHILDUR DANADROTTN- ING er 71 árs. „Sífellt bætist í sjóð þeirra minninga sem við viljum geyma og eru okkur styrkur.“ Ari Kristinsson kvikmyndagerðar- maður fagnar sextugsafmæli sínu í dag með fjölskyldu og vinum. „Ég hætti við að halda upp á fimmtugs- afmælið og ákvað að bíða með veislu þar til næst,“ segir hann glaðlega en kveðst ekki taka séns á að fresta því í önnur tíu ár. Fáir hafa starfað við kvikmynda- gerð hér á landi í á fjórða áratug en því getur Ari státað af. Eftir hann eru myndirnar um Pappírspésa, Stikkfrí og Duggholufólkið en auk þess hefur hann lagt hönd að tugum mynda. „Ég hef unnið við flest störf innan þessa geira en mest sem kvikmyndatöku- maður og leikstjóri,“ segir Ari sem telur myndlistarmenntun hafa nýst sér vel í faginu. „Ég kom heim frá námi í Bandaríkjunum á föstudegi og þá lágu fyrir mér skilaboð um hvort ég gæti mætt í vinnu á mánudeginum sem aðstoðarkvikmyndatökumaður í Jóni Oddi og Jóni Bjarna og strax eftir að því lauk hitti ég Friðrik Þór og við fórum að mynda Eldsmiðinn,“ lýsir hann. „Síðan hefur alltaf verið nýtt verkefni innan sjóndeildarhringsins.“ Ari ólst upp í Kópavogi frá eins árs aldri. „Afi átti sumarbústaðalóðir í Kópavogi og gaf pabba og mömmu eina þegar þau giftu sig. Í stað þess að byggja sumarbústað byggðu þau sér íbúðarhús sem stendur á horni Háveg- ar og Meltraðar. Þar var lítil byggð til að byrja með og gaman að leika sér, mikið af drullupollum og svona,“ rifj- ar Ari upp sem er fyrir löngu fluttur. „Ég giftist konu í Hafnarfirði og hún ákvað að þar skyldum við búa,“ segir hann kíminn. „Við keyptum meira að segja húsið sem hún fæddist í.“ Máltækið segir að oft velti lítil þúfa þungu hlassi. Það má heimfæra upp á kvikmyndagerð Ara því hún hófst með aðstoð við tökur á myndinni Lítil þúfa í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Síðan hefur eitt verkefnið tekið við af öðru og það nýjasta er Tími nornar- innar, sjónvarpsþættirnir á RÚV sem ljúka göngu sinni annað kvöld. En hvað finnst Ara standa upp úr á ferlinum? „Ég met alltaf Börn náttúrunnar mik- ils. Hún náði svo miklum alþjóðlegum árangri og var útnefnd til Óskarsverð- launa. Skemmtilegast var samt að taka Með allt á hreinu. Þá eltum við hljóm- sveitina þangað sem hún var að spila og vorum í stanslausu stuði.“ Íslensk kvikmyndagerð er í fjár- hagsvanda um þessar mundir og Ari segir nauðsynlegt að rétta þann kúrs af ef ekki eigi illa að fara. Hann er formaður Sambands íslenskra kvik- myndaframleiðenda og kveðst vona að honum auðnist sem fyrst að gera nýtt samkomulag við ríkið um endurfjár- mögnun greinarinnar. „Það væri besta afmælisgjöf sem ég gæti fengið,“ segir hann. „Svo ég gæti horft – ekki bara yfir 30 ár til baka heldur líka fram á veginn.“ gun@frettabladid.is ARI KRISTINSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR: ER SEXTUGUR Í DAG Alltaf verið nýtt verkefni innan sjóndeildarhringsins ARI KRISTINSSON „Skemmtilegast var að taka myndina Með allt á hreinu. Þá eltum við hljóm- sveitina þangað sem hún var að spila og vorum í stanslausu stuði.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 71 Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Lissý Björk Jónsdóttir Hlíðarhjalla 61, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju miðviku- daginn 20. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta krabbameinslækningadeild 11-E njóta þess, sími 543-1159. Jón Viðar Matthíasson Helga Harðardóttir Hörður Már Jónsson Elfa Björg Aradóttir Viðar Jónsson Mardís Heimisdóttir Björk Jónsdóttir Arnar Jónsson Aldís Helga og Hjördís Svava Harðardætur Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Sigurður Einar Jónsson lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 10. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðsett var í Garðakirkjugarði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjarta- og krabbameinsdeild LSH fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hjördís Guðmundsdóttir Viðar Sigurðsson Halldóra Halldórsdóttir Jón Rúnar Sigurðsson Tove Rödne Guðrún Björg Sigurðardóttir Ágúst Pedersen afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Guðmundur Björn Sveinsson Kirkjuteig 13, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Landakoti föstudaginn 25. mars. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 15.00. Esther Ósk Karlsdóttir Sævar Sveinn Guðmundsson Elísabet Anna Guðmundsdóttir Bengt Wallin Auður Björk Guðmundsdóttir Siegfried Gudmundsson Sabina Gudmundsson Sarah Gudmundsson Belinda Wallin-Tolf Nicklas Tolf Isabelle og Patrica Nathalie Wallin Ozzy Wallin Philip Wallin Arthúr Sveinsson Már Sveinsson Margrét Björnsdóttir Sveina M. Sveinsdóttir Runólfur Sölvason Linda M. Runólfsdóttir Birgir Þór Runólfsson Jón Guðmann Jónsson Karítas Sól Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar og afi Richard Sigurbaldursson Hann kom hingað þann 17.12.1934. Hann var hérna, en nú er hann farinn. Hann fór þann 30.03.2011. Við þökkum þér alla örvun og innblástur í lífinu. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki lungnadeildar Landspítalans. Sigríður Hulda Richardsdóttir Guðný Björk Richardsdóttir Jóhann Davíð Richardsson Richard Oddur Hauksson Jóhann Þór Stefánsson Kristín Margrét Guðmundsdóttir Bragi Haukur Jóhannsson Andrea Rán Jóhannsdóttir Dagný Dimmblá Jóhannsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jónas Guðberg Ragnarsson hafnsögumaður, Aratúni 16, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 20. apríl, kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið í síma 561 3770 eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Marsibil Katrín Guðmundsdóttir Ragnar Jónasson Sólveig Einarsdóttir Ólafur Jónasson Guðmundur Einisson Valgerður Gísladóttir Óðinn Einisson Laufey E. Gunnarsdóttir Björk Einisdóttir Valtýr E. Valtýsson barna- og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og veittu okkur ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum við andlát og útför okkar ástkæra Jens Óla Kristjánssonar Urðargili 17, Akureyri. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Guðrún Ásgeirsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Ingimarsdóttir andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, föstu- daginn 8. apríl. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. apríl kl. 10.30. Margrét Jóhannsdóttir Ásgeir Sverrisson Helga Sigurðardóttir barnabörn og langömmustelpurnar. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna and- láts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Guðbjarts Á. Kristinssonar múrara Dalseli 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir hlýju og góða umönnun. Helga Pétursdóttir Guðrún Guðbjartsdóttir Guðjón Þ. Sigfússon Kristinn H. Guðbjartsson Laufey Ó. Hilmarsdóttir Álfheiður J. Guðbjartsdóttir Olaf Sveinsson og barnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.