Fréttablaðið - 16.04.2011, Síða 92

Fréttablaðið - 16.04.2011, Síða 92
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR52 Hvað er það fyrsta sem þú manst eftir? Ég og bróðir minn að kveikja varðeld í ruslafötu heima í stofu. Hvar áttir þú heima þegar þú varst lítill? Ég er fæddur á Sauðárkróki en flutti mjög ungur til Reykjavíkur. Ég bjó í vesturbæ Reykjavíkur í um tvö ár en flutti svo í Garðabæ og bjó þar þangað til ég flutti að heiman. Hvar var skemmtilegast að eiga heima? Ég kunni vel við mig á öllum þessum stöðum. Varstu einhvern tíma óþekkur við mömmu þína? Ég held að ég hafi nú verið frekar þægur – oftast. Hafðir þú ofan af fyrir þér sjálfur eða varstu alltaf að leika við einhvern? Ég var duglegur að dunda mér einn en lék mér líka mikið við krakkana í hverfinu. Ég bland- aði þessu bara saman. Heldurðu enn sambandi við vini úr æsku? Já, ég á enn vini sem ég lék mér við sem krakki. Hvern- ig leikir þóttu þér skemmti- legastir? Mér fannst skemmtilegast að vera niðri í fjöru að reyna að búa til fleka. Varstu einhvern tíma feim- inn? Já, ég hef alltaf verið frekar feiminn. Hvaða matur þótti þér best- ur þegar þú varst krakki? Lambakótelettur með öllu til- heyrandi. Hver er uppáhaldsbarna- bókin? Doddi litli. Í hvaða grunnskóla varstu? Flataskóla í Garðabæ. Hvenær fannst þér þú vera orðinn fullorðinn? Mér fannst ég fullorðinn þegar ég fékk bílpróf. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara í tjaldútilegu með fjölskyldunni minni. Hefurðu leikið í barna- leikriti eða mynd og þá hvaða? Nei, ég hef ekki leikið í barna- leikriti en ég lék örhlutverk í Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Stoppa krakkar þig úti á götu? Já, já, heldur betur. Átt þú börn? Já, ég á tvær dætur. Ertu strangur við þær? Nei, ég get ekki sagt það. Þær komast upp með voða mikið þegar ég er nálægt. krakkar@frettabladid.is 52 Ég var duglegur að dunda mér einn en lék mér líka mikið við krakkana í hverfinu. Ég blandaði þessu bara saman. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is 1. Um hvað var kosið í kosningunum 9. apríl? 2. Hvað heitir forseti Íslands? 3. Yfir hvaða land reið stór flóðbylgja á dögunum? 4. Hvar verður Eurovision-keppnin haldin í ár? 5. Hvað heitir forsætisráðherra Íslands? 6. Hvaða skóli sigrði í söngvakeppni framhaldsskólanna? 7. Hvað heitir forseti Bandaríkjanna? 8. Hvað heitir borgarstjórinn í Reykjavík? 9. Af hverju urðu rúmlega 100 manns strandaglópar í Staðarskála sunnudaginn 10. apríl? 10. Af hverju lagði mikla gufu yfir Árbæjarhverfið í vikunni? VAR OFTAST FREKAR ÞÆG- UR – NEMA STUNDUM Pétur Jóhann, leikari og skemmtikraftur, var oftast þægur þegar hann var lítill. Samt er fyrsta minningin hans tengd prakkarastriki sem hann stóð í með bróður sínum. Þeir bræður kveiktu nefnilega varðeld í ruslafötu heima í stofu. Af hverju dillar hundurinn skottinu? Af því enginn annar vill gera það fyrir hann. Hvernig veistu að þú átt heimskan hund? Hann eltir kyrrstæða bíla. Við hvernig tónlist vilja kýr dansa? Alls konar múúúúsík. Hvernig lyf gefur þú veikum maur? Sýklalyf. Hvernig þekkir þú nútímalega könguló? Hún á ekki vef – heldur vef- síðu. Hvað kallar þú mús sem getur lyft fíl? Herra. WWW.LAERUMSAMAN.IS er sniðug vefsíða með fræðslu- leikjum fyrir börn á aldrinum 2 til 7 ára. Leikirnir hjálpa börnunum að læra stafrófið, litina og margt fleira. 1. Icesave-samninginn 2. Ólafur Ragnar Grímsson 3. Japan 4. Í Þýskalandi 5. Jóhanna Sigurðardóttir 6. Tækniskólinn 7. Barack Obama 8. Jón Gnarr 9. Vegna óveðurs sem geysaði 10. Vegna þess að það sprakk heitavatnsrör.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.