Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 98

Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 98
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR58 58 menning@frettabladid.is TÖFRAFLAUTAN Í HÖRPU Íslenska óperan setur upp Töfraflautu Mozarts í haust. Þetta verður fyrsta óperuuppfærsla óperunnar eftir að hún flytur heimkynni sín í Hörpu í næsta mánuði. Daníel Bjarnason verður hljómsveitarstjóri og Ágústa Skúladóttir leikstýrir. Í helstu hlutverkum eru Þóra Einarsdóttir, Finnur Bjarnason, Garðar Thór Cortes, Ágúst Ólafsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Kolbeinn Jón Ketilsson. Góðærið, hrunið og eftir- köst þess eru undir í mynd- listarsýningunni Koddu, sem opnuð verður í Nýlista- safninu og Alliance- húsinu í dag. Ekki hefur verið þrautalaust að setja sýninguna upp, að sögn Ásmundar Ásmundssonar, eins af sýningarstjórum sýningarinnar. Yfir 40 listamenn taka þátt í sýn- ingunni Koddu, sem verður opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu við Grandagarð í dag. Þar rýna listamennirnir í myndmál ríkjandi hugmyndafræði góðærisáranna og fram yfir hrun. Ásmundur Ásmundsson er sýn- ingarstjóri sýningarinnar ásamt Tinnu Grétarsdóttur og Hann- esi Lárussyni. Hann segir mikla rannsóknar vinnu liggja að baki sýningunni, sem hafa meðal ann- ars leitt í ljós að sú hugmynda- fræði bóluhagkerfisins hafi ekki látið undan síga eftir hrun. „Við rýndum í ýmsar skýrslur, til dæmis Ímyndarskýrsluna frægu, og Ísland 2015, sem Við- skiptaráð og Háskólinn í Reykja- vík unnu saman. Það held ég að sé plagg sem er unnið eftir í öllum ráðuneytum.“ Ein af birtingarmyndum er samkvæmt listamönnunum kynn- ingarátakið Inspired by Iceland, þar sem ung stúlka gengur nakin í heita laug um miðbik mynd- bandsins og segir munúðarlega: „Koddu“. Af því dregur sýningin nafn sitt. Sýningin fjallar einnig um stöðu og hlutverk lista á tímum þar sem krafan til listamanna sé öðru fremur að vera til skrauts og skemmtunar. Ásmundur segir Koddu vera fyrstu myndlistarsýninguna sem fjalli gagngert um efnahagshrunið og það hafi verið talsverð þrauta- ganga að setja hana upp. Til stóð að setja upp sýninguna í Listasafni Árnesinga í nóvember, en safn- stjóri rifti samningum skömmu fyrir opnun vegna óánægju með inntak og efnistök sýningarinnar og Ásmundur segir að hafi verið hrein ritskoðun. „Við rákumst á fleiri veggi í framhaldinu. Listasafn Íslands svaraði ekki fyrirspurn okkar um að setja upp sýninguna þar og Listasafn Reykjavíkur hafði ekki áhuga. Það gekk heldur ekki að afla fjár hér innanlands og er sýningin að öllu leyti fjármögnuð erlendis frá. Það er því ljóst að það er sáralítill áhugi hjá listastofnun- um hér á landi sem sýningu sem þessari, sem helgast kannski af því að þessi sýning beinir kastljós- inu að vissu leyti að þeim.“ bergsteinn@frettabladid.is Sáralítið breyst eftir hrun HRUNADANS Sýningarstjórar ásamt nokkrum listamönnum sem taka þátt í sýningunni. Frá vinsti: Ásmundur Ásmundsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Páll Haukur Björnsson, Hannes Lárusson og Tinna Grétarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gyrðir Elíasson, handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, áritar smásagnasafnið Milli trjánna í húsnæði Uppheima frá klukkan 14 til 16 í dag. Uppheimar, Undirheimar og Bókafélagið Ugla standa fyrir opnum kiljumarkaði í húsnæði Upp- heima við Stórhöfða 24 frá klukkan 13 til 18 í dag. Um 100 titlar af kiljum verða til sölu á sérstöku tilboðs- verði. Gyrðir áritar í dag GYRÐIR ELÍASSON Umsóknarfrestur til 1. júní 2011 Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Sjóðurinn styrkir rannsóknaverkefni einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Auglýst er eftir umsóknum í Rannsóknasjóð með umsóknarfrest til 1. júní 2011. Veittir verða tvenns konar styrkir: ● Öndvegisstyrkir ● Verkefnastyrkir Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur, sem hlutu styrk til verkefna árið 2011 með áætlun um framhald á árinu 2012, þurfa ekki að endurnýja umsókn en skulu senda ársskýrslu til sjóðsins fyrir 10. janúar 2012. Allar umsóknir og umsóknagögn skulu vera á ensku. Undanþágur eru aðeins veittar frá þeirri reglu ef birtingar á viðkomandi fræðasviði einskorðast við íslenska útgáfu. Í þeim tilvikum skal umsækjandi fá leiðbeiningar hjá starfsmönnum Rannís. Allar umsóknir um öndvegisstyrki skulu vera á ensku. Nánari upplýsingar um Rannsóknasjóð, styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www.rannis.is Rannsóknasjóður H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Leikfélagið Royndin frá Nólsoy í Færeyjum - Sjótekinn Norræna húsið, Leikfélag Hafnarfjarðar og Gaflaraleikhúsið kynna Miðapantanir í síma 565-5900 og í midasala@gaflaraleikhusid.is Ragnhildur Jóhanns og Harpa Dögg Kjartansdóttir ræða sýningu sína Tilbúning í Gallerí Ágúst við Baldursgötu klukkan 14 í dag. Sýningin var opnuð 2. apríl síðastliðinn en þar eru til sýnis verk sem Ragnhildur og Harpa Dögg hafa unnið á undanförnum árum. Harpa hefur þróað tækni í vinnslu og framsetningu klippi- mynda og meðal annars unnið á notaðar og útflattar málningar- dósir. Oft skeytir hún saman ólík- um hlutum eða andstæðum og geta verkin þannig orðið súrr- ealísk og ævintýraleg. Í öðrum verkum sínum, svo sem innsetn- ingum, hefur Harpa notað trjá- greinar, rafmagnssnúrur, neon- ljós, pípulagnir fleira. Með því að taka hluti í sundur og setja saman aftur og nota til þess fundið efni, á þessi nálgun Hörpu Daggar ekki síst erindi í dag á tímum offram- leiðslu og sóunar. Ragnhildur Jóhanns vinnur á mörkum ljóðlistar og myndlistar og gjarnan með texta, bækur og tímarit. Ragnhildur hefur sýnt verk sín og framið gjörninga bæði hérlendis sem erlendis. Nýlega tók hún t.d. þátt í upp- lestri með breska skáldinu Iain Sinclair í Rich Mix Art Center í London. Listakonurnar leika sér báðar með tvívídd og þrívídd, ljóð og ævintýri og nota gjarnan fund- ið efni í myndverkum sínum. Verk þeirra eru þó ólík og nálgast þær myndlistina á sinn hvorn mátann. Ragnhildur og Harpa ræða Tilbúning BÓKASKÚLPTÚR Harpa hefur þróað tækni í vinnslu og framsetningu klippimynda en Ragnhildur Jóhanns vinnur á mörkum ljóðlistar og mynd- listar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.