Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 102
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR62
folk@frettabladid.is
Útskriftarnemar í fata- og textílhönnun við Fjöl-
brautaskólann í Garðabæ héldu glæsilega tískusýn-
ingu í Turninum á fimmtudaginn var. Alls sýndu
sextán nemendur lokaverkefni sín fyrir fullum sal og
þótti sýningin heppnast með eindæmum vel.
ÆVINTÝRALEGT Fyrirsætur klæðast
ævintýralegum fatnaði frá
Kolfinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TÍSKA Í KÓPAVOGI Fatnaðurinn vakti ólík viðbrögð áhorfenda eins og sjá má.
KRÚTTLEGT Þessar fyrirsætur voru
sætar að sjá með bleikan varalit.
LÍF OG FJÖR Það var mikið um að vera
baksviðs eins og þessi mynd ber vitni
um.
Söngkonan Adele segist ekki hafa tíma til að velta sér upp
úr smáhlutum líkt og vexti sínum og segir tónlist sína vera
fyrir eyrun, ekki augun.
„Líf mitt er fullt af dramatík og ég hef ekki tíma til að
velta mér upp úr smávægilegum málum á borð við útlitið.
Mér finnst ekki gaman að fara í ræktina. Mér finnst gott
að borða góðan mat og drekka gott vín. Og þótt ég hefði
frábæran vöxt mundi ég samt ekki vilja sýna umheiminum
hann,“ sagði söngkonan geðþekka, sem hefur slegið í gegn
með annari geislaplötu sinni, 21.
Pælir ekki í vextinum
Ef marka má slúðurmiðla vest-
anhafs eru leikaranir Charlize
Theron og Keanu Reeves að
stinga saman nefjum. Ónefndir
heimildarmenn úr vinahópi
þeirra staðfesta sambandið en
segja leikarana vera að bíða með
að opinbera þangað til þau flytja
saman til Englands, en bæði eru
að taka upp kvikmyndir þar á
næstu vikum.
Ekki er nema tæpt ár síðan að
Theron og Reeves náðust á filmu
í faðmlögum en orðrómurinn var
þá kæfður niður enda ekki langt
síðan Theron skildi við þáverandi
eiginmann sinn, leikstjórann
Stuart Townsend.
Nýtt par í
Hollywood
ADELE
Framtíð tískunnar
sýnd í Kópavogi
5.000FERMETRAR er stærðin á húsinu sem Taylor Swift keypti handa foreldrum sínum í Nashville. Húsið kostar litlar 1,4 milljónir dala.
Floridana VIRKNI – safar sem virka.
Rauður Floridana VIRKNI var einn þriggja
virknidrykkja sem hlaut viðurkenningu á
hinni alþjóðlegu keppni ‘Beverage Innovation
Functional Drink Awards’ í ár.
Hann gefur orku og eykur einbeitingu. Hollur
og bragðgóður ávaxtasafi án viðbætts sykurs.
VIRKNI