Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 106

Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 106
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR Vodafone IS 3G 10:32 Dýrð í Apphæðum! Fermingartilboð í öllum verslunum Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals framúrskarandi fermingargjafa. Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa. Nokia C5- 03 3.333 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 39.990 kr. 200 MB á mán. fylgir með í 6 mán. 2 miðar í Sambíóin fylgja á meðan birgðir endast F í t o n / S Í A Þegar Kate Middleton játaðist Vilhjálmi Bretaprins í lok síðasta árs mátti hún eiga von á að ein afleiðing þess yrði sú að senn myndi andlit hennar prýða postulínshluti til ýmiss brúks. Borðbúnaður skreyttur ásjónu brúðhjónanna til minja um konunglegt brúðkaup- ið sem fer fram þann 29. apríl næstkomandi er fáanlegur í minnstu túristakytrum sem virðu- legustu verslunarmiðstöðvum um allt Bretland. Ólíklegt er þó að sú hugmynd hafi hvarflað að brúðinni verðandi að örlög hennar yrðu að brosa framan í heiminn af Postulíninu með stóru P. Nú er hins vegar fáanlegt forláta klósettlok tileinkað skötuhjúunum og deginum þeirra. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem klósett reynist Kate vandræðagripur. Fundir foreldra Kate og Elísabetar Englandsdrottningar hafa þótt takast með afbrigðum illa og í kjölfar eins þeirra kom upp mál sem kallað hefur verið „klósett-gate“ (e. „toilet-gate). „Ótrúlega miðstéttarleg“ „Hún er ágeng, heldur væmin og ótrúlega mið- stéttarleg,“ er haft eftir ónefndum „innanbúðar- manni“ við bresku hirðina um Carole Middleton, móður Kate. Carole þessi er komin af mörgum ættliðum kolanámumanna. Sjálf hefur hún notið velgengni sem kaupsýslukona og þannig haft burði til að koma börnum sínum til mennta í virtustu – og dýrustu – menntastofnunum Bretlands. En hvorki peningar né samneyti við aðalinn þjóna sem aðgöngumiði að efri stéttum bresks samfélags. Öldum saman hefur hástéttin þróað með sér „framkomureglur“ sem þeir sem standa utan hennar kunna ekki að fara eftir. Ein af þessum reglum sem hástéttinni virðist annt um – og leiddi einmitt af sér klósett-gate – er rétt hugtakanotkun. Klósettskálin og hásætið Ekki er vitað hvernig salerni bár- ust í tal í samskiptum drottningar- innar og Carole Middleton. Axarskaft Carole varð hins vegar eitt umtalað- asta hneyksli í fjölmiðlum ytra svo vikum skipti. Glæpur Carole var að nota orðið „toilet“ um klósett. „Loo“, „lavatory“, jafnvel „bog“ hefðu verið góð og gild orð í samræðum við drottninguna. En ekki „toilet“. Carole varð víðar á í messunni. Hún tuggði tyggjó í nærveru drottningarinnar. Hún ávarp- aði hana með orðunum „pleased to meet you“, eða „en ánægjulegt að hitta þig“ í staðinn fyrir „how do you do“, eða „hvernig hafið þér það“ (gengið er út frá því að öllum sem hlotnast sá heiður að hitta drottninguna sé það mikil ánægja). Og svo mætti lengi telja. Sagt er að vinir Vilhjálms skemmti sér við að hæðast að verðandi tengda- móður hans. Þeir hvísla gjarnan orðin „cabin crew, doors to manual“ þegar hún mætir á svæðið og vísa þar til þess að Carole vann eitt sinn sem flugfreyja. Í ljósi klósett-gate hlýtur það að svíða Kate sárt að andlit hennar skreyti nú fjölda breskra klósettskála. Einn vinsælasti brúðkaups- minjagripurinn ber þó vott um að mörgum þætti það ásættanlegur fórnarkostn- aður að verma þann stað sem almúginn notar til að ganga örna sinna í skiptum fyrir hásætið. Um er að ræða postu- línsborðbúnað með áletrun- inni: „Þetta hefði átt að vera ég“. BEÐIÐ EFTIR BRÚÐKAUPINU Sif Sigmarsdóttir Andlit Kate á klósettskálum Einfalt og tímalaust eru orðin sem lýsa best stíl ljós- myndarans Einars Snorra. Með Gwen Stefani og hljóm- sveitina R.E.M. á feril- skránni býður Einar Snorri Íslendingum upp á mynda- töku gegn vægu verði næstu daga en hann er að sanka að sér efni í nýja portrettbók. „Það hefur blundað í mér lengi að kýla á þetta verkefni, gera aðra bók með mismunandi andlitum. Þegar Sissa (innsk. bl. eigandi ljós- myndaskóla Sissu) fór þess á leit við mig að koma heim og halda fyrirlestur fyrir nemendur skól- ans ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi. Halda fyrirlestur og safna efni í bókina í leiðinni,“ segir Einar Snorri en hann býr í Berlín þar sem hann vinnur við ýmislegt tengt kvikmyndagerð og að mis- munandi ljósmyndaverkefnum. Einar Snorri hefur nú þegar gefið út tvær ljósmyndabækur í samvinnu við félaga sinn Eið og einna frægust er hin svokall- aða Kaffibarsbók þar sem fasta- gestir barsins á fyrri hluta tíunda áratugar ins voru festir á filmu. „Alveg síðan ég byrjaði að taka myndir hef ég verið hrifinn af portrettforminu. Andlit spegla raunveruleikann og sálina. Þess vegna finnst mér tímabært að gera aðra bók núna og taka púlsinn á sam félaginu á þessum skrýtnu tímum,“ segir Einar Snorri en hann stefnir að því að safna yfir 100 myndum í bókina og vill meina að það skapist flott áhrif þegar mörg andlit eru samankomin á einum stað. Hann hvetur því sem flesta til að koma, borga vægt verð og fá í staðinn lítið listaverk af sjálfum sér. „Það er vanmetið hversu dýr- mætt það er að eiga góða mynd af sjálfum sér. Góð minning sem maður á alla ævi. Frekar að borga fyrir það en að kaupa sér nýjar gallabuxur,“ segir Einar Snorri en áhugasamir geta sent póst á net- fangið krunkproductions@gmail. com og pantað sér tíma í mynda- töku. Verðið er 25.000 krónur og innifalið er ein útprentuð mynd ásamt geisladiski með völdum römmum. alfrun@frettabladid.is Tekur púlsinn á samfélaginu LJÓSMYNDIN ER DÝRMÆT MINNING Einar Snorri hvetur fólk frekar til að borga fyrir góða ljósmynd af sjálfu sér en að kaupa nýjar gallabuxur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PLÖTUÐU GWEN STEFANI Í MYNDATÖKU Einar Snorri og félagi hans Eiður voru fengnir til að mynda hljómsveitina No Doubt þegar hún var við það að skjótast upp á stjörnuhimininn. Þeir félagarnir heilluðust strax af söngkonunni Gwen Stefani en var bannað að taka af henni andlitsmynd einni enda átti myndatakan að vera af allri sveitinni. „Ég var staðráð- inn í að ná af henni einni portrettmynd enda er hún með frábært andlit og náði ég að taka þessa mynd á Polaroid-vél undir þeirri yfirskrift að ég væri að prufa ljósið. Ég er mjög ánægður með hana.“ MYND/EINARSNORRI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.