Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 111

Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 111
LAUGARDAGUR 16. apríl 2011 Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona Karolina Klüft er ein besta frjáls- íþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskar- andi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún ein- beitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sann- færður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og hand- viss um að ekkert sé þér ómögulegt! Að skora á sjálfan sig www.itr.is ı sími 411 5000 Afgreiðslutími um páska Heilsulindir í Reykjavík ER EKKI TILVALIÐ AÐ SKELLA SÉR Í SUND UM PÁSKANA? Lykill að góðri heilsu Annar í Páskum 25. apríl Páskadagur 24. apríl 1. maí 1. maí Laugardagur 23. apríl Föstud. langi 22. apríl Skírdagur 21. apríl ÁRBÆJARLAUG BREIÐHOLTSLAUG GRAFARVOGSLAUG KLÉBERGSLAUG LAUGARDALSLAUG SUNDHÖLLIN VESTURBÆJARLAUG kl. 11-19 kl. 10-18 kl. 9-17 kl. 10-18 kl. 11-19 kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 11-17 Lokað kl. 11-17 Lokað kl. 11-17 Lokað kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 8-22 kl. 10-18 Lokað kl. 8-16 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 11-19 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 11-19 Lokað FÓTBOLTI U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evr- ópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppn- inni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur. „Þetta er frábær tilfinning og maður trúir þessu varla,“ sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason. „Þetta er það sem við stefndum auðvitað á en þar sem aðeins fjór- ar þjóðir komast áfram þarf allt að ganga upp.“ Ísland spilaði í tveimur riðlum í undankeppninni og vann þá báða. Fyrst í Búlgaríu í haust þar sem liðið vann hin þrjú liðin í riðlinum samanlagt 29-1. Svo nú í Póllandi þar sem Ísland vann aftur alla sína leiki. Liðið mætti sterkum and- stæðingum; Póllandi, Englandi og Svíþjóð, og vann þá alla. „Þetta lið er búið að vinna átta leiki í röð. Sex í undankeppni EM og svo tvo leiki þar á undan. Það er búið að slá öll met sem hægt er að slá,“ benti Þorlákur á. Eins og ávallt vekur það athygli þegar svo fámenn þjóð nær svona langt á vettvangi knattspyrnunn- ar, vinsælustu íþróttar í heimi. „Það voru allir að klóra sér í hausnum í Póllandi. En minni- máttarkenndin er einfaldlega ekki til staðar hjá leikmönnum okkar. Þær hafa mikla trú á því sem þær eru að gera,“ sagði Þorlákur. Hann segir þennan góða árang- ur því helst að þakka að leikmenn eru að spila flestir með meistara- flokkum sinna félaga þrátt fyrir ungan aldur. „Þær hafa spilað erfiða leiki með sínum liðum og eru þar að auki að æfa við mjög góðar aðstæð- ur. Þar að auki er þjálfun í yngri flokkum á Íslandi mjög góð og það hefur verið að skila sér. Árangur A-landsliðs kvenna skemmir held- ur ekki fyrir og allt hefur þetta áhrif. Stelpurnar hafa séð að allt er hægt.“ Þar sem aðeins fjögur lið keppa í úrslitakeppninni í sumar er byrjað í undanúrslitum og mætir Ísland liði Spánar sem er ríkjandi Evr- ópumeistari í þessum aldursflokki. Frakkland mun keppa í hinum undanúrslitaleiknum en ekki ligg- ur fyrir hver andstæðingur liðsins verður þar. - esá Ótrúlegur árangur U-17 landsliðs kvenna: Í hópi fjögurra bestu landsliða í Evrópu EFNILEGAR Þorlákur Árnason hefur náð frábærum árangri með U-17 lið Íslands. MYND/KSÍ Minnimáttarkenndin er einfaldlega ekki til staðar hjá leikmönnum okkar. Þær hafa mikla trú á því sem þær eru að gera. ÞORLÁKUR ÁRNASON ÞJÁLFARI U-17 LANDSLIÐS KVENNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.